Það ætlar sér enginn að þrífa almenningsklósett

Vændi er tilfinningaþrungið umræðuefni. Skiljanlega. Margir geta ekki hugsað sér að koma nálægt vændi, hvorki sem veitendur né kaupendur. Þeir hafa jafnvel sterkar skoðanir á bæði sölu og kaupum á vændi. Því er jafnvel haldið fram að vændi og mansal séu nátengd fyrirbæri - að þeir sem stundi vændi séu nánast undantekningalaust undir oki þriðja aðila sem þvingar, kúgar og rænir.

Þetta er óheppileg nálgun.

Menn hafa reynt að banna vændi á einn eða annan hátt: Sölu þess eða kaup eða bæði. Niðurstaðan er alltaf sú sama: Hinn svarti markaður herðir tök sín og fólk sem beitir engan ofbeldi er sett í gapastokkinn og svipt ærunni.

En á þá bara að gefa vændi frjálst og leyfa sölu þess og kaup? Já, auðvitað. 

Hvað með fórnarlömb mansals? Nú þegar er bannað að svipta fólk frelsi. Svo verður áfram. Það er bara allt annar hlutur.

Það ætlar sér enginn að gera þrif á almenningsklósetti að atvinnu sinni. Ekkert barn segir að það sé draumastarfið. Þó er fólk að þrífa almenningsklósett því það er besti valkostur þess. Aðrir möguleikar eru líf glæpa, atvinnuleysis eða örbirgðar. Kannski það sé líka tilfellið hjá mörgum sem selja vændi. Þó ekki öllum. En aftur er um að ræða allt annað fyrirbæri en mansal. Með því að banna er verið að hækka verð, verðlauna áhættu og hleypa glæpamönnum að þar sem gætu verið heiðarlegir verktakar. 

Það er allt í lagi að boða aðra valkosti en vændi. Þeir sem vilja stunda kynlíf geta farið á hefðbundin stefnumót og boðið vel í mat og vín og fengið út úr því kynlíf. Það eru til stefnumótasíður fyrir þá sem vilja skyndikynni án skuldbindinga.

Vændi á götuhornum er ekki heilsusamleg iðja en það er hægt að bjóða upp á auðvelt aðgengi að lögreglu fyrir þá sem telja brotið á sér. Það er hægt að koma upp vottunum og heilbrigðisskoðunum sem lágmarka hættuna á smitsjúkdómum. 

Hið opinbera í ríkjum eins og Hollandi og Danmörku bjóða fötluðum og öðrum sem eiga erfitt með að fóta sig á stefnumótamarkaðinum upp á niðurgreidda vændisþjónustu og væntanlega fylgja því vottanir á ástandi söluaðila vændisins og heilbrigðisskoðanir.

Það er engum til gagns að blanda saman vændi og mansali frekar en að blanda saman þrifum á almenningsklósettum og mansali. Það er ekki heppilegt að glæpamenn geti þénað vel í umhverfi boða og banna og áhættuálags af starfsemi. 

Vændi er, að mínu mati, ekki sérstaklega lystug leið til að verða sér úti um smávegis félagsskap en fílabeinsturn minn er ekki nógu hár til að ég geti leyft mér að fordæma þá sem hafa aðra skoðun. Um leið veit ég að þegar fílabeinsturnar fá að mynda múra þá ganga glæpamenn lausum hala og þeir ná alltaf að krækja í saklausa borgara sem vilja ekki gera neinum mein.


mbl.is Fimm ára stúlkur ætla sér ekki í vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í myndinni Líf annarra - Das leben der anderen, fær Stasi maðurinn senda til sín vændiskonu frá Flokknum þó hann fá að losa sig við líkmlega vessa

þá er þetta átakanleg sena um þrá einmana manns eftir þeim tilfinningum sem fólkið sem hann er að njósna um býr yfir.

Grímur (IP-tala skráð) 26.12.2019 kl. 12:33

2 identicon

Sæll Geir.

Hér eimir af gömlum sið
þar sem eitt starf er talið standa
framar öðru.

Minna mætti á Taóisma í Brekkukotsannál
HKL hvar eftirlitsmaðurinn hafði þann starfa
að fylgjast með kömrum.

Ef starf er unnið af heiðarleik
þá er það eina sem skiptir máli
allt annað hégómi og missýning!

Húsari. (IP-tala skráð) 26.12.2019 kl. 17:09

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þegar sonur minn var lítill var draumur hans að verða "ruslamaður". Og ég hef þekkt fleiri unga drengi sem áttu sér þann draum að starfa við að aka öskubílnum og hífa upp í hann tunnur. Ég man hins vegar ekki eftir neinu barni sem dreymdi um að verða klósettþrifill. En kannski eru þau til. Enda kannski ekki mikill munur á þessum störfum.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.12.2019 kl. 22:23

4 identicon

Geir, þú segir að í "Hollandi og Danmörku bjóðist fötluðum og öðrum sem eiga erfitt með að fóta sig á stefnumótamarkaðinum niðurgreidd vændisþjónusta".

Gildir þetta bara um karla, eða geta konur fengið þessa þjónustu líka?

Ingibjörg (IP-tala skráð) 28.12.2019 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband