Veisla hjá stjórnlyndum

Stjórnvöld á Íslandi ættu að taka loftslagsbreytingum jafn alvarlega og áskorunum vegna COVID-19 að mati 61 prósents landsmanna, samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir Landvernd, segir í frétt Fréttablaðsins.

En sú klikkun!

Spurningin notaði orðalagi "jafn alvarlega" (sic) um COVID og loftslagsbreytingar. Hvað gerðu stjórnvöld til að hægja á útbreiðslu COVID, sem var tekin mjög alvarlega? 

  • Drápu flugsamgöngur
  • Drápu ferðamannaiðnaðinn
  • Þurrkuðu út fjöldann allan af fyrirtækjum
  • Framleiddu atvinnuleysi
  • Skuldsettu ríkissjóð
  • Sendu heilbrigt fólk í sóttkví
  • Komu í veg fyrir að heilbrigt fólk gæti fengið vírus og komist yfir hana

... og svona mætti lengi telja.

Er mikill meirihluti landsmanna hlynntur því að gera eitthvað svipað, vegna loftslagsbreytinga!? Eða hvað þýðir að taka eitthvað tvennt "jafnalvarlega"?

Ég væri aðeins minna hissa ef landsmenn væru á því að stjórnvöld ættu að gera meira af einhverju og minna af öðru, eða settu eitthvað á dagskrá og þess háttar, en ef stjórnvöld eiga að taka loftslagsbreytingar "jafnalvarlega" og COVID þá er ekkert gott í vændum.

En þetta sýnir auðvitað að ótti margra hefur ræst: Með því að komast upp með að loka á hitt og þetta og þenja út inngrip stjórnvalda í samfélag og hagkerfi er búið að setja hættulegt fordæmi. Það má vel vera að menn hafi undanfarnar vikur talað um fordæmalausa tíma en nú er fordæmið kannski orðið til. Næsta hrina ríkisafskipta verður því ekki fordæmalaus heldur rúllar mótspyrnulaust yfir 61% Íslendinga sem vilja að stjórnvöld taki veðurspánna "jafnalvarlega" og óþekkta veiru. Græningjarnir hafa fengið blóðbragð í munninn - nú skal hugðarefni þeirra þröngvað á samfélagið með notkun ríkisvaldsins! COVID sýndi jú gott fordæmi!

Klikkun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Já, góðan daginn !
Fram að þessu hef ég lesið ýmislegt áhugavert frá þér, en í þetta sinn veit ég ekki hvað ég á að halda.
Ef til vill var þessi pistill skrifaður fyrir morgunkaffi.

Þórhallur Pálsson, 2.6.2020 kl. 11:07

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það á sem sagt ekki að gera það sem mikill meirihluti þjóðarinnar vill.

En sumir eru á móti lýðræði. cool

Þorsteinn Briem, 2.6.2020 kl. 11:10

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig "jafn alvarlega og COVID-19" í samhengi loftslagsbreytinga lítur út í framkvæmd?

Geir Ágústsson, 2.6.2020 kl. 11:43

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson


"Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig "jafn alvarlega og COVID-19" í samhengi loftslagsbreytinga lítur út í framkvæmd?"

málið er enfalt Geir. Við látum bara ríkið leisa vandan og horfum bara á sápuóperur í sjónvarpinu á meðan. Það virkaði á covit19 ekki satt ?

Guðmundur Jónsson, 2.6.2020 kl. 12:09

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er kannski ekki skrýtið að Íslendingar vilji sleppa ríkisvaldinu lausu á loftslagið. Veturinn var hræðilega kaldur og snjóþungur og kannski hægt að borga aðeins meira í skatta til að fá smávegis hlýindi. 

Geir Ágústsson, 2.6.2020 kl. 12:13

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Þórhallur,

Ég er ekki að taka afstöðu til þess hvor aðgerðir í upphafi COVID-19 hafi verið of harkalegar, varað of lengi og valdið of miklum skaða. Ég segi bara að þær höfðu afleiðingar.

Núna sýnist mér 61% viðmælenda Gallup vilja að stjórnvöld taki loftslagsbreytingar (!) "jafnalvarlega". Svo hvað þýðir það? Að sumum fyrirtækjum eigi að loka? Að ferðalögum verði áfram haldið niðri? Að ríkisvaldið haldi öllum þeim völdum sem það tók sér - að sögn tímabundið - en beina spjótum sínum einfaldlega annað?

Geir Ágústsson, 2.6.2020 kl. 13:03

7 identicon

Landvernd borgaði fyrir könnunina og því er það þeirra réttur að spurningarnar séu orðaðar "rétt" til að auka líkurna á ásættanlegri niðurstöðu líkt og maður fær þegar greitt er fyrir lögfræðiálit

Annars veit ég ekki til þess að Persónuvernd hafi nokkurn tíman tekið út öryggið hjá þessum spurningakannana fyrirtækjum svo ég og fleiri svörum þeim aldrei.

Grímur (IP-tala skráð) 2.6.2020 kl. 13:18

8 identicon

Það sjá það allir að það verður að taka loftslagsmálin alvarlega því að meðalhitastig jarðar er 15 gráður nákvæmlega það sama og fyrir 60 árum.

Þetta er mjög góð leið til að ná meiri fjármunum af almenningi. Það vekur mesta furðu hversu auðvelt er að heilaþvo fólk.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 2.6.2020 kl. 14:43

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hef verulegar efasemdir um að þeir sem svara með þessum hætti geri sér neina grein fyrir því hvað þeir eru að segja. Ætli það sé fólkið sem nú hefur misst vinnuna, og horfir fram á strípaðar atvinnuleysisbætur næstu árin, sem hefur þessa skoðun?

Þorsteinn Siglaugsson, 2.6.2020 kl. 17:22

10 identicon

Bara til að bæta við 

sumum finnst Trump hræðilegur en hver er hinn valkosturinn?

Píratar fá helling af óánægjufylgi en þeir eru ekki stjórntækir líkt og sést í Borginni og stjórn þess á upplýsngatæknimálum sem falla því miður undir manneskjufjandsamlega stjórn Dóru sjóræningjaskiptstjóra Reykjavíkurborgar.

Grímur (IP-tala skráð) 2.6.2020 kl. 20:27

11 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Mikill meirihluti þjóðarinnar vill hafa flugvöllinn í

Vatnsmýrinni áfram. Ekkert er hlustað á það og því

ættu þá stjórnvöld allt í einu að hlusta á þennan þvætting.

Spurninginn er svo leiðandi í þessari könnun að ekki er

hægt að svara öðruvísi en játandi. Svona enda alltaf

keyptar kannanir.

Sigurður Kristján Hjaltested, 3.6.2020 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband