Engin skattlagning getur tamið náttúruna

Við erum ítrekað minnt á það að náttúran hefur sinn eigin vilja og það er fátt sem maðurinn getur gert til að temja hana.

Eldfjöll gjósa, jöklar þenja sig út, lægðir æða af stað og sólin brýst af afli í gegnum lofthjúpinn og mennirnir þurfa einfaldlega að aðlaga sig að aðstæðum: Flýja, klæða sig betur, hlaupa í skjól eða koma sér í skugga.

En þrátt fyrir að náttúran sýni ítrekað mátt sinn er búið að telja sumum í trú um að það megi hafa áhrif á loftslag, hitastig, jöklamyndun, sýrustig sjávar, skýjafar og útbreiðslu skógarelda með því að halda einni lofttegund í andrúmsloftinu nálægt styrkleikanum 0,04% og að það sé góð hugmynd að gera það með því að skattleggja hagkvæmustu og meðfærilegustu orkugjafana til dauða.

Vonandi geta gjóskuspúandi eldfjöll fengið einhverja til að endurskoða þá afstöðu sína.


mbl.is Taal gæti spúð ösku í margar vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skattlagning hemur ekki náttúruna, enda ekki tilgangurinn með skattlagningunni eins og einhverjir einfeldningar virðast halda. Stefnan með skattlagningunni er að hafa áhrif á hvernig þú umgengst náttúruna. Og það er gert með því að láta þig borga viljir þú nota hana sem ruslahaug, gera sóðaskap gjaldskyldan og rukka þegar þú mengar. Jafnvel þó það angri þig að sóðaskapurinn verður þá ekki hagkvæmur og þú gætir þurft að taka upp nýja siði.

En þú getur huggað þig við það að þó þú borgir fyrir að menga fyrir öðrum þá er þér enn frjálst að míga og skíta ókeypis þar sem þú situr í sófanum heima hjá þér. Enda öruggast að vera ekki að hreyfa sig mikið úr stað þegar áfengismagn í blóði fer yfir 0,04%.

Vagn (IP-tala skráð) 15.1.2020 kl. 20:29

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvernig litist þér á að prófa að kynna þér málin aðeins Geir áður en þú kemst að niðurstöðu? Þá sæir þú t.d. að útblástur eldfjalla er ekki nema brotabrot af útblæstri CO2 af manna völdum.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.1.2020 kl. 22:27

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bara örlítið dæmi við nefið á flestum á hverjum degi: 150 grömm af co2 úr meðal einkabílnum á hvern ekinn kílómetra.  Meðalakstur einkabílsins er 40 km á dag, eða 6 kíló af co2 á dag. 

Margfaldaðu síðan með 365 dögum x 900.000.000  einkabílum heimsins til að finna út samtals útblástur bíla jarðarbúa. 

Eru þessar tölur lygar einar, bara af því að co2 er ósýnilegt efni? 
Nei, enda verður eitthvað um bensínið og súrefnið, sem notað er til að framleiða afköst bílanna, og þetta er hægt að mæla, bæði á skoðunarstöðum og annars staðar. 

En eitt af því fyrsta, sem Trump sagði eftir valdatöku hans, var að hann vildi reka alla þá vísindamenn, sem kæmust að þessum niðurstöðum og fleiri og láta ráða "alvöru vísindamenn" sem kæmust að réttum niðurstöðum. 

Ómar Ragnarsson, 16.1.2020 kl. 00:55

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Aðeins vegna CO2:

Það freistar margra að stilla umræðu um áhrif CO2 á loftslag/hitastig með nálguninni "með og móti Donald Trump".

En svo er ekki. Vísindamenn eru enn að rannsaka, ræða og rita um áhrif allskyns breytinga á hinu og þessu á loftslagið, meðal annars CO2. Þetta eru bráðlifandi vísindi, enda á bernskuskeiði. 

Aðeins vegna mengunar (sem ég rugla ekki saman við losun á CO2):

Þetta hefur mér fundist vera góð nálgun (að mengun sé einfaldlega álitin skemmdarverk og því málefni dómstóla sem landeigendur og önnur fórnarlömb mengunar geta treyst á að verji eigur sínar - bæði hluti og líkama):

"The remedy against air pollution is therefore crystal clear, and it has nothing to do with multibillion-dollar palliative government programs at the expense of the taxpayers which do not even meet the real issue. The remedy is simply for the courts to return to their function of defending person and property rights against invasion, and therefore to enjoin anyone from injecting pollutants into the air."

For a New Liberty: The Libertarian Manifesto, bls. 321

Geir Ágústsson, 16.1.2020 kl. 11:08

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Og bara sem örlítil dæmi um hvað vísindamenn eru að segja við hvern annan (blaðamenn eru fyrir löngu hættir að hlusta á þá):

"This study demonstrates that changes in atmospheric CO2 concentration did not cause temperature change in the ancient climate."

https://www.mdpi.com/2225-1154/5/4/76/htm?fbclid=IwAR2v6fdGICjCwGyWTA9FsPMPb-fdx9G0yHPXv7fFkKUTZQmvV_pQpKketjc

"With higher CO2, increased tree cover leads to reduced fire ignition and burned area, and provides a positive feedback to tree cover, especially in Africa."

https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/S0277379119301945

Geir Ágústsson, 16.1.2020 kl. 11:39

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Allir grænu skattarnir fara í að borga fyrir ferðir ráðamanna á þar til gerðar ráðstefnur, þar sem þeir spjalla saman um loft og leggja á ráðin um meiri skattheimtu.

Náttúruvernd?  Dream on.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.1.2020 kl. 16:32

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Hræsnin er slík að það er erfitt að vita hvar á að byrja, en hér er hugmynd:

- Þeir sem básúna hvað mest að hagkvæmt jarðefnaeldsneyti sé að tortíma loftslaginu eru þeir sem nota mest af því

- Það tala allir um hamfarir og hlýnun en enginn virðist geta séð það út um gluggann hjá sér: Allar hamfarirnar eru alltaf í öðrum heimshlutum en í þeim sjálfum kannast menn svo ekkert við þær og vilja líka meina að þær séu annars staðar

- Skatttekjurnar streyma inn vegna hamfaraboðskapsins um leið og fólki er sagt að það sé ódýrara að láta blóðmjólka sig núna frekar en seinna, og þetta "seinna" er svo alltaf eftir 2 ár, 12 ár, 20 ár eða álíka

- Hamfaratrúboðið elskar batterí - því stærri því betra (í fullvaxta bíla, strætóa og jafnvel flugvélar!) - en um leið og hráefni battería einskorðast ekki við lítil tæki (síma, úr, hátalara) þá fer að reyna allsvakalega á námurnar sem framleiða þau og má jafnvel byrja að tala um "blood diamonds" stemmingu í þessum efnum. En ekki segja góða fólkinu frá því - það gæti fengið samviskubit í rafmagnsbílunum sínum

- Á meðan blaðamenn segja að loftslagsvísindin séu frágengin og megi setja upp í hillu segja vísindamenn að enn sé margt órannsakað enda erfitt að setja í líkön ólínuleg og óstöðug kerfi sem geta breyst án nokkura utanaðkomandi áhrifa (og auðvitað vegna utanaðkomandi áhrifa líka). Það er líka fáheyrt að segja um nokkra vísindagrein að niðurstöðurnar séu einfaldlega afgreiddar - ekki einu sinni eðlisfræðin er svo góð með sig.

Listinn gæti orðið lengri en læt þetta duga í bili.

Geir Ágústsson, 16.1.2020 kl. 19:12

8 identicon

Það hefur lengi verið draumur skattheimtumanna að að skattleggja súrefnið O2 sem við öndum að okkur

en það verður sífellt líklegara að það CO2 sem við öndum frá  okkur  verði skattlagt í staðinn

Grímur (IP-tala skráð) 16.1.2020 kl. 21:10

9 identicon

Sæll Geir.

Mér dettur í hug ritstjórinn
sem svaraði svo eftirminnilega
þegar honum var bent á með rökum
að blaðið færi með rangt mál
og ófrægði tiltekinn mann:

"Góði maður! Okkur varðar ekkert
um sannleikann, blaðið selst!"

Trúarhópi loftslagsgeggjara varðar
ekki frekar um hvað er satt og logið
meðan hægt er að kreista úr því peninga
og mylja undir sig.

Þetta vita þeir hvað best sjálfir
en þá varðar ekkert um sannleikann.

Sannleikurinn er það fyrsta sem hrasar á strætum
loftslagsgeggjara,rétturinn er hrakinn á hæl,
og réttlætið stendur langt í burtu!

Húsari. (IP-tala skráð) 17.1.2020 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband