Búið að spila úlfur-úlfur spilinu mjög oft

Nú breiðist mjög alvarleg veira um heiminn og smitar marga og fellir suma. Þetta er auðvitað slæmt og alvarlegt og ber að taka alvarlega.

En hversu hræddur á maður að vera?

Ef fjölmiðlar einir eru teknir til viðmiðunar á maður að vera dauðskelkaður, kaupa fullt af dósamat, lýsa yfir löngu veikindaleyfi og vona að heimsendir gangi yfir eins hratt og hægt er.

En ef fjölmiðlar einir eru teknir til viðmiðunar hefur heimsendir gengið yfir a.m.k. einu sinni því loftslagsbreytingar eiga að hafa eytt öllu, drekkt eyjum og útrýmt lífríkinu.

Fjölmiðlar þurfa því miður að kyngja þeirri pillu að þeir hafa hrópað úlfur-úlfur aðeins of oft án þess að úlfurinn hafi látið sjá sig.

Það er ekki hægt að boða heimsendi mjög oft án raunverulegs heimsendis áður en trúverðugleikinn beri skaða af. 

Kannski er veiran það versta sem hefur skollið á mannkyninu í 100 ár eða 200 ár. Kannski eru loftslagsbreytingar handan við sjóndeildarhringinn en það þurfi að bíða í önnur 20 ár eftir að þær skelli á fyrir alvöru. Kannski. En það er búið að hrópa úlfur-úlfur svo oft að menn eru farnir að hunsa slíkt gól.

Kannski er það því miður. Kannski er úlfurinn í raun og veru, hér og nú, að koma. Sá sem hrópar úlfur-úlfur og er tekinn alvarlega verður samt ekki fjölmiðlar heldur einhver annar.


mbl.is Mikilvægt að gera ekki lítið úr hlutunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ja... samkvæmt Al Gore, þá dóu ísbirnirnir út fyrir 10 árum, og um svipað leiti fór Miami á flot.  Sú kenning er enn kennt í flestum fjölmiðlum sem ég les.

Já...

Veiran... ja, það er vitað að hún er banvæn - en að uppfylltum ströngum skilyrðum.  Sem búið er að tyggja oní okkur.

Ég yppi bara öxlum.

Fólk allt í kringum mig hefur þetta í flimtingum.  Fyndnasta plága sem gengið hefur yfir, þetta.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.3.2020 kl. 20:52

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er tvennt sem gengur yfir núna. Annars vegar hinn raunverulegi faraldur. Hann hefur engan veginn náð hápunkti sínum ennþá. Það gerist á næstu mánuðum. Hins vegar hræðslufaraldurinn sem grundvallast að töluverðu leyti á óvissunni sem enn er uppi. Sá faraldur hugsa ég að gangi að mestu yfir á næsta mánuðinum.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.3.2020 kl. 21:48

3 identicon

Þeir eru líka óteljandi neyðarfundirnir hjá ESB sem taka áttu úrslita ákvarðanir á ögurstundu - en engar ákvarðanir voru teknar  og hjá almenningi kom sólin upp daginn eftir einsog áður

Grímur (IP-tala skráð) 9.3.2020 kl. 03:45

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Rakst á eftirfarandi frá einu héraði í Kína:
https://www.arcgis.com/apps/opsdashboard/index.html#/bda7594740fd40299423467b48e9ecf6

Anhui, Mainland China

Confirmed: 990

Deaths: 6

Recovered: 984 

Active: 0

Engin virk sjúkdómstilfelli í gangi og dánartíðni 0,60% þvert á alla aldurs- og áhættuhópa. Kannski er þetta einstakt dæmi. Ég veit það ekki.

Geir Ágústsson, 9.3.2020 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband