Ofsótt fólk hrakið á milli heimshluta

Ofsótt fólk reynir að flýja aðstæður sínar og komast í öruggara skjól. Það er skiljanlegt. Það sem ég skil ekki er af hverju það þarf að þýða erfið ferðalög á milli fjarlægra heimshluta. Af hverju eru sýrlenskir flóttamenn í dönskum smábæjum? Af hverju eru suður-amerískir flóttamenn í skjóli á norðurhjara veraldar? Af hverju eru íranskir flóttamenn í biðstofum íslenskra yfirvalda?

Sennilega liði þessum flóttamönnum betur í skjóli nær heimahögum sínum í menningarheimi sem líkist þeirra meira og þar sem þeir geta kannski unnið að pólitískum umbótum í heimalandinu og barist fyrir því að geta snúið aftur án þess að leggja hálfan hnöttinn að baki sér.

Tökum þá út fyrir sviga að sumir þessara flóttamanna finna sig ekki í hinu nýja landi, leiðast út í glæpi og eru öllum til ama. Tökum það líka út fyrir sviga að það kostar margfalt meira að senda fólk á milli fjarlægra heimshluta en búa því sæmilegar aðstæður á sínu eigin svæði. Og tökum það líka út fyrir sviga að margir flóttamenn eru ekki að flýja stríð og ofsóknir heldur einfaldlega heimatilbúna fátækt stjórnarherra þeirra.

Ég er bara að velta fyrir mér hvort það sé verið að gera flóttafólki bjarnargreiða með því að sópa því upp í flugvél og fljúga út í buskann í stað þess að koma á einhvers konar úrræði handan landamæranna.


mbl.is Fleiri sækja um vernd á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er góður punktur. Þegar ég var í Marokkó fyrir mörgum árum hitti ég strák sem hafði flutt til Svíþjóðar til að flýja atvinnuleysi sem var viðvarandi meðal ungs fólks. Svíarnir settu hann á bætur, enga vinnu var að hafa þar. Hann entist þarna í fáeina mánuði, en ákvað svo að af tvennu illu væri skárra að vera atvinnulaus í heimalandinu en að hírast á bótum í Svíþjóð.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.2.2020 kl. 11:06

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það hefur verið maður með heilindi og sterkar taugar.

Geir Ágústsson, 21.2.2020 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband