Föstudagur, 1. maí 2020
Verðleikar og hagfræði
Atvinnurekandi nokkur ákveður að ráða í tvö störf:
1) Ræstitækni, og býður 200 þús./mánuði
2) Forritara í bakvinnslu á hugbúnaðarkerfi og býður 750 þús./mánuði
Í fyrra starfið fær hann 100 umsóknir, og allir umsækjendur eru þannig séð hæfir á meðan þeir hafa hreint sakarvottorð.
Í seinna starfið fær hann 10 umsóknir og metur 5 umsækjendur hæfa.
Stendur hann ekki frammi fyrir ákveðnu vali? Jú auðvitað.
Tökum annað dæmi: Neytandi nokkur stendur fyrir framan búðarhillur og þarf að ákveðna sig:
1) Box af lífrænt ræktuðum jarðarberjum frá Spáni fyrir 2000 kr./100 gr.
2) Dós af niðursuðutómötum frá óskilgreindu landi fyrir 20 kr./100 gr.
Stendur hann ekki frammi fyrir ákveðnu vali? Jú auðvitað.
Þetta gleymist kannski í allri umræðu um kjarabaráttu. Ég er sennilega niðursuðudós meðal þeirra sem vantar mína menntun og reynslu (þéna nokkurn veginn meðallaun þeirra sem falla að mínum starfsaldri og menntun). Næsti maður er kannski lífrænt ræktuð ferskvara. Hvað get ég gert í því? Annaðhvort ekkert eða ýmislegt - það veltur svolítið á sjálfum mér.
Kjarabarátta er ekki bara spurning um að heimta og fá. Hún snýst líka um að sýna fram á verðmætasköpun fyrir þann sem borgar brúsann.
Kannski hafa veirutímar snúið öllu á haus og varpað hagfræðinni fyrir borð, en ég efast.
![]() |
Metum störf kvenna að verðleikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:28 | Facebook
Athugasemdir
Svo er það útvistun sem virðist algjört töfra orð hjá Upplýsingatæknideid Reykjavíkurborgar.
Fjöldi fólks rekið löngu áður en búið er að sjá hvaða verð útvistunaraðilarnir ætla að bjóða fyrir að sinna störfunum þeirra brottreknu. https://reykjavik.is/utbod/14800-microsoft-rekstrarthjonusta-ees
Grímur (IP-tala skráð) 1.5.2020 kl. 21:29
Eru ekki menn að dansa í kringum þetta, eins og kettir um heitan graut?
Er þetta ekki í raun spurning um framboð og eftirspurn. Einnig fyrir starfsmenn ... pólitík skiptir miklu máli, í öllum tillfellum. Því pólitík er einnig "velvild" í eigu fyrirtækja, sem einnig skapar verðmæti. Oft getur þetta skipt meira máli, en "hæfni" umsækjenda.
Tökum eitt dæmi, Vigdísi Finnbogadóttur. Allir fyllast stolti, þegar minnst er á hana og mynnast þess að erlendir aðilar hafi talað um Ísland ... af því einu saman að konan var "kvenn-forseti". Sem forseti, var konan algerlega verðlaus ... sem auglýsing út á við, innan ákveðinna hópa ... skipti það meira máli, en hæfni og réttur einstaklinga innan landsins.
Örn Einar Hansen, 2.5.2020 kl. 09:39
Auðvitað er þetta spurning um framboð og eftirspurn og ekkert annað. Öll inngrip í slíkt leiða annaðhvort til skorts (skort á störfum eða vinnuafli) eða offramboðs sem þrýstir á verðlag.
Geir Ágústsson, 2.5.2020 kl. 11:05
Já, á endanum er þetta spurning um framboð og eftirspurn, en í rauninni ekki um verðmætasköpun. Ef forritarar biðu í röðum eftir að fá vinnu myndu laun þeirra lækka myndarlega. Ef ræstingafólk væri af mjög skornum skammti myndu laun þess hækka myndarlega. Það er í sjálfu sér ekkert náttúrulögmál að forritarar hafi hærri laun en ræstingafólk, en raunveruleikinn er bara sá að kunnáttuna sem þarf til ræstinga hafa nánast allir, en fáir kunna að forrita.
Þorsteinn Siglaugsson, 2.5.2020 kl. 15:20
Þorsteinn,
Hjartanlega sammála. Eins má ekki vanmeta breytingar. Forritun verður kannski verðminni seinna og ræstingar flokkaðar sem áhættugrein sem fáir eru til í.
Geir Ágústsson, 2.5.2020 kl. 15:40
Þorsteinn, og Geir. Þetta er ekki alveg rétt. Hver sem er, getur stundað ræstingarvinnu, eins og þú geir, komst sjálfur að orði. Forritarinn, sem fær ekki vinnu getur alltaf farið í ræstingarvinnu ... ræstingarkonan, getur ekki alltaf gefið sig fram sem forritari.
Þannig er samlíking ykkar, ekki rétt ... framboð og eftirspurn, er rétt ... en það er ekki nóg að Jón gefi sig út sem forritara ... han þarf að hafa orðspor sem slíkur, einnig. Ræstingarkonan, krefst einskis orðspors ... vinna hennar krefst einskis ... hver sem er, getur stundað hennar starf.
Framboð og eftirspurn, inniheldur einnig kunnáttu ...
Örn Einar Hansen, 2.5.2020 kl. 18:15
Örn,
Góður punktur!
Það geta allir unnið við að þurrka af hillum - líka 9 ára sonur minn og jafnvel 2 ára dóttir mín. Að gera það vel, í öllum hæðum og með réttum efnum - önnur saga. En sumt geta flestir, og sumt geta fæstir.
Ég hef, síðan ég útskrifaðist sem verkfræðingur, þrifið gólf, borið út póst og keyrt út póst. Þar keppti ég við marga um störfin og þáði frekar lág laun. Þegar ég fékk vinnu sem verkfræðingur fór ég að keppa við aðra verkfræðinga sem eru töluvert smærri hópur og þiggur hærri laun. Svo það sem þú segir hittir beint í mark.
Geir Ágústsson, 2.5.2020 kl. 19:09
Ég held að þú sért ekkert ósammála okkur Örn
Þorsteinn Siglaugsson, 2.5.2020 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.