Loksins aðhald frá vinstri

Það er ekki einfalt að finna sinn stað í stjórnmálum. Menn geta haft sínar hugsjónir og allt það en á endanum þarf að kjósa einhverja flokka og þeir flokkar eru yfirleitt mikið á flökti í leit að atkvæðum og bærast oft eins og lauf í vindi skoðanakannana í þeirri viðleitni.

Sá sem styður Vinstri-græna þarf til dæmis að samþykkja að í fjármálaráðuneytinu er maður sem vill borga niður opinberar skuldir.

Sá sem styður Sjálfstæðisflokkinn þarf að sætta sig við að í forsætisráðuneytinu er einstaklingur sem óttast veðurspánna og vill gera að fyrsta forgangsatriði með tilheyrandi bruna á almannafé.

Sá sem vill báknið í burtu þarf að leita til flokks sem hefur það að fyrsta forgangsatriði að verja ríkismiðstýringu á landbúnaði.

Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2020 er ágætur holdgervingur fyrir þessa togstreitu. Þar er kveðið á um að einhvern tímann standi til að lækka einhverja skatta um agnarögn korteri fyrir næstu kosningar en einnig að milljörðum eigi að dæla í allskyns risavaxin ríkisverkefni. Þau útgjöld þarf að fjármagna með því að stórhækka skatta á alla sem geta ekki annað en borgað þá ella sitja fastir heima eða rífa sig upp með rótum og flytja að næstu strætóleið.

En þá gerist hið ótrúlega: Vinstrið bregst við skattahækkun! Veggjöld og fasteignabrask á ekki að nota til að fjármagna risaframkvæmdir! Það bitnar á láglaunafólki!

(Síðan tekur við hið óheppilega: Skattahækkanir sem slíkar eru velkomnar, bara ekki af þessari tegund.)

Áttum okkur á einu: Allir skattar eru lágtekjuskattar. Vinstrið þarf að skilja það eins og aðrir. Kannski er sá skilningur að fæðast.


mbl.is Andstæð álögum sem „éti upp“ lífskjarasamninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Q: "Allir skattar eru lágtekjuskattar. Vinstrið þarf að skilja það eins og aðrir. Kannski er sá skilningur að fæðast."

Er það ekki til of mikils mælst af þeim?

Ásgrímur Hartmannsson, 28.9.2019 kl. 22:49

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Auðvitað er það til of mikils mælst, en þó eru vonarglætur:

"Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, seg­ir að átakið All­ir vinna, sem veit­ir end­ur­greiðslu á virðis­auka­skatti vegna bygg­inga­fram­kvæmda, hafi tek­ist ein­stak­lega vel. Þessi skattaí­viln­un skil­ar lík­lega meiru í rík­is­sjóð en ella."
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/01/05/skattalaekkun_eykur_umsvif/

Annars er það ekki svo að svokallaðir hægrimenn séu allir læsir á lögmál hagfræðinnar. Fjármálaráðherra skilur til dæmis ekki lögmál hagfræðinnar, og segir í þeirri vanþekkingu:

"Menn segja skatta skýra hátt áfengisverð. Því verður ekki mótmælt að áfengisgjöld eru há á Íslandi. Maður spyr sig samt sem áður hvort hér komi ekki fleira til."

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/09/17/radherra_thykir_bjorinn_dyr/

Geir Ágústsson, 29.9.2019 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband