Föstudagur, 20. september 2019
Bannið er hættulegra en efnið
Eftir því sem saga boða og banna á ýmsum efnum stækkar kemur betur og betur í ljós að bönnin eru hættulegri en efnin. Í Bandaríkjunum hafa boð og bönn á rafrettuvökva til dæmis leitt til svartamarkaðs-starfsemi á framleiðslu og sölu slíks vökva, og það er hinn ólöglegi vökvi sem inniheldur hættuleg aukaefni.
Kæra ríkisvald, láttu rafsígaretturnar í friði!
100 tegundir af rafrettuvökvum teknar úr sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvort sem er, þá sér Darwin alltaf um sína.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.9.2019 kl. 16:06
Rétt! En það er óþarfi að gefa honum Darwin hjálparhönd og senda fíkilinn úr viðráðanlegau og löglegu lífsmunstri og yfir í götulífið þar sem hann veslast upp úr hungri og kulda eða er drepinn upp í skuldir.
Geir Ágústsson, 20.9.2019 kl. 19:09
Í Bandaríkjunum hafa bönn á rafrettuvökva sem inniheldur hættuleg aukaefni leitt til svartamarkaðs-starfsemi á framleiðslu og sölu vökva sem inniheldur hættuleg aukaefni. Geir Ágústsson telur lausnina vera að sleppa öllum reglum og leyfa öll efni í rafrettuvökva. Að með því að gera öll hættulegu ólöglegu aukaefnin lögleg megi koma í veg fyrir svartamarkaðsbrask á vökva með ólögleg efni og að fólk sé að skaða sig á ólöglegum efnum. Geir Ágústsson telur vandamálið vera að skaðlegu efnin eru ólögleg. Geir Ágústsson er sú týpa af snillingi.
Vagn (IP-tala skráð) 20.9.2019 kl. 20:14
Vagn,
Takk fyrir að segja frá öllu nema þinni eigin skoðun. Það er að vísu ekki mjög gagnlegt í umræðu, en þú hvetur mig til dáða.
Hér eru litlar tilvitnanir sem fá þig vonandi til að hugleiða eitthvað sem heitir þín eigin skoðun:
"Black markets only arise when products are unavailable or prohibitively expensive on the legal market, often as a result of well-meaning efforts to protect people from their own choices. But instead of keeping them away from substances that might increase their risks a little, restrictions push people into the illicit market where adulterated and defective products can kill them."
https://fee.org/articles/street-vapes-are-not-e-cigarettes/
"Fortunately, the “lung disease” hysteria is finally starting to die down. In almost every instance, the persons affected inhaled black-market THC (the psychotropic component of marijuana) in turn laced with contaminants. It appears that vitamin E acetate, a thickening agent used in some bootleg THC vape cartridges, was responsible for the myriad medical issues."
"All products, no matter how novel or effective, have the potential for serious side effects. Studies (of varying quality) have found everything from coffee to bacon having an association with cancer, which is why television advertisements for pharmaceuticals end with a laundry list of disclaimers."
https://fee.org/articles/street-vapes-are-not-e-cigarettes/
Geir Ágústsson, 20.9.2019 kl. 20:30
Úbbs, hér er linkur í fyrri greinina:
https://fee.org/articles/hysterics-aside-vaping-is-the-safest-quit-smoking-aid-on-the-market/
Geir Ágústsson, 20.9.2019 kl. 20:31
Klapp! Enda dáða drengur........
Helga Kristjánsdóttir, 21.9.2019 kl. 04:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.