Enn eitt gagnslausa bullplaggið

Í skýrslu sem unn­in var fyr­ir leiðtogaráð fyr­ir sjálf­bæra hag­nýt­ingu hafs­ins (e. High Level Panel for a Sustaina­ble Oce­an Economy) er lagt til að frá og með á næsta ári verði gripið til aðgerða sem draga úr flutn­ingi sjáv­ar­af­urða með flugi til þess að draga úr kol­efn­is­spori sjáv­ar­út­vegs.

Ég hef ekki lesið þessa skýrslu en giska á að menn hafi viljandi horft framhjá eftirfarandi þáttum:

  • Flug er góð leið til að koma fersku hráefni í hendur neytenda
  • Flugvélar fljúga ekki bara með fiskinn heldur líka farþega, póst og allskyns annan varning. Flutningsaðilar munu ekki bara leggja flugvélunum og lýsa sig gjaldþrota án baráttu
  • Það kostar líka að orku að sigla með hluti
  • Það kostar orku að frysta það sem áður var ferskt
  • Fiskur er hollur og góður, sérstaklega ferskur. Neytendur borga vel fyrir ferskt hráefni og eiga að fá að hafa þann valkost að borða ferskan mat

Vissulega má skera upp herör gegn niðurgreiðslum (á öllu), því þær enda oftar en ekki á því að verðlauna sóun á auðlindum og fé. Þetta á samt ekki við um íslenskan sjávarútveg sem er skattlagður svo mikið að heilu fyrirtækin hafa þurft að hætta rekstri.

En takk fyrir þessa skýrslu kæru samtök. Hún er núna komin ofan í skúffu með öllu hinu gagnslausa þvaðrinu um yfirvofandi heimsendi vegna örlítillar breytingar á samsetningu andrúmsloftsins.


mbl.is Leggja til að hætt verði að flytja fisk með flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Næstu skref eru svo að leggja niður fiskveiðar, ég meina það er eflaust verið að útrýma einhverju.

Meiri vitleysan

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 29.9.2019 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband