Fimmtudagur, 3. október 2019
Grænkandi Jörð
Gefum okkur að örlitlar breytingar í samsetningu andrúmsloftsins í formi aukningar á koltvísýringi úr broti af prósenti í nálægt því prósent leiði til stórkostlegra náttúruhamfara í formi hlýnunar, kólnunar eða seinkunar á náttúrulegum sveiflum hlýnunar og kólnunar eða ýki slíkar breytingar.
Mun Jörðin kvarta? Eða lífríkið?
Nei, þvert á móti. Koltvísýringur er plöntufóður. Honum er dælt inn í gróðurhús í miklu magni til að örva vöxt. Hann leyfir litlum og veikbyggðum plöntum að stækka og dafna og um leið dýrunum sem lifa beint og óbeint af þeim.
Það er því alveg einstaklega kjánalegt að tala um að aukning á styrkleika koltvísýrings leiði til dauða Jarðar. Slík aukning mun þvert á móti auka og örva líf á Jörðinni.
Hvort veðrið breytist að ráði eða ekki í kjölfarið er önnur saga.
Hættum að eyða orku í ímynduð vandamál sem eru ýkt með hreinum lygum, takk.
Þetta er dauðans alvara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vel hugsað og vel skrifað
Eggert Guðmundsson, 3.10.2019 kl. 14:50
Auðvitað er CO2 undirstaða lífríkisins á jörðinni, það efast enginn um það.
Fyrir u.þ.b. milljarði ára þá var útgeislun sólarinnar miklu minni heldur en hún er nú. Það var að þakka mjög háum styrk CO2, metans, vatnsgufu o.fl. gróðurhúsalofttegunda í gufuhvolfinu að hitinn á jörðinni var nægilega hár til þess að líf gæti þróast. Hefði svo ekki verið þá hefði jörðin verið eins og ískúla og þannig væri hún enn í dag.
Með tímanum óx útgeislun sólarinnar, en jafnframt því unnu jurtir CO2 úr loftinu og breyttu því í kol og olíu.
Þrátt fyrir ísaldir og hlýskeið, þá hélst nægilegt jafnvægi á milli kulda og hita til þess að líf gæti haldið áfram að þróast til þessa dags.
Sækja má íslenskan texta á meðfylgjandi heimildaþátt: Missverständnisse zum Klimawandel aufgeklärt | Harald Lesch
Hörður Þormar, 3.10.2019 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.