Mánudagur, 6. apríl 2020
Þegar lækningin er banvænni en sjúkdómurinn
Nú ríkir heimsfaraldur. Hann er að mörgu leyti sérstakur því menn vita ekki alveg nógu mikið um hann, ólíkt hinum árlega heimsfaraldri inflúensu sem dregur þó stóran hóp einstaklinga í dauðann í hvert skipti sem hann lætur á sér kræla.
Yfirleitt hafa viðbrögðin verið þau að reyna hægja á útbreiðslu vírussins með því að loka hinu og þessu og segja fólki að halda sig frá öðru fólki. Þannig megi hlífa heilbrigðiskerfinu með því að dreifa óumflýjanlegu smitinu yfir lengri tíma.
Afleiðingin er fyrirsjáanleg og þekkt: Atvinnuleysi og niðurbarið hagkerfi.
Til mótvægis segja menn að það sé verið að bjarga lífum.
Því til andmæla má nefna að hrunið hagkerfi er líka banvænt. Fólk er gert fátækt, úrræðalaust og örvæntingarfullt. Þetta hefur ekki bara afleiðingar fyrir bótakerfi og slíkt heldur líka fyrir ólöglega iðkun. Hinn svarti markaður fær sannkallaða innspýtingu. Vandamál fátæktar margfaldast, t.d. ásókn í vímuefni, börn sem flosna upp úr námi og fólk sem lendir á götunni.
Það er því fullkomlega réttmætt að spyrja sig: Er lækningin nú orðin banvænni en sjúkdómurinn?
Málum þetta aðeins svart og hvítt:
Vírusinn fær að leika lausum hala (eða allt að því) og ná til nánast allra. Flestir læknast á eigin spýtur, sumir þurfa að leita til spítala og aðrir einfaldlega deyja.
Hinn kosturinn er sá að fylgja núverandi línu: Vírusinn smitast mun hægar á meðan börn komast ekki í skóla og leikskóla, vinnandi fólk verður atvinnulaust og ríkisvaldið safnar stórkostlegum skuldum sem lamar það í framtíðinni.
Millivegurinn, t.d. sænska leiðin, finnst auðvitað, en er sjaldgæf undantekning.
Stjórnmálamenn þurfa að hugsa sig vel um núna. Það er óvissuástand og ennþá margar óþekktar breytur á sveimi. Kannski eru menn að sammælast um lyf sem virka nægjanlega vel - með eða án aukaverkana - til að losa eitthvað um takið. Stjórnmálamenn elska auðvitað að baða sig í athyglinni á meðan skoðanakannanir sýna auknar vinsældir við eitt eða annað en pössum okkur á að láta það ekki ráða ferðinni.
Persónulega vildi ég óska þess að vera búsettur í Svíþjóð núna. Ég ræddi við sænskan samstarfsmenn um daginn sem þakkaði fyrir að geta sent börn sín í skóla og leikskóla og að geta haldið uppi sæmilega eðlilegu lífi (að vísu vinnandi heima frá sér). Smitið fær að ganga hraðar yfir en víðast hvar, heilbrigðiskerfið hefur verið eflt og menn fylgjast vel með tölunum.
Íslendingar tóku upp sænsku leiðina í vændismálum. Vonandi gera Danir og Íslendingar það sama í vírusmálum.
Ég vil að þetta sé rætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú þegar hafa fleiri látist á Indlandi vegna viðbragðanna en vegna sjúkdómsins.
Þorsteinn Siglaugsson, 6.4.2020 kl. 19:30
Eru læknar ekki að gefa malaríu lyfin á Íslandi er það út af því að menn fá aukaverkun en deyja án aukaverkunar ef þeir fá ekk þessi lyf Malaríulyfin voru alltaf með aukaverkun þegar þau voru notuð hér áður svo það er ekkert nýtt.
Valdimar Samúelsson, 6.4.2020 kl. 20:07
Ég hef enga þekkingu á lyfjum, en að því er sýnist þá hefur tekist að ráða niðurlögum ýmissa erfiðra sjúkdóma með lyfjum og fyrirbyggjandi bólusetningum, en það getur tekið tíma að þroska þannig verk.
Það gæti því verið skynsamlegt að reyna að fresta sýkingum þar til kunnátta til að verjast þessum vágesti, Wuhan veirunni frá Kína er fundin.
En veiran sú stafar líkasttil af kínverskum sóðaskap og al áti, en þó er mögulegt að um sé að ræða leka úr efna vopna smiðju Kínverja, sem leynt og ljóst stefna í sömu átt og Hitler, Stalín og ESB.
Hrólfur Þ Hraundal, 6.4.2020 kl. 23:12
Þorsteinn,
Ég trúi því! Það er inn í minni deild sem vinnur frá Indlandi. Það var mikið lagt á sig að koma upp aðstöðu fyrir hann heima hjá sér en samt hrjáir hann léleg bandbreidd svo hann vinnur á kvöldin og nóttunni. Flestir í hans aðstöðu hefðu sennilega bara verið sendir heim í launalaust leyfi, eða reknir.
Valdimar,
Það er eins og viðhorf sumra sé að þar til fullkomin, hliðarverkanalaus lausn hefur fundist þá þurfi allir að vera heima hjá sér, sem er glapræði. Svíar halda sínu hagkerfi í gangi og reisa um leið neyðarsjúkrahús með hundruðum rúma. Það á eftir að virka vel.
Hrólfur,
Ég styð það sosem að menn stígi varlega til jarðar. Segjum t.d. sem svo að það finnist lyf sem slái á veiruna og duga fyrir eldra fólk svo það geti læknast heima hjá sér með svefni og góðu mataræði. Þá má fara að hleypa ættingjum aftur í heimsókn finnst mér. En á meðan er skynsamlegt að hlífa þeim sem eru veikastir fyrir, svo sem eldra fólki, sykursjúkum og fólk með ýmsa öndunarsjúkdóma.
Að Kínverjar hafi viljandi sleppt út veiru eða búið hana til á stofu skal ég ekki segja. Það skiptir í raun ekki máli sem stendur.
Geir Ágústsson, 7.4.2020 kl. 06:42
Já, bandbreiddin er gjarna vandamál. Ég er með starfsemi á Indlandi og við borgum morð fjár fyrir góða nettengingu. Nú eru sumir úti í sveit og þá er tengingin áskorun.
Sammála þér með Svía. Þeir hafa ekki panikkerað. En það verður erfiðara og erfiðara að halda haus því almennt skilur fólk ekki gögnin og misles þau. Dæmi: Í Svíþjóð hafa nú hlutfallslega fleiri látist úr sjúkdómnum en t.d. á Íslandi og í Noregi. Og þá hrópar fólk upp yfir sig að Svíar séu að gera eitthvað rangt. En staðreyndirnar eru: 1. Svíar skima bara þá sem eru komnir með mikil einkenni. Fjöldi greindra er því miklu lægri og hlutfallið því hærra. 2. Faraldurinn gengur hraðar yfir í Svíþjóð. Á endanum verður dánartíðnin mjög svipuð á öllum Norðurlöndunum. Tekur bara lengri tíma í hinum löndunum.
Þorsteinn Siglaugsson, 7.4.2020 kl. 10:52
Sammála ykkur það eru efnhags gúrúar hér í USA sem telja að efnahagshrun verði ef ekki verði létt á stofufangelinu,fljótlega, sem verði verri en hrunið á áratugnum 1930.
Annars er ég farinn að skilja hvað þetta Dr. Fyrir framan þessa gúrúa stendur fyrir, dálítið ruglaður. Sem dæmi má nefna Dr. Fauci og Dr. Birx, þau voguðu sér að telja Bandarisku þjoðini i trú um að það mundu 1.5 til 2.2 miljonir drepast af Wuhan Chineese Media veirunni og allir voru settir i stofufangelsi.
Nokkru seinna þá komu þessi sömu dálítið rugluðu hjú með aðra áætlun, Oh dauðsföll verða ekki nema 100 til 200 þúsund, eru þetta einhver vísindi? Eða bara dálítið ruglað fólk?
Án Wuhan Chineese Media veirunnar drepast 157 þúsund Bandaríkjamenn á mánuði af ýmsum ástæðum. Og engin stofufangelsi.
Sem dæmi þá eru 590.925 íbúar í Montgomery Coumty Texas. Þann 6. apríl 2020 voru staðföst smit 161, dauðir 3, þeir sem höfðu náð sér 26.
Þau sem drápust voru 92 ára karlmaður og hjón yfir 80 ára.
Stofufangelsi var sett hér fyrir tveimu vikum og þá hafði enginn drepist. Það er reiknað með að fjöldinn allur af fyrirtækjum fari í gjaldþrot og þúsundir fólks verði atvinnulaus. Er eitthvað vit í þessu?
Svíar hafa ekki verið i miklu uppáhaldi hjá mér í gegnum árin, en að þeir skuli stjórna með raunsæi en ekki einhverjum vitleysis tilfinningum er stór furðulegt. Ég held að þetta sé i firsta skipti sem eg er 100% sammála Svíum.
Kveðja frá Montgomery Texas
Jóhann Kristinsson, 7.4.2020 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.