Fimmtudagur, 26. september 2019
Það sem blasir við og það sem gerir það ekki
Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. Starfsfólki bankans mun við breytingarnar fækka um 12% eða um eitt hundrað manns.
Uppgefnar ástæður eru:
- Dýrt regluverk
- Háir skattar
Til samans leiða þessir þættir til versnandi samkeppnisstöðu.
Því þarf að lækka kostnað.
Í tilviki Arion-banka er þetta stórt mál sem nær athygli fjölmiðlamanna. Uppsagnir hjá Arion-banka eru samt bara sýnidæmi sem blasir við.
Það sem blasir ekki við eru öll störfin sem hafa aldrei orðið til vegna regluverks og hárra skatta. Fyrirtæki hafa haldið að sér höndum og sparað sér ráðningar og veigrað sér við að takast á við áskoranir sem krefjast meiri mannafla eða krefjast hlýðni við fleiri reglur.
Það sem blasir ekki við eru öll töpuðu tækifærin. Stjórnmálamaður getur hirt háa skatta og notað þá til að byggja brú. Hún blasir við. En hvað tapaðist í staðinn? Stærri fjölskyldubíll? Vandaðri fatnaður á börnin? Hraðari afborganir af yfirdrættinum? Eitthvað tapaðist en af því það er okkur ósýnilegt þá tökum við ekki eftir því. Við sjáum bara brúna og kjósum stjórnmálamanninn sem barðist fyrir henni.
Ég mæli með því við alla að lesa lítið rit eftir hinn franska Bastiat, That Which is Seen, and That Which is Not Seen.
Úr einu af hans frægu dæmum:
The window being broken, the glazier's trade is encouraged to the amount of six francs; this is that which is seen. If the window had not been broken, the shoemaker's trade (or some other) would have been encouraged to the amount of six francs; this is that which is not seen.
Vissulega eru aðstæður hjá Arion-banka sorglegar fyrir þá sem verður sagt upp en hver ætlar að láta þær koma sér stórkostlega á óvart? Og hvaða vinnustaður er næstu?
Hundrað sagt upp hjá Arion banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Facebook
Athugasemdir
Ekkert er því til fyrirstöðu að reka bankakerfi fyrir 350.000 manns á einni tölvustæðu sem getur þess vegna verið í gagnaveri úti á landi þar sem húsnæði er ódýrt. Með rafrænni sjálfsafgreiðslu minnkar svo sífellt þörfin fyrir "fýsísk" útibú þannig að raunveruleg þörf Íslendinga fyrir slíka þjónustu telur kannski í tugum eða hundruðum stöðugilda en ekki þeim þúsundum sem nú starfa í bönkunum. Þessi ofvöxtur bankanna er ekki af neinni nauðsyn heldur bein afleiðing af því að eftir hrunið voru gömlu bankarnir endureistir í óbreyttri mynd, í stað þess að nota það dauðafæri sem þá skapaðist til að endurskipuleggja fjármálakerfið þannig að þjónaði hagsmunum samfélagsins á hagkvæman og sanngjarnan hátt.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2019 kl. 12:39
Heyr, heyr!
Geir Ágústsson, 26.9.2019 kl. 12:43
Má ekki líka segja að það sem ekki sjáist og ekki er rætt er glæfralegur rekstur bankans og fjárfestingar, þar sem þeir hafa runnið á rassgatið veðlaust í stærsta fjármálarugli s.l. ára. Ber þar efst að nefna Wow og united silicon, sem brot af vitleysunni. Þetta hefur að sjálfsögðu haft áhrif á traust fjárfesta og orðstýr bankans og þeir eru einfaldlega að reyna örvænt úr fótskriðu fjandans til og bera fyrir sig tæknivæðingu sem engin er umfram aðra. App? Er það þetta það eina sem þeim dettur í hug til að peppa upp virðið og verðmiðann?
Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2019 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.