Hræðsluáróður byggður á ágiskunum

Í frétt á mbl.is er nú borinn á borð gengdarlaus hræðsluáróður.

Meðal vitleysunnar eru setningar eins og:

"Ekki hef­ur tek­ist að greina ástæðuna fyr­ir far­aldr­in­um í Banda­ríkj­un­um..."

Jú, ástæðan eru íblöndunarefni í ólöglegum vökvum sem innihalda virka efnið úr kannabisplöntunni. Þegar boð og bönn fóru að herja á rafrettur myndaðist svigrúm fyrir svarta markaðinn og þar eru menn lítið fyrir innihaldslýsingar, prófanir og annað slíkt.

"Í grein­ar­gerð sem lækn­ar í Norður-Karólínu sendu frá sér í síðasta mánuði kem­ur fram að talið sé að sjúk­dóm­inn megi rekja til auka­efna í ol­í­um ..."

Já, olíum úr kannabisplöntunni, sem sumar gerðir ólöglegra vökva innihalda.

"Þeim sem vilja hætta tób­aks­reyk­ing­um sé bent á að nota viður­kennda meðferð við nikó­tín­fíkn að höfðu sam­ráði við lækni ..."

Og hvernig hefur það gengið? Tyggjó, plástrar og munnspray höfða einfaldlega ekki til þeirra sem eru vanir að hafa eitthvað í hendinni og bera að munni sér. Hér tala ég fyrir hönd fjölmargra einstaklinga, þar á meðal sjálfs míns.

"Ekki sé þó mælt með að fólk snúi frá rafrett­um og aft­ur að tób­aks­reyk­ing­um, sem eru enn skaðlegri ..."

Það er samt þetta sem gerist ef rafretturnar eru gerðar og óaðgengilegar.

Hvað vakir fyrir blaðamanni að skila af sér svona einhliða og á köflum ósannri frétt? Ég spyr af einlægri forvitni því ég skil ekki tilganginn.

Er hann sá að auka enn á tekjumöguleika hins svarta markaðar? Að gera rafretturnar jafnhættulegar og önnur efni sem er búið að fara í stríð við og setja í hendur glæpamanna?

Staðreyndin er sú að rafretturnar eru miklu, miklu hættuminni en reykingar.

Staðreyndin er sú að langflestir þola ágætlega notkun á löglegum rafrettuvökvum. Þeir sem þola almennt ekki ryk frá umferð eða sót frá opnum eldi þola auðvitað ekkert og eiga ekki að vera viðmiðunarhópurinn.

Staðreyndin er sú að rafrettur eru ódýr og skaðlítill valkostur við tóbak, a.m.k. á meðan ríkisvaldið heldur að sér höndum.

Staðreyndin er sú að sumt fólk sækist alltaf í eitthvað og rafrettur eru frábær valkostur miðað við margt annað.

Innantómur, hálfsannur áróður er eldsneyti á ríkiskláfinn sem mun leiða til verra ástands en ef heima væri setið.


mbl.is 18 látnir vegna rafrettunotkunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Staðreyndin er sú að langflestir þola ágætlega notkun á löglegum rafrettuvökvum."

Staðreyndin se sú að það er engin reynsla komin á rafrettur. Það veit enginn hvaða áhrif langtímanotkun hefur. Sígarettureykingar fara ekki að hafa sýnileg áhrif fyrr en eftir 20. til 30 ára reykingar.

Jonas Kr. (IP-tala skráð) 4.10.2019 kl. 13:08

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er til fullt af fólki með mörg ára af veipi að baki. Hvernig væri að kíkja á það og hætta þessum hræðsluáróðri? Ég býð mig fram!

Geir Ágústsson, 4.10.2019 kl. 14:41

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta ber öll einkenni skipulagðrar áróðursherferðar vegna hagsmuna einhverra sem hafa misst spón úr aski sínum vegna rafrettnanna.

Fyrst koma tóbaksframleiðendur fram í hugann. Aldrei er minnst á tóbak eða samanburð við það og skaðsemi þess. Veip hefur hjálpað fjölda reykingarmanna að hætta.

Lyfjarisarnir sem hagnast á nikótínvörum eiga hugsanlega líka undir högg að sækja.

Þau örfáu dæmi sem notuð hafa verið í fréttum um þetta skelfilega veip, eru dæmi af vitleysingum sem hafa verið að reykja hassolíu og hlotið skaða af cannabíóðum rétt eins og hver annar grasneytandi. Reyndar hef ég aðeins séð eitt viðtal við mann sem kennir veipinu um krankleika sinn, en hann lét þó fylgja sögunni að hann reykti hassolíublöndu.

Ég sé ókosti í að ungmenni séu að nota þetta í algeru tilgangsleysi með bragðbættri gufu. Það er þó líklega della eða fótanuddtækjasyndrome sem rjátlar af.

Fjölmiðlar eru galopnir fyrir allskonar spuna með undirliggjandi hagsmunapoti. Íslenskir miðlar eru kannski ekki að fá neitt undir borðið fyrir svona fréttaflutning, en þeir bergmála athugasemdalaust spuna frá stórum erlendum miðlum sem fá góða umbun fyrir slíkt. 

Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2019 kl. 17:30

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kaupin á eyrinni ganga ekki þannig að stórfyrirtæki greiði fjölmiðlum fyrir að stýra umræðunni eða áliti fólks. Það væru mútur. Stórfyrirtæki hafa gríðalegan mátt í gegnum auglýsingakaup. Þau hætta að auglýsa þar sem þeim líkar ekki spuninn, eða hóta því. Útgefendur eiga allt sitt undir velvild auglýsenda. Svo eru það hluthafar blaðanna sem halda í hinn tauminn.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2019 kl. 18:07

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Önnur möguleg skýring á svona fréttum er að blaðamenn eru oftar en ekki sjáumglaðir predikarar sem telja sig vita eitthvað um allt en vita í raun lítið um flest.

Geir Ágústsson, 4.10.2019 kl. 20:24

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ja hérna...

18 af hve mörgum neytendum?  Mér sýnist svona 1/3 ef ekki helmingurinn af sígerettureykingamönnum komnir í þetta hér á landi.

Það umreiknast í .036 dauðsfall á ári hér, eða 1 á 10-15 ára fresti.

Ekki impressive.  Fær mig til að pæla í hevrnig hægt væri að fá alla reykingamenn í þetta í staðinn.  Ljóslega margfalt betra.

Reyki ekki, neita að taka þátt í veipi.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.10.2019 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband