Sérfræðingar

Nú eru furðulegir tímar. Vírus gengur laus og yfirvöld allra ríkja, og framkvæmdastjórnir fjölríkja samtaka, leita allra leiða til að bregðast við því.

Yfirleitt er fólki sagt að fylgja leiðbeiningum og fyrirmælum yfirvalda. Þau hafa jú aðgang að bestu sérfræðingunum og klárasta fólkinu. 

En það er kannski ekki nógu gott.

Hvernig á til dæmis að melta það að færustu sérfræðingar mismunandi ríkja eru ekki alltaf sammála? Í einu ríki er sett á ferðabann, skólum lokað og fólki sagt að halda sig heima við. Í öðru eru skólar opnir svo fólk geti haldið áfram að vinna og auðvitað viðbúið að einhverjir veikist en að það sé óumflýjanlegt - betra sé að koma á hjarðónæminu sem fyrst og auðvitað að hafa getuna til að taka við þeim sem veikjast illa.

En þá má auðvitað segja að fólk eigi að fylgja ráðum yfirvalda í því ríki sem það býr í. Sértu Dani áttu að vona að Svíunum skjátlist í sinni nálgun, og öfugt. 

Ég er ekki að mæla með því að ganga gegn ráðum yfirvalda í því ríki sem maður er staddur í. Ég er einfaldlega að benda á að færustu sérfræðingar eru alls ekki allir á sama máli. Jú, það er gott ráð að dreifa smittímabilinu til að tryggja næga getu heilbrigðiskerfisins, en sumir segja að það eigi að gera með innilokun en aðrir með því að leyfa hraustu og heilbrigðu fólki að einfaldlega fá veiruna, læknast af henni og hætta þar með að vera smitberar. 

Í Danmörku, þar sem ég bý, má enn sem komið er fara út úr dyrum, versla í stórmörkuðum og apótekum og viðra ungviðið á meðan það myndast ekki hópar. Kannski breytist það í dag eða á morgun eða hinn og ekki annað að gera en hlýða því eða hætta á lögregluheimsókn og jafnvel sektir. Þá það. Þetta eru furðulegir tímar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Auðvitað eru þeir ekki á sama máli. Í fyrsta lagi er í rauninni lítið vitað um þetta ennþá. Það veit til dæmis enginn hversu margir eru smitaðir í raun og veru enda er mjög ólíkt milli landa hvernig skimanir eru framkvæmdar og hversu mikið búið er að skima. Í öðru lagi er afkastageta heilbrigðiskerfisins misjöfn. Sums staðar er látið nægja að setja fólk í heimasóttkví og setja á samkomubann eins og hér, jafnvel þótt búið sé að greina mjög marga hlutfallslega. Annars staðar eru gerðar miklu harðari ráðstafanir. Á Indlandi eru t.d. mjög fáir greindir með smit ennþá, en samt er búið að stöðva vegabréfsáritanir til útlendinga, loka áveðnum héruðum, stöðva almenningssamgöngur og svo framvegis. Það er vegna þess að verið er að reyna að fyrirbyggja útbreiðsluna sem allra fyrst enda vita menn að heilbrigðiskerfið hefur litla möguleika til að bregðast við ef alvöru faraldur brýst út.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.3.2020 kl. 11:11

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það mætti kannski snúa þessu við og segja:

Alvöru faraldur hefur brotist út. Miklu, miklu fleiri eru smitaðir en prófanir sýna og fjöldi símtala til lækna bera vott um. Veiran hefur náð rækilegri útbreiðslu en hún hefur einfaldlega ekki verið jafnskaðvænleg og menn óttast.

Að því sögðu er samt gott að hafa varann á og halda þeim veikustu í skjóli.

Ég auglýsi hér með eftir tölfræði frá "venjulegu" inflúensu-tímabili: Álag á heilbrigðiskerfi, fjölda dauðsfalla og þess háttar. 

Geir Ágústsson, 20.3.2020 kl. 11:43

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ef við tökum bandaríkin

https://www.cdc.gov/flu/pandemic-resources/1918-commemoration/pandemic-preparedness.htm

Frá CDC sjálfum, 12-60 þúsund dauðsföll árlega.

Og, bara til að upplýsa menn ... þessi veira hefur fengið nýtt nafn.

CCP-Veiran

China-Communist-Party-veiran.

Örn Einar Hansen, 20.3.2020 kl. 16:47

5 Smámynd: Hörður Þormar

Oft er ekki til nein algild lausn á vandamálum. Dæmi um slíkt er sóttin sem nú herjar  heimsbyggðina, þar eru ýmsar leiðir lagðar til en engin er gallalaus.

Sérfræðingum er þó best treystandi til að framkvæma það sem þeir hafa sérhæft sig í.

Því miður eru til færustu vísindamenn og sérfræðingar sem eru fullir af vitsmunalegum hroka, ofmeta færni sína þekkingu. En það er nú bara mannlegur breiskleiki sem erfitt getur verið að losna við. 

Það er mannlegt að skjátlast.

Hörður Þormar, 20.3.2020 kl. 23:32

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Það gæti hvatt fólk í einagrun til dáða að vita að hverju er stefnt til að geta opnað samfélagið aftur.

Geir Ágústsson, 21.3.2020 kl. 12:11

7 Smámynd: Örn Einar Hansen

Hörður, sérfræðingum er best treystandi ...

Þvílík steypa.

Sérfræðingar, fá sína peninga og sitt lifibrauð frá "kommunistúm" í kína, eða Rússlandi, eða Bandaríkjunum.

skiptir littlu hvaðan, málið er að þeir fá sín laun frá þeim sem vilja styðja þeirra "öfga" skoðun.

Örn Einar Hansen, 21.3.2020 kl. 15:34

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarne,

Ég held nú reyndar að sérfræðingar víðast hvar vinni af heilindum. Gallinn er bara sá að þvert á ríki þá tala þeir í kross. Lausnin er alls ekki að auka miðstýringuna heldur dreifa valdinu.

Geir Ágústsson, 21.3.2020 kl. 19:10

9 identicon

Svo eru þið hinir sem hafa komist upp með það að fara aldrei að reglum heldur endalaust gera sjálfan sig að fórnarlambi ef einhver skammar þau fyrir að fara ekki að reglum - þekkt aðferðafræði hjá börnum.

Ég er ekki að tala um börn heldur fullþroska fólk sem m.a. vinnur undir "Mannauðsstefnunni" hjá Reykjavíkurborg en þar þurfa sumir ekki að fara að reglum heldur er þessu alltaf snúið upp á þann sem reynir að framfylgja reglunum að ekki sé rétt staðið að því að framfylgja reglunum og sökudólgurinn sé fórnarlambið

Grímur (IP-tala skráð) 21.3.2020 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband