Fimmtudagur, 14. maí 2020
Setjum 1000 milljarða í listsköpun
Margar frumlegar reiknikúnstir finnast innan verndaðs umhverfis hins opinbera. Með því að vera án samkeppni og útreikninga á velgengni í formi hagnaðs og taps er hægt að réttlæta hvað sem er.
Það er hægt að réttlæta að óendanlegt fjáraustur í listsköpun sé í raun góð fjárfesting. Einhverjir fá jú vinnu, skapa eitthvað sem selst í einhverjum mæli og þannig myndast velta, ekki satt?
Það er hægt að réttlæta að vinnudagurinn eigi að vera 10 klst, 6 klst eða jafnvel 2 klst. Fólk fær jú laun, borgar af þeim skatta (þannig séð), eyðir laununum í klósettpappír og ýsuflök í Bónus og þannig myndast velta, ekki satt?
Það er hægt að réttlæta að á leikskóla eigi að vera svo og svo margar fóstrur með háskólapróf í barnapössun, svo og svo margir leiðbeinendur og svo og mikið af yfirbyggingu. Allir fá laun og eyða þeim og þannig myndast velta, ekki satt?
Svona kúnstir geta fyrirtæki í samkeppnisrekstri ekki leyft sér. Þar sést fljótlega á ársskýrslunni hvað gekk vel og hvað ekki. Þetta gildir meira að segja um hálfgerð ríkisfyrirtæki eins og banka í einkaeigu, sem njóta verndar seðlabanka, en ekki að öllu leyti.
Svona kúnstir hafa alltaf og munu alltaf lifa innan verndaðs vinnustaðaumhverfis hins opinbera. Það er þannig séð lítið við því að segja, en auðvitað á að einkavæða allt.
Vilja sex stunda vinnudag hjá ríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:49 | Facebook
Athugasemdir
"Í samræmi við kröfur um hagræðingu í rekstri, betri nýtingu fjármagns og að sjálfvirknivæðing og útvistun þjónustu sé nýtt í frekara mæli til að hægt sé að sinna rekstrinum á betri hátt án þess að kostnaður aukist"
stóð í rökstuðningum við niðurlagningu á mínu starfi hjá Reykajvíkurborg en að sjálfsögðu var búið að ráða inn (án auglýsingar) slatta af nýju fólki sem að nafninu til á að sinna þeim verkefnum sem ég var með.
Grímur (IP-tala skráð) 14.5.2020 kl. 18:02
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem mörlenskir hægrimenn mæra í bak og fyrir, heitir því að ekkert atvinnuleysi verði í Ungverjalandi eftir þrjá mánuði.
Þar hafa margir misst vinnuna vegna Covid-19, eins og í mörgum öðrum löndum.
Og hvar eiga allir þessir Ungverjar að fá vinnu, samkvæmt Orbán? Hjá ungverska ríkinu.
Því lengra sem menn eru til hægri í pólitík, því hrifnari eru þeir af ríkinu, eins og dæmin sanna, enda þótt þeir segi annað.
Þorsteinn Briem, 14.5.2020 kl. 18:46
Og nú skæla mörlenskir hægrimenn úr sér augun ef ekki verður af nýjum 18 milljarða króna hernaðarframkvæmdum NATO á Suðurnesjum.
Og hverjir eiga að greiða þessa 18 milljarða króna?
Skattgreiðendur.
Þorsteinn Briem, 14.5.2020 kl. 19:42
Að sjálfsögðu starfaði "Grímur" hjá Reykjavíkurborg, enda vilja mörlenskir hægrimenn helst starfa hjá borginni eða ríkinu.
Fjölmargir hægrimenn, sem lengi hafa djöflast gegn Ríkisútvarpinu, hafa mestan áhuga á að starfa hjá íslenska ríkinu, Reykjavíkurborg, þeirra stofnunum og fyrirtækjum.
Þannig var til að mynda Davíð Oddsson á launaskrá Reykjavíkurborgar og ríkisins þar til hann hrökklaðist út i Móa og Friðrik Sophusson var forstjóri Landsvirkjunar, ríkisfyrirtækis sem íslenskir hægrimenn mæra í bak og fyrir.
Sjálfstæðisflokkurinn mærir sífellt ríkisfyrirtækið Landsvirkjun og fjölmargir mörlenskir hægrimenn hafa fundið íslenskri ferðaþjónustu allt til foráttu.
Langflest fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi eru hins vegar einkafyrirtæki.
Þorsteinn Briem, 14.5.2020 kl. 19:53
Þorsteinn,
Það blasir við að einkavæða allt svo þessir blessuðu hægrimenn þurfi að finna sér alvöruvinnu, ekki satt? Eða eiga vinsttimenn einir að manna hið opinbera, aðhaldslausir?
Geir Ágústsson, 14.5.2020 kl. 20:50
Það er líka mjög sniðugt að ráða svona 10.000 blaðafulltrúa í viðbót hjá ríkinu. Þeir kaupa líka ýsuflök.
Þorsteinn Siglaugsson, 14.5.2020 kl. 23:22
Grímur,
Saga þín kemur mér ekkert á óvart. Raunar hef ég séð allar útgáfur:
- Fyrirtækið rekur eigin IT-deild
- Fyrirtækið úthýsir öllu IT
- Fyrirtækið prófar að setja allt IT-support í "fjarfundi" svo starfsfólkið þarf sjálft að róta í snúrum og innstungum
- Einhver blanda
Sama hvað þá er IT alltaf stór útgjaldaliður. Stundum er hægt að stækka hann hægt og rólega með vinaráðningum. Stundum keyra IT-deildir út risastór verkefni sem eiga að gera allt frábært.
Besta IT-deildin er samt sú sem þarf að gera sem minnst.
Innan hins opinbera er sennilega auðvelt að þenja sig út sem konung með óútfylltan tékka.
Geir Ágústsson, 15.5.2020 kl. 06:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.