Fimmtudagur, 28. nóvember 2019
Enn eitt trogið fyrir ríkisgrísina
Í stað þess að stuðla að hagstæðum rekstrarskilyrðum fyrir fjölmiðla (lægri skattar, færri reglur, afnám eftirlits, lokun RÚV, heimild til að auglýsa áfengi osfrv.) á að koma upp styrkjakerfi. Þar með verður til enn eitt trogið sem svangir grísir sækja í.
Þetta trog er nú þegar lokað land fyrir sérhæfða fjölmiðla, svo sem íþróttafjölmiðla (t.d. vefsíður). Þeir þurfa því að keppa við bæði ríkisfjölmiðil og ríkisstyrkta fjölmiðla og verða væntanlega undir í þeim slag.
Það er líka viðbúið að ríkið fái aukinn áhuga á innihaldi fjölmiðla og takmarki aðgengi að troginu ef fjölmiðlar víkja of langt frá hinni samþykktu línu.
En það er allt gert til að forðast almennar og skynsamlegar aðgerðir, þ.e. minnka ríkisvaldið.
Styrkir til fjölmiðla lækki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stórmerkilegt hvað Ríkið viðheldur ríkinu.
Var ekki einn ráðherran að leggja til styrki til húsnæðiskaupenda, vaxtalaus lán frá ríkinu? Bara svona af því að Íbúðalánasjóður er með svona glimmrandi 200 milljarða uppsafnað tap, það hefur ekki þótt nóg
Hvar er stjórnmálaflokkur til hægri á íslandi????
emil (IP-tala skráð) 28.11.2019 kl. 17:48
emil,
Það er ekki við stjórnmálamenn að sakast að þeir lofi öllu fyrir alla. Það blasir einfaldlega við að þannig stjórnmálamenn fá mikið af atkvæðum. Kjósendur verðlauna þá sem lofa öllu fyrir alla, helst á kostnað einksis.
Þeir sem eru á móti því að ríkið steli af Pétri til að borga Páli þurfa að láta í sér heyra og útskýra af hverju þannig fyrirkomulag er slæmt.
Þeir þurfa líka að styðja við bakið á frambjóðendum sem hafa séð í gegnum pýramídaspilið, t.d. í prófkjörum.
Því stjórnmálamenn eru bara það sem kjósendur vilja að þeir séu.
Geir Ágústsson, 29.11.2019 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.