Skuldum safnað fyrir næsta hallæri

Þverpólitísk sátt er nú að nást um að safna auknum opinberum skuldum til að búa í haginn fyrir næstu niðursveiflu. Að vísu er talað um að með skuldasöfnun megi gera svolitla niðursveiflu í dag að uppsveiflu en við skulum ekki rugla saman orðum stjórnmálamanna og raunveruleikanum.

Munum að ríkið skuldar mun meira núna en árið 2007. Hið sama gildir um sveitarfélögin.

Ríkið burðast enn með akkeri um hálsinn sem heita bankar í opinberri eigu. Þeir eru það fyrsta sem sekkur til botns ef fjármálakerfi heimsins fær örlítinn hiksta. 

Eftirlitsiðnaðurinn hefur þanist út og kostar bæði stórfé og flækist fyrir.

Alltaf kostar grunnskólamenntunin meira og meira með hverju ári á meðan frammistaða grunnskólabarna versnar og versnar.

Heilbrigðiskerfið er í stórkostlegum vandræðum þótt Íslendingar eyði meira fé í það miðað við aldursdreifingu en flestar aðrar þjóðir. Hlutabréf hjá sænskum einkaaðilum í heilbrigðisgeiranum eru á rjúkandi uppleið síðan heilbrigðisráðherra Íslands valdi sjúkraflug framyfir innlenda þjónustu.

Innviðir hafa verið að molna niður og auðvitað er góð hugmynd að gera eitthvað í því en á að treysta núverandi eiganda þeirra til eilífðar fyrir því á meðan frammistaðan er ekki betri en þetta?

En það hefur náð þverpólitísk sátt um að þenja út ríkisvaldið og almennt er þverpólitísk sátt um að allt sem ríkið gerir í dag eða á í dag haldi það áfram að gera eða eiga. Hvað sem tautar og raular, hvort sem rafmagnið er á eða ekki.


mbl.is Kynna tillögur að fjárfestingum á næstu vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Á meðan hækkar gull í verði.
Sem segir okkur að það er stutt í næsta hallæri.
Gaman gaman.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.2.2020 kl. 15:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hækkun gullverðs er ágæt vísbending um að margir fjárfestar eru farnir að forða auði sínum frá pappírspeningum í fjöldaframleiðslu.  

Það mætti líka velta fyrir sér hvort skortur á eftirsóttustu Rolex-úrunum sé merki um aðra fjárfestingu sem forðar fé úr reiðufé í eitthvað söluvænt:
https://finance.yahoo.com/news/rolex-buyers-encounter-scarcity-market-133100193.html?.tsrc=fin-srch

A.m.k. gerðist það í vinstristjórn Jóhönnu og Steingríms að eldri borgarar fóru með lausafé sitt í næstu lúxus-úraverslun og keyptu sér úr til að forða sparnaði sínum frá skattheimtu og verðbólgu:
https://www.visir.is/g/2010429881818

Geir Ágústsson, 25.2.2020 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband