Maðurinn er sinn eigin örlagavaldur

Jólin eru góður tími til að hugleiða aðeins árið sem er að líða og jafnvel mörg seinustu ár. Í mínu tilviki er margt sem hægt er að þakka fyrir og sjá fram á að margt sem hefur verið erfitt sé að verða léttara. Fyrir það er ég þakklátur en um leið ætla ég ekki að missa einbeitinguna og halda áfram að gera allt sem í mínu valdi stendur til að bæta hag minn og minnar fjölskyldu með vinnu, skipulagi, aga og framsýni.

Við erum nefnilega okkar eigin örlagavaldar.

Jú, auðvitað geta slys komið upp eða sjúkdómar skotið upp kollinum en yfirleitt erum við mannfólkið duglegast í að reisa okkar eigin hindranir í lífinu. Því miður.

Vonandi nýtast jólin mörgum til að hugsa bæði til fortíðar og framtíðar og hugleiða hvernig gott getur batnað.

Gleðileg jól, þið sem þetta lesið.


mbl.is Misheppnuð jól hjá milljónum Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband