Minnsti hiksti banvænn

Nú keyrir vírus yfir heiminn og aðgerðir vegna hans munu ýta hagkerfum flestra ríkja út í samdrátt, atvinnuleysi, skuldasöfnun og stöðnun.

Er þá hægt að kenna vírus um niðursveiflu? Já kannski, en þegar hagkerfi flestra ríkja eru svo heilsutæp var bara spurning um tíma hvaða hiksti kom upp á til að senda þau í sjúkrarúm.

Síðan 2008 hefur lítið verið gert til að koma í veg fyrir að spilaborg peningaprentunar hrynji við minnstu vindkviðu.

Fjármálakreppan sem hófst haustið 2008 er ekki búin. Henni hefur bara verið haldið í skefjum. Maður sem drekkur frá morgni til kvölds fær ekki timburmenn. Það er læknisráðið sem menn lærðu haustið 2008.

Það má kannski kenna vírus um að gríðarlega skuldsett, svimandi skattlögð og kæfandi regluvædd hagkerfi upplifðu niðursveiflu. En það er þá bara heppileg átylla. Niðursveiflan var óumflýjanleg. Það vantaði bara einhvern til að hrópa á keisarann að hann væri nakinn.

Því miður mun vírusinn enn frekar styrkja kverkatak stjórnmálamanna á samfélagi og hagkerfi. Því miður munu flestir láta heilla sig af stríðsópi yfirherra okkar sem heimta meiri völd í skiptum fyrir meira öryggi. 

COVID-19 fer í sögubækurnar, af mörgum ástæðum.


mbl.is Kreppan verði verri en sú síðasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það gæti kannski bjargað einhverju ef ríki taka uppá því að fara á hausinn, helst með tilheyrandi borgararstríði.

Svoleiðis gæti re-settað kerfið.

Kannski.

Á meðan þeir geta reddað sér með peningaprentun heldur fíflaríið áfram.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.3.2020 kl. 18:33

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er þá kannski heppilegt að hafa ekki gert nein plön sem gera ráð fyrir að hafa aðgang að sparnaði, því skuldsetning verður áfram leiðin að lausafé. 

Geir Ágústsson, 28.3.2020 kl. 19:31

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Vid skulum bída, thangad till thessi "faraldur" er yfirstadinn. Sem mun vera í Júni. Tha munum vid hafa nád "herd immunity".

Thá er tími til, ad taka á yfirvöldum og velja nýja leidtoga. Taka á Kína, og einnig evrópskum yfirvöldum fyrir thau ósköp sem thau leifdu ad koma yfir okkum.

Gleymum aldrei theim föllnu.

Örn Einar Hansen, 28.3.2020 kl. 20:38

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Draumastaða stjórnmálamannanna og einskisnýtu bjúrókratanna er runnin upp.

 Vonandi nær pöpullin að sjá í gegnum og síðan rísa upp gegn valdagræðginni.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 29.3.2020 kl. 00:20

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvernig stendur t.a.m. á því að það tekur marga daga að greina orsök dauða erlends ferðamanns á Íslandi, sem lést á Húsavík, en hægt er að fullyrða hvern einasta dag, að þeir sem létust á Ítalíu, hafi látist úr veirunni og sú niðurstaða liggur fyrir samdægurs?

 Ég bara spyr.

 Hvað eru dauðsföll í dag langtum fleiri en í venjulegu árferði inflúensu?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 29.3.2020 kl. 00:40

6 Smámynd: Örn Einar Hansen

Halldór, nei dauðsföllin eru enn sem komið er mun færri en í influenzu. Þar sem dauðsföll árlega, eru á milli 100 og 600 þúsund manns.

Mismunurinn hér, er hvað menn á bak við tjöldin "vita" að gerðist í Kína en sögðu aldrei frá. Núna koma vitnisburðir manna ... hugsaðu þér, eitt dæmi ... einhver milli, fékk veiruna og innan þriggja daga ... hafði kommúnistaflokkurinn náð í einhvern, sem "viljugur" (heiladauður), gaf bæði lungun sín. Taktu inn í dæmið, hvað það tekur langan tíma að "hitta" sambærilegan einstakling meðal þeirra sem urðu fyrir "óhappi" (1 af miljón, jafnvel færri). Þetta segir þér, hversu "dómbærilegir" ráðamenn í Kína eru, og annars staðar, jafvel á Íslandi sem vita þetta en hjálpa til að fela það. Þeir fá jú blóð-peninga frá Kína, eða Soros (Vona að Soros vakni upp og hætti að styðja komma, frekar en nazista). Upp hafa komið vitnisburðir frá Kína, sem benda til að raunverulega tölur um dauða er að minsta kosti 100 sinnum fleiri en gefið er upp.  Tölur segja að 21 miljón manna hafa horfið af símnetinu. Meir en tíu þúsund börn, eru algerlega munaðarlaus (enga föreldra eða ættingja). Raðir fyrir utan allar utfararstöðvar, og líkbrennzlustöðvar til að fá ættingja eru í þusundum manna. Vitni hefur komið fram, og sagt að í einni ferða af fleiti tugum, voru 2500 kassar með brunaleifum líka í bílnum.

Þetta gefur þér bara "hugmynd" um það hvað raunverulega gerðist þar. Á sama tíma hundsum við hér, hin raunverulegu vísindaniðurstöður í Kína. Þar kemur í ljós að veiran í sumum tillfellum er "aerosol". Að hún finnst í fljótinu við Wuhan. Að hún gæti líklega hafa borist til Evrópu, í hinum geigvænlu stormum sem hafa verið í Wuhan héraði á þessum tíma og borist þannig með rigninu og snjókomu, til skíðasvæðanna.

Í stað þess, að nota "raunveruleg" vísindi og staðreyndir, sem Kínverjar í Wuhan hafa safnað. Ganga Íslensk alríkis-völd, og önnur slík í Evrópu að dæmi kommúnista og nazista. Þar sem "fórnarlömbin" eru lokuð inni og látin deyja drottni sínum, til að frelsa þá lifandi.

Að Trump, sem meir eða minna er orðinn stór klikkaður af "valdasýkn" gangi upp í að vera "war-time-president", sýnir bara hversu auvirðulegur þessi tittlingaskítur er.

Með alla þá tækni sem við höfum, með alla þá reyndu og bestu lækna veraldar og vísindi nokkurra tíma.  Þá stöndum við hér og horfum upp á "bjúrókrata" sem berja sér á brjóst, fyrir að loka fólk inni.  Eða "leiðtoga" Evrópu, sem fara í "þykistu" innilokun, til að forðast almanna tengsl og bjarga sjálfum sér.

Á síðustu hundrað árum, höfum við hrækt á og gert lítið úr þjóðverjum, fyrir að hafa hlítt nazistum. Hvað gerum við sjálf nú? Við sitjum í sófa okkar, og horfum á presta deyja á Ítalíu, vegna þess að þeir sitja við dánarbeð sjúklinga og gjalda þess með lífinu.

Höfum við ástæðu til þess, að krítisera þjóðverja? Nei ... við erum ekkert betri.  Það á við mig, sem aðra.

Örn Einar Hansen, 29.3.2020 kl. 11:08

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þessi flensa er líklega aðeins hættuminni en inflúenza. Það sem blekkir fólk er að það hefur alveg farist fyrir að gá hvað margir eru í raun og veru smitaðir af flensunni. Það er bara gáð þegar fólk er komið með einkenni. Bresk sóttvarnaryfirvöld sögðu um daginn að líklega væru 35 sinnum fleiri smitaðir en hafa verið greindir. Hérlendis, miðað við niðurstöður ÍE um daginn voru það líklega 15 sinnum fleiri.

Þetta merkir að dánarhlutfallið er ákaflega lágt.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.3.2020 kl. 00:49

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

"Sænska leiðin" er hér afskaplega áhugaverð nálgun. Menn fylgjast spenntir með þróun mála þar.

Geir Ágústsson, 31.3.2020 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband