Vírus-hagfræði

Verð á sótthreinsivökva hefur rokið upp úr öllu valdi í Svíþjóð og nemur hækkunin allt að 1000%.

Þetta eru góðar fréttir því þá gerist eftirfarandi:

  • Framleiðsla og sala verður ábatasamari og því mikið í húfi að hafa nóg til sölu
  • Fleiri sækja inn á markaðinn og framboðið eykst. Áfengi fer frá bjór í spritt, svo dæmi sé tekið
  • Neytendur verða nægjusamari og því líklegra að það sé til eitthvað fyrir alla í stað þess að fáir eigi allt

Verð ræðst af framboði og eftirspurn. Ef verð hækkar ekki við aukna eftirspurn á óbreyttu framboði þá tæmast hillur. Ef verð lækkar ekki þegar eftirspurn minnkar á óbreyttu framboði þá seljast vörur ekki.

Köllum þetta vírus-hagfræði því hún á svo sannarlega við á þessum tímum um fjölmarga hluti.


mbl.is 1000% verðhækkun á spritti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eða:

Verð á sótthreinsivökva hefur rokið upp úr öllu valdi í Svíþjóð og nemur hækkunin allt að 1000%.

Þetta eru slæmar fréttir því eftirfarandi hefur gerst:

    • Framleiðsla er fullnægjandi en sala hefur færst yfir á aðila sem hamstra og stjórna framboði. Hagnaður þeirra er mestur ef þeir geta skapað skort, og því mikið í húfi að hafa lítið til sölu.

    • Fleiri sóttu inn á markaðinn en eins og fyrir töfra dróst framboðið saman. Áfengi fer frá bjór í spritt til að mæta eftirspurn en framleiðendur stjórna ekki versluninni. Meira er framleitt en minna fer í sölu.

    • Neytendur eru sviknir og ekki allir fá það sem þeir þurfa.

    Verð ræðst af handstýrðu framboði og ófullnægðri eftirspurn. Ef framboð eykst ekki við aukna framleiðslu þá fyllast einhverstaðar geymslur og niðurföll fá nýtt hlutverk. Ef eftirspurn minnkar þá eykst framboðið, verðið lækkar og hagnaður minnkar. Þá er skapaður skortur á andlitsgrímum eða líkkistum og leikurinn endurtekinn.

    Köllum þetta vírus-hagfræði, kórónu-frelsi eða Covið-kapítalisma því hún á svo sannarlega við á þessum tímum um fjölmarga hluti.

    Vagn (IP-tala skráð) 3.4.2020 kl. 19:48

    2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

    Ég myndi ekki endilega segja að það sé gott að verð sveiflist mikið. Það veldur vissum óþægindum. En það er hins vegar auðvitað rétt að þegar verð hækkar má reikna með að framboð aukist.

    Og framboð er vitanlega ekki handstýrt. Eða hver ætti það að vera sem handstýrir því?

    Þorsteinn Siglaugsson, 4.4.2020 kl. 13:09

    3 Smámynd: Geir Ágústsson

    Verðlag er frábær vísbending um hvar er skortur, þ.e. hærri ávöxtun af starfsemi en í flestu öðru, sem lokkar fyrirtæki inn. Adam Smith talaði um myndlíkinguna ósýnilegu höndina, sem er frábær.

    En það er líka sannleikskorn í ranti Vagns: Ríkið getur ryksugað upp birgðir og lagt á verðlagshöft.

    Geir Ágústsson, 4.4.2020 kl. 15:09

    4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

    Eins og oft eru fróðlegar umræður hér.  Ég er staddur í Eistlandi.  Hér eru að mörgu leyti minni hömlur en annars staðar, ef til vill að hluta til vegna þess að ör kommúnismans eru dýpri hér er víða annars staðar.

    Hér eru vissulega takmörk á sölu áfengis, en minni en víða annars staðar.

    Bannað er að selja áfengi í verslunum á milli 22:00 og 10:00.  En hér eru ekki takmörk á því hvað áfengi má vera sterkt.

    Þannig er 80% vodki í hillum matvöruverslana hér, og hefur engin skortur verið á slíku.

    Margir, þar á meðal ég, nota slíka vöru til að sótthreinsa það sem þeir telja þörf á.

    Það er engin sparnaður fólgin í því að kaupa svo sterkan vodka, enda álagning ríkisins, líkt og víða annars staðar á hvert %stig.

    Þannig kostar líter af 40% vodka, nokkurn veginn helming af því sem 80% vodki kostar.

    Það er enginn að kaupa 8ö% til að spara.

    Akkúrat núna, er reyndar hlutfallslega dýrara að kaupa 80%.

    En það er rík ástæða til að auka frelsi á hvað varðar sölu á áfengi.

    Skoðið bara "hringekju" fyrirkomulagið innan "Sambandsins", hvað varðar sölu á áfengum drykkjum, og hvernig það stýrir "ferðalögum" og kaupum á áfengi.

    Áslaug Arna er eins og ferskur andvari í Íslenskri pólítík hvað þetta varðar.

    G. Tómas Gunnarsson, 4.4.2020 kl. 16:08

    5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

    Vona bara að þú haldir haus í þessu vodkarúsi Tómas.

    Kommarnir myndu segja að Áslaug væri eins og "ferskur" andvari út úr róna :)

    En ég er alveg sammála þér. Og sama hvað Píratar og annað lið hamast við að ráðast á hana með kvenfyrirlitningu og aldursfordóma að vopni þá stendur hún keik!

    Þorsteinn Siglaugsson, 4.4.2020 kl. 20:07

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband