Uppskrift að velgengni: Þrjóska og jákvæðni

Íþróttakennarinn og leiðsögumaðurinn Bryndís Björk Kristjánsdóttir datt ofan í djúpa sprungu haustið 2014. Hún slasaðist illa á höfði og glímir enn við eftirköst slyssins nú fimm árum síðar. Þrjóskan og jákvæðnin fleyta henni langt og lætur hún hverjum degi nægja sína þjáningu.

Frásögn Bryndísar er sennilega frásögn hinnar íslensku þjóðar: Þetta reddast og það allt saman. Höldum okkar striki. Þarna gaus eldfjall en látum það ekki angra okkur. Það er ekki til kjöt en við getum borðað slátur. Ég get ekki stigið í hægri fót en hef þó þann til vinstri til að hoppa á.

Þrjóska og jákvæðni.

Miðað við algengan fréttaflutning mætti ætla að Íslendingar hafi gleymt rótum sínum. Ísland er eldfjallaeyja á norðurhjara. Á hana herja eldgos, jarðskjálftar, óveður og önnur óværa. Engu að síður er fólk þar með því hamingjusamasta og ríkasta í heimi. Allskyns mælikvarðar setja Ísland yfirleitt í efstu sætin. Af hverju? Kannski sambland þrjósku og jákvæðni hafi eitthvað um það að segja.

Þó þarf að hafa varann á. Stjórnmálastéttin er að þenjast út. Reglunum fjölgar. Skattarnir hækka. Það þarf að vera ansi þrjóskur og jákvæður til að sætta sig við að sjá allt sitt erfiði sogast ofan í ríkishítina. Kannski er öryggisnetið gott en þegar það er orðið að kóngulóarvef sem festir móttakendur sína að eilífu er kannski betra að vera án netsins og geta flogið upp aftur.

Hvað sem því líður þá er gott og hollt að hugsa til þess að Íslendingar eru þrjóskir og jákvæðir og að það sé kannski helsti styrkur lítillar þjóðar á hrjóstrugum steini í miðju ballarhafi.


mbl.is Jörðin gleypti mig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband