Því meira heilbrigðiskerfi, því betra

Heilbrigðisþjónusta er svolítið sérstök þjónusta að því leyti að því meira sem er af henni, því betra. Auðvitað getur hún ekki sogað til sín 100% af verðmætum samfélagsins en það er erfitt að sjá hvenær viðbót við heilbrigðisþjónustu leiðir ekki af sér einhvern ávinning. Til dæmis er alltaf gott að hafa enn betra aðgengi að lækni, fá enn meira eftirlit með heilsufari sínu og fá enn hraðari aðgang að sjúkrarúmi ef og þegar þess gerist þörf.

Það er því einkennilegt að fylgjast með því þegar yfirvöld reyna beinlínis að draga úr heilbrigðisþjónustu og standa svo uppi með skort á henni þegar tímabundið álagstímabil kemur upp.

Sem dæmi má nefna aðgengi að liðskiptaaðgerðum. Í stað þess að nýta fé skattgreiðenda til að byggja upp enn meiri heilbrigðisþjónustu (með því að stunda viðskipti við innlenda aðila sem geta framkvæmt nauðsynlegar aðgerðir) er peningunum fleygt í flugmiða og erlenda aðila sem veita nákvæmlega sömu þjónustu, en bara eftir að sárþjáðir einstaklingar hafa beðið svo mánuðum skiptir á biðlista. 

Vonandi fer af stað hugarfarsbreyting núna. Það liggur mikið við. 


mbl.is Einkarekna kerfið tekur þátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband