Þegar orðavalið skiptir máli

Blaðamenn eru fólk orða. Þeir eru bókstaflega allan daginn að semja setningar og margir mjög góðir í því. Margir þeirra kalla sig hlutlausa og segjast bara vera að segja fréttir en oft má greina ákveðinn ásetning í fréttaflutningi þeirra og þá þarf að skoða orðalagið vel.

Í einni frétt er til dæmis sagt:

Nýliðið ár var næstheitasta ár sögunnar frá því mælingar hófust.

Nú má spyrja sig: Hvenær hófust þessar mælingar? Er verið að tala um fyrstu kvikasilfursmælingarnar? Gervihnattamælingar? Þetta skiptir máli. Sé verið að tala um gervihnattamælingar þá ná þær ekki nema nokkra áratugi aftur í tímann og segja enga langtímasögu. Sé verið að tala um samfelldar mælingar á stað sem er ekki kominn í miðja stórborg með tilheyrandi hlýnun af tækjum, malbiki og byggingum þá segja þær kannski aðra sögu.

Punkturinn er sá að það skiptir máli að nefna þetta. Mælingar á hita hafa staðið yfir í margar aldir en sumar mælingar hófust seinna en aðrar. Mismunandi mælingar yfir mismunandi tímabil segja gjörólíka sögu.

Hérna var blaðamaður ekki að segja frétt heldur reka áróður. Skamm!


mbl.is Aldrei áður jafn heitt í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það sem vantar í fréttina er aðallega tengill á skýrsluna. Ólíkt þér geri ég ekki ráð fyrir að þeir sem gerðu skýrsluna hafi ekki hugsun á að vinna verkið vísindalega, þar með talið að taka með í reikninginn umhverfisbreytingar sem hafa áhrif á samanburðinn, eða leiðrétta fyrir mismunandi mæliaðferðum.

Fréttin er ónákvæm, en af því er ekki endilega hægt að draga þá ályktun að blaðamaðurinn sé að reka áróður. Líklegra er að hann, eða hún, hafi bara gripið fyrirsögn einhverrar skýrslu, rennt yfir fáeinar setningar í innganginum, og hent í eina frétt. Er ekki líka verið að spara á Mogganum?

Þorsteinn Siglaugsson, 8.1.2020 kl. 23:27

2 identicon

Sæll Geir.

Það er á svona stundum sem
það rennur upp fyrir manni
að einungis orðaval konungsfjölskyldunnar
á Bretlandi er það sem skiptir máli.

Drottningin vill ekki heyra minnst á Meghan þessa dagana.

Hún er það sem tekur einstaklinginn út fyrir sviga
að fullu og öllu og öll áhyggja er á braut og hvað
einhver blaðamaður sagði skiptir alls engu máli
en Baldursbráin fyrir framan hús Morgunblaðsins
er í fjötrum formsins því hún getur ekki látið
sig hverfa frá þessum stað og sjálfur er staðurinn aukaatriði
hjá því að hún passar ekki inn í formið Reykjavík.

Reykjavík er skipulagt kaos en Baldursbráin er eitt
af furðuverkum náttúrunnar sem Reykjavík getur aldrei
orðið.

Hertogahjónin af Sussex tilkynntu fyrir skemmstu að þau muni
vinna að því að breyta hlutverki sínu innan bresku konungsfjölskyldunnar.

Í tilkynningunni tala þau um að þau ætli að draga sig í hlé sem „senior“ meðlimir konungsfjölskyldunnar.

Í þessu felst ögrun gagnvart furðuhattafyrirbærinu Elísabetu
en jafnframt lítt dulbúið spaug, að Vilhjálmur geti látið sig
dreyma um ríkiserfðir en kerlingarfjandinn sé mun líklegri til
að lifa hann enn hann hana.

Vona ég að þetta skýri málið!

Húsari. (IP-tala skráð) 9.1.2020 kl. 06:51

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn, 

Ef þú rúllar aðeins niður síðuna með fréttinni kemur þú að kaflanum "Loftslagsvá". Þar er fjallað um eitt og eitt hitamet, en ekkert talað um kuldametið á Grænlandi um daginn, svo ég taki lítið dæmi. Þar er líka amast við flugeldum (hvað koma þeir loftslaginu við?), plasti (hvað kemur það loftslaginu við?) og meintu "hatri" á Gretu Thunberg.

Þetta lyktar allt saman af því að þarna sitja 1-2 blaðamenn við störf og halda úti hálfgerðri skoðanasíðu sem gengur þvert á allt sem mestu öfgamenn umhverfissjónarmiða halda fram - að plast sé slæmt, að flugeldar séu fúlir og að staðbundnar hitatölur boði loftslagsvá.

Kannski skjátlast mér og það er auðvelt að fá mig til að skipta um skoðun: Útskýra hvar ég fer af sporinu í minni röksemdafærslu.

Geir Ágústsson, 9.1.2020 kl. 09:06

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú ferð þar út af sporinu, kæri Geir, að álykta strax um óheiðarleika blaðamannanna, þegar nærtækari skýring er fyrir hendi. Auðvitað er það hárrétt að eitt og eitt hita- eða kuldamet segir nákvæmlega ekkert um þróun. Ekkert frekar en rífleg hækkun við og við á launum embættismanna, í boði Kjararáðs, segir eitthvað um tekjudreifingu eða þróun hennar.

En fólk (þar með talið blaðamenn) er yfirleitt skammsýnt, sér ekki skóginn fyrir trjánum, og dregur mjög gjarna rangar ályktanir. En það merkir ekki að það sé með ráðum gert.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.1.2020 kl. 10:18

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Það kann að vera rétt. Þetta minnir mig á svolítið sem ég las í gærkvöldi í bók sem ég er að byrja á, Thinking Fast and Slow, sem var nokkuð á þá leið að mannfólkið dregur ályktanir með þrennum hætti:

- Hratt, byggt á fyrri reynslu eða þekkingu

- Hratt, byggt á innsæi sem styðst ekki við þekkingu/reynslu

- Hægt, með því að hugsa sig um

Það er þá sérstaklega punktur 2 sem er skeinuhættur: Fær fólk til að álykta byggt á innsæi án þess að staðreyndirnar styðji við þá ályktun.

Dæmi:

Það á að einkavæða sementsverksmiðju.

Hröð ályktun: Fullt af fólki missir atvinnuöryggið og jafnvel starfið.

Hæg ályktun: Til lengri tíma hreinsar markaðurinn út óhagkvæman rekstur og frelsar fjármagn sem leitar í arðbærari farvegi sem tryggja afkomu til lengri tíma.

En já, smá útúrdúr.

Geir Ágústsson, 9.1.2020 kl. 11:08

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Thinking fast and slow er frábær bók. Dæmið þitt er gott.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.1.2020 kl. 14:58

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Raknífur Hanlons er alltaf sniðugur í svona dæmum.  Gott er að líma hann við rakhníf Occhams: hvor skýringin er einfaldari, að þetta heimsku að kenna eða illsku?

Og nú verð ég með síðustu mönnum til að væna fréttamenn MBL um greind.

Svo ég fæ út, að þarna eru fréttamenn MBL aftur að delera byggt á kenningu með ekkert forspárgildi.

Það er það sem þeim hefur verið sagt, það sem þeir taka sem þekkingu alveg á umhugsunar.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.1.2020 kl. 21:46

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Niðurstaðan er þá væntanlega raunsæja svarið við spurningu Sæmundar Bjarnasonar á blogginu í dag: "Er fólk fífl?"

Þorsteinn Siglaugsson, 9.1.2020 kl. 22:51

9 identicon

Sæll Geir.

Til þess að tengja það saman sem fyrr
var skrifað og það sem næst er huga.

Efni: Blaðamaður skrifar um hugtakið
      loftslagsvá út frá ákveðnum forsendum.

Um áramót gerðist það að forsætisráðherra,
biskup og forseti fluttu öll pistil um loftslagsvá
sem væri þar um einhverja vísindalega staðreynd að ræða.
Til hliðar við þetta er stanslaus fréttaflutningur RÚV
um þessa ætluðu vá.

Það þarf að vera staurblindur til að sjá ekki
í gegnum þessi nýju klæði keisarans!

Í þjófafélagi sem steypt hefur guðum og goðum af stalli
þarf eitthvað að koma í staðinn en fyrst og fremst
þó ekki væri annað en að freista þess að
kreista úr því gull og mylja það undir sig
til viðbótar því sem gnægð var af fyrir.

Þeir á Morgunblaðinu eru gamansamir eins og sjá hefur mátt
af Reykjavíkurbréfi og einstökum pistlum blaðamanna;
skammt undan alvara máls.

Hvorugan þessara geri ég ábyrgan fyrir því hvaða skoðun
ég hef á hlutunum fremur en óráðshjal drykkjumanns
liggur ekki frekar til grundvallar.

Ber þó ótakmarkaða virðingu fyrir þeim sem nefndir
hafa verið.

Hatturinn umræddi snéri öfugt.

Húsari. (IP-tala skráð) 10.1.2020 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband