Hvernig 23% verða 53%

Nú er ég ekki í hópi þeirra sem telja aukningu á hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu um nokkur brot af hundraðshluta prósents vera afgerandi fyrir þróun hitastigs í lofthjúpnum. Engu að síður reyni ég að fylgjast með umræðunni um loftslagsmál, mengun og annað og ætla núna að reyna vara talsmenn loftslagskirkjunnar við því hvernig á ekki að boða fagnaðarerindið.

Það er einfalt.

Þú skrifar ekki grein eins og þessa eftir Guðmund Steingrímsson.

Í henni gerir hann lítið úr fjórðungi Íslendinga, en það er ekki það versta. 

Hann skáldar upp hreina vitleysu til að koma höggi á þennan fjórðung Íslendinga og segir: 

Nýjasta umhverfiskönnun Gallup er stórmerkileg. Áður en maður fellur í fullkomið þunglyndi yfir því að 23% þjóðarinnar telji sig virkilega vita betur en allt vísindasamfélag veraldarinnar og telur litla ástæðu til að hafa áhyggjur, þó ekki væri nema smá, af mögulegu hruni lífríkisins ...

Við þetta er svo margt að athuga að ég þarf að gera það í löngu máli.

Í fyrsta lagi telur ekki allt vísindasamfélag veraldarinnar að loftslagið sé á hættulegri vegferð vegna losunar manna á koltvísýringi (vísindamenn eru þvert á móti að hamast við að smíða nýjar kenningar sem lýsa raunveruleikanum betur en þær eldri). Í öðru lagi tala mjög fáir vísindamenn - ef nokkrir - um að framundan sé hrun á lífríkinu vegna losunar manna á koltvísýringi. Í þriðja lagi er ekki hægt að jafna saman óttaleysi yfir losun manna á koltvísýringi og áhyggjuleysi yfir umhverfinu almennt (t.d. vegna mengunar, staðbundinnar eyðileggingar á náttúrulegu lífríki, eitrunar, sorplosunar í hafið og fleira).

Svona talsmáti gagnast loftslagskirkjunni ekki nokkurn skapaðan hlut. Hérna er verið að skamma fólk til hlýðni eins og gert er við ungabörn. Þetta getur ekki annað en hrokkið af vegg og komið margfalt í andlitið á þeim sem svona talar. Svona verða 23% hóps að 53% hóps. Svona gól úr fílabeinsturni fer í taugarnar á fólki, væntanlega líka einhverjum meðlimum loftslagskirkjunnar. 

Ef takmarkið er að sannfæra ekki bara 77% heldur 100% almennings um að koltvísýringurinn, frekar en sólin, geimgeislarnir, náttúrulegu sveiflurnar og breytingar á sporbaug Jarðar um sólina, sé meginuppspretta núverandi loftslagsbreytinga þá eru pistlar eins og þessi eftir Guðmund algjört eitur sem færa menn fjær takmarkinu, ekki nær.

ES. Nú er ég auðvitað ekki saklaus af því að hneykslast á skoðunum annarra og uppnefni þær jafnvel  (heilaþvottur, oftrú á áróður meginstefsins og hvaðeina) og æði jafnvel í manninn en ekki boltann en þá er allt í lagi að láta mig vita af því, og núna læt ég vita af slíku hjá öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Hræðilega léleg grein eftir Guðmund Steingrímsson. Athyglisvert að Guðmundur og hans líkar tala um þá, sem andæfa gegn viðteknum skoðunum sem pópúlista. Það væri nær að hann sjálfur og hans líkar sem tala alltaf með því sem þeir telja skoðun meirihlutans kölluðu sig pópúlista, því það eru þeir. 

Jón Magnússon, 24.2.2020 kl. 21:14

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta minnir mig á orð Nigel Farage (tilvitnun héðan):

"There is a historic battle underway across the West in Europe, America, and elsewhere. It is globalism against populism. And you may loathe populism, but I tell you a funny thing. It’s becoming very popular"

Hér er e.t.v. rétt að árétta að Farage er ekki andstæðingur frjálsrar heimsverslunar. Hann er á hinn bóginn efasemdafullur um ágæti stórinnstreymis af fólki frá fjarlægum menningarheimum inn á bótakerfi Vesturlanda.

Geir Ágústsson, 25.2.2020 kl. 09:07

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Úr annarri átt en í svipuðum anda fordæmingar á andstæðum skoðunum: 

"Who should be prosecuted for postericide? We could start by examining the established international network of well-funded organizations devoted to organized climate denial"
https://en.unesco.org/courier/2019-3/climate-crimes-must-be-brought-justice

Geir Ágústsson, 25.2.2020 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband