Allir vinna, 2. hluti

Á tímum farsótta, sóttkvía og tímabundinna erfiðleika er oft gott að reyna róa hugann og sjá stóru myndina. Núna gengur vírus yfir heimsbyggðina og allt kapp lagt á að hægja á útbreiðslu hans. Á meðan er samfélagi flestra ríkja haldið í einskonar gíslingu með tilheyrandi skaðlegum áhrifum á hagkerfið. Þetta mun auðvitað ganga yfir en engu að síður er athyglisvert að sjá þau úrræði sem gripið er til svo gjaldþrotahrinan verði ekki óstöðvandi, eins og vírusinn að einhverju leyti er.

Í ríkjum eins og Danmörku, Íslandi og víðar hafa yfirvöld blásið til mótvægisaðgerða til að koma til móts við suma af þeim sem finna fyrir efnahagslegum áföllum á meðan fyrirtækjum er haldið lokuðum og fólki heima. Að stórum hluta snúast slíkar aðgerðir um að slaka á skattheimtunni. Slíkt á að hafa örvandi áhrif og bæta efnahag fólks og fyrirtækja. Undir það má auðvitað taka en ef skattalækkanir á veiru-tímum hafa örvandi áhrif af hverju mátti þá ekki framkvæma þær á heilbrigðari tímum?

Þetta minnir á orð fráfarandi fjármálaráðherra í vinstristjórn sem var vitnað í á kreppuárinu 2011 á eftirfarandi hátt: „Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að átakið Allir vinna, sem veitir endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna byggingaframkvæmda, hafi tekist einstaklega vel. Þessi skattaívilnun skilar líklega meiru í ríkissjóð en ella.“

Núna boðar flokkssystir hans, forsætisráðherra, svipaða hagfræði.

Allt er þetta gott og blessað og sýnir okkur að allir eru í raun sammála um að mikil skattheimta er letjandi fyrir hagkerfið og dregur þrótt úr atvinnulífinu. Á góðæristímum er þessu innsæi samt sópað undir teppið. Þá skal vera eitthvað fyrir alla og skattar skrúfaðir upp í rjáfur til að fjármagna bruðlið.

Kannski veiru-tímar kenni okkur eitthvað um forgangsröðun: Að úr því ríkisvaldið vill standa í rekstri á heilbrigðiskerfi (beint eða óbeint) þá sé mikilvægt að það sé í forgangi. Að milljarðar sem renna í gæluverkefni græningja og femínista og fleiri slíkra séu loksins afhjúpaðir sem sóun á verðmætum sem hefðu geta runnið í eitthvað mikilvægara. 

Um leið væri hægt að slaka varanlega skattheimtunni og örva hagkerfið alla daga ársins og búa það undir ýmis áföll sem óumflýjanlega ganga yfir bæði ríki og heimsbyggð. 

Ef sú veira sem heitir aðdáun á gæluverkefnum hins opinbera nær að bugast um svipað leyti og hin kínverska veira þá verðu kannski langtímaávinningurinn stærri en fórnarkostnaður úrræðanna.

Þessi grein birtist áður í Morgunblaðinu, 31. mars 2020, og er aðgengileg áskrifendum blaðsins hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Það er synd, og skömm að það tók svo mörg líf til að fólk geri sér grein fyrir því að græningjar og feminista draumurinn er heimska. Kanski ekki heimska, en ekki það sem gildir. Fólk eins og sænska Greta, hugsar ekki um manslíf ... heldur telur hún meira virði, að vírusar og bakteríur fái að þróast í náttúrunni án þess að menn leggi sig í.

Örn Einar Hansen, 31.3.2020 kl. 16:33

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarne,

Það getur vel verið að hugmyndafræði Gretu sé mannfjandsamleg en ég held kannski ekki að hún sé það persónulega. Hún telur kannski bara að það sé hægt að hætta að nota kol, olíu, gas, kjarnorku og mykjubruna án þess að fólk deyi í hrönnum - að í staðinn komi hvítmálaðar vindmyllur og gylltar sólarsellur. Það er rangt en hún veit það ekki, ólíkt æðstuprestunum sem flytja henni fagnaðarerindið.

Geir Ágústsson, 31.3.2020 kl. 17:05

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Geir, þetta er vel athugað.  Er alveg sammála að persónulega sé Greta ekki þessarar skoðunar, og er að öllum líkindum óvitandi þess efnis. En sannleikur málsins er að hún er vopn í höndum manna, sem lengi hafa haldið að það þurfi að fækka mankyninu.

Örn Einar Hansen, 1.4.2020 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband