Þriðjudagur, 26. maí 2020
Heimatilbúin fátækt
Við lestur á svolítilli frétt um námuvinnslu í Afganistan rifjast upp fyrir mér nokkuð sem hagfræðingurinn Ludwig von Mises skrifaði á sínum tíma, í bók sinni The Anti-Capitalistic Mentality:
The truth is that the accumulation of capital and its investment in machines, the source of the comparatively greater wealth of the Western peoples, are due exclusively to laissezfaire capitalism ... It is not the fault of the capitalists that the Asiatics and Africans did not adopt those ideologies and policies which would have made the evolution of autochthonous capitalism possible. (bls. 82)
Og síðar:
It is nonsensical to blame capitalism and the capitalistic nations of the West for the plight the backward peoples have brought upon themselves. The remedy indicated is not "justice" but the substitution of sound, i.e., laissez-faire, policies for unsound policies. (bls. 83)
Með öðrum orðum: Uppskriftin að ríkidæmi er þekkt. Það þarf bara að fylgja henni! Þeir sem fylgja henni ekki halda áfram að vera fátækir (nema auðvitað þeir rekist á verðmæti í jörðu, en jafnvel það er engin trygging fyrir ríkidæmi eins og dæmin sanna).
Vestræn ríki hafa í áratugi dælt svimandi fjárhæðum í svokallaða þróunaraðstoð til vanþróaðra ríkja án þess að hnýta á slíkt skuldbindingar um að þiggjendur taki upp kapítalisma, þ.e. verslunarfrelsi og vernd eignarréttarins. Þetta voru og eru risastór mistök.
Kannski er flókið og leiðinlegt að baka kransaköku en ef þú vilt kransaköku þá skaltu fylgja uppskriftinni. Það er ekki flóknara en svo.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nær öll hagkerfi heimsins eru blönduð hagkerfi, blanda af kapítalisma og sósíalisma, til að mynda hér á Íslandi, í Bandaríkjunum og Kína.
En sósíalisminn er mismikill í hagkerfum heimsins og meiri hér á Íslandi en í Bandaríkjunum en minni en í Kína.
Sjálfstæðisflokkurinn er til að mynda langt frá því að vera hreinn kapítalískur stjórnmálaflokkur, fær til að mynda háar fjárhæðir í styrk frá íslenska ríkinu til starfsemi sinnar ár hvert og vill að Landsvirkjun sé í eigu íslenska ríkisins, svo örfá dæmi séu nefnd.
Og Vinstri grænir vilja ekki að öll fyrirtæki hér á Íslandi séu í eigu íslenska ríkisins.
Þorsteinn Briem, 26.5.2020 kl. 12:53
Það var verið að gefa út á íslensku um daginn einhverja bók um Trosky og þá rifjað upp í leiðinni að Maoistar, Leninistar, kommunístar, Marxistar Leninistar, EIK og hvað þau hétu öll þessi vinstri brot voru miklu meiri fjandmenn við hvorn annan en Sjálfstæðisflokkinn sem virðist geta innihaldið allan kapitalisma nema þennan frá Brussel sem Viðreisn er alltaf að dásama
Manni fannst það góð þróunaraðstoð að Íslendingar væru að kenna afríkubúum að veiða og verka fisk en að dæla bara peningum eða matargjöfum í þessar þjóðir sem er bjarnargreiði til lengri tíma litið
Grímur (IP-tala skráð) 26.5.2020 kl. 15:25
Og í Danmörku er velmegun mikil og mikið ríkidæmi vegna Lego og þess að þeir hófu að rækta svín og selja Kínverjum. Norðmenn voru fátæk þjóð bænda áður en þeir fundu olíu og Ikea og Volvo lögðu grunninn að Svíþjóð nútímans.
Þegar menn taka flókin fyrirbæri og búa sér til einfaldar þumalputtareglur sem eiga að skýra allt verður útkoman oftast gagnslaust bull sem við nánari skoðun á hvergi við nema í hugarheimi höfundar. En þannig þvæla heilalausra virkar sem uppljómun og mikill sannleikur fyrir suma.
Það er auðvelt að skauta framhjá sögulegum staðreyndum eins og margra alda nýlendukúgun og arðráni og eyðileggingu innviða og auðlinda. Nokkurra ára þróunaraðstoð fer ekki langt með að bæta þann skaða. Gullið fór í menntun barna nýlenduherrana og kaup á verksmiðjum, tólum og tækjum vestrænna ríkja. Frelsið kostaði svo blóðug átök og algert hrun. Nú býðst ríkjum sem áður áttu ein mestu verðmæti á jörð að rækta hráefni í verksmiðjur vesturlandabúanna á verði sem vesturlandabúarnir ákveða eða svelta ella.
Vestræn ríki hafa í áratugi dælt ör fjárhæðum í svokallaða þróunaraðstoð til vanþróaðra ríkja. Mætt á staðinn með sína togara og frystihús og kennt innfæddum að vera hásetar, flakarar og pakkarar. Kennt þeim að tína kaffibaunir og banana. Menntað þá í að aka vörubílum í námunum. Þróunaraðstoð sem rekin er á forsendum veitenda og með mestum hagnaði fyrir þá.
Það er auðvelt að koma með uppskrift og segja að það þurfi bara að fara eftir henni. Virkar eins og aflátsbréf og mikil gjafmildi að uppljóstra þeim töfrum. --- Kransakaka. 1,5 kg ODENSE Marcipan (þetta bleika), fæst fyrir 5 tonn af kaffibaunum, special deal for you my friend. 750 gr sykur, kostar þriggja daga vinnu óvarinn við flokkun iðnaðarúrgangs frá vesturlöndum og að lokum 3 eggjahvítur. Hefði verið gott að geta svo bakað við 200 gráður í ofninum sem var stolið. Gæti ekki verið auðveldara nú þegar uppskriftin er komin. Gakk fram og verð ríkur eins og ég.
Vagn (IP-tala skráð) 26.5.2020 kl. 20:21
Auðvitað kunna menn og geta allskonar. Í fátækjum ríkjum vinna menn langa vinnudaga og uppskera lítið. Í þeim ríkari vinna menn skemur og uppskera meira. Þetta má útskýra.
Mises kemur auðvitað inn á þetta, t.d. með eftirfarandi orðum (bls. 88-89):
That the increase in wage rates does not depend on the individual workers "productivity," but on the marginal productivity of labor, is clearly demonstrated by the fact that wage rates are moving upward also for performances in which the "productivity" of the individual has not changed at all. There are many such jobs. A barber shaves a customer today precisely in the same manner his predecessors used to shave people two hundred years ago. A butler waits at the table of the British prime minister in the same way in which once butlers served Pitt and Palmerston. In agriculture some kinds of work are still performed with the same tools in the same way in which they were performed centuries ago. Yet the wage rates earned by all such workers are today much higher than they were in the past. They are higher because they are determined by the marginal productivity of labor. The employer of a butler withholds this man from employment in a factory and must therefore pay the equivalent of the increase in output which the additional employment of one man in a factory would bring about. It is not any merit on the part of the butler that causes this rise in his wages, hut the fact that the increase in capital invested surpasses the increase in the number of hands.
Geir Ágústsson, 27.5.2020 kl. 09:15
Enn og aftur ein einföld skýring valin af handahófi úr öllum þeim fjölda skýringa sem eiga við. Löggjafinn hefur víða knúið laun upp með lagasetningu um lágmarkslaun. Verkalýðsfélög hafa haft sitt að segja. Og verðmæti framleiðslunnar getur breyst þó framleiðni sé sú sama, Mises miðar við magn en ekki verðmæti svo fullyrðingar hans standist víðar en annars. Og svo má efast um að hann taki tillit til verðbólgu þegar hann ber saman laun nú og áður. Þó rakari hafi hærri tölu í laun þá er ekki að sjá að hann geti einn framfleitt heimavinnandi konu, sjö börnum og öldruðum foreldrum eins og langafi hans.
Vagn (IP-tala skráð) 27.5.2020 kl. 10:07
Vagn,
Af hverju er landbúnaðarverkamaður á Spáni með hærri laun en landbúnaðarverkamaður í Síerra-Leone?
Af því Spánn er með verkalýðsfélög? Eða af því það var til sparnaður til að fjárfesta í tækjum og tólum? Eða af því löggjafinn setti lög um lágmarkslaun?
Hagfræðin er ekki bara samansafn setninga heldur fræðigrein sem bendir á ýmis lögmál sem gilda í samskiptum og viðskiptum einstaklinga. Aukin peningaprentun rýrir kaupmátt peninga (þú þarft ekki að fræða Mises um verðbólgu - hann var einn af brautryðjendunum í rannsóknum á henni). Of há lágmarkslaun leiða til atvinnuleysis. Og eins og nýleg dæmi sanna: Verkalýðsfélög geta ýtt fyrirtækjum í þrot eða þröngvað þeim í fang ríkisins, á kostnað skattgreiðenda.
Annars ætla ég ekki að fara afrita langa kafla af hagfræði í athugasemdir þessarar síðu. Þú ættir kannski að lesa bók í staðinn?
Geir Ágústsson, 27.5.2020 kl. 10:36
Það sem þú hefur verið að afrita er ekki hagfræði og ekkert sem þar var sagt einhver lögmál. Þar liggur feillinn. Það sem þú heldur hagfræði og lögmál eru skáldskapur settur fram til skemmtunar þeim sem vita og blekkingar þeim sem gleypa án gagnrýni þegar kemur að bulli sem samræmist pólitík viðkomandi. Það er verið að hafa þig að fífli.
Vagn (IP-tala skráð) 27.5.2020 kl. 12:20
Vagn,
Takk fyrir upplýsandi afstöðu. Hún útskýrir margt.
Geir Ágústsson, 27.5.2020 kl. 14:21
Vagn,
Svona úr því þú ert í stuði: Getur þú bent mér á lesefni sem þú þorir að kalla hagfræði?
Geir Ágústsson, 28.5.2020 kl. 07:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.