Stormur í vatnsglasi

Brexit er enginn heimsendir og þegar Brexit er gengið yfir - jafnvel án svokallaðs samnings - mun fátt breytast.

ESB hefur ekki efni á því að loka á bresk viðskipti svo engir tollamúrar rísa.

Bretar vilja stunda viðskipti við alla, þar á meðal ESB, og gera það.

Bretar munu að vísu herða landamæragæslu sína. Það er alveg skiljanlegt. Mikið meira verður það ekki.

Bandaríkin sögðu sig úr Bretlandi á sínum tíma án samnings. Einhver átök áttu sér stað en svo verður ekki núna. Þýskir og franskir hermenn munu ekki ráðast á London.

Íslendingar sögðu sig úr Danmörku á sínum tíma. Það var farsælt fyrir alla.

Noregur, Sviss og Ísland eru ekki í ESB en hafa gert ýmsa samninga við sambandið og það er gott fyrir alla. 

Brexit er stormur í vatnsglasi. Vonandi gengur hann yfir sem fyrst.


mbl.is Lét Boris Johnson heyra það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bresk stjórnvöld og ESB segja tollamúra rísa. En þú veist náttúrulega betur því þú hefur lesið vel öll gögn og kynnt þér þetta betur en Bretar og ESB.

Bretar og ESB munu þurfa að hefja tollaafgreiðslu milli Bretlands og ESB. En hún er ekki til staðar núna.

Mundu svo þegar þú heimsækir Bretland eftir Brexit að farsímareglur ESB um verð á þjónustunni gilda ekki lengur í Bretlandi og því geta farsímafyrirtækin hækkað verðið umtalsvert. Og aðgengi þitt að heilbrigðisþjónustu, menntastofnunum, búsetu og atvinnu í Bretlandi breytist. Það breytist fleira en verð á viskíi og hagkvæmni þess að framleiða vörur í Bretlandi.

Vagn (IP-tala skráð) 17.9.2019 kl. 10:14

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Voru íslensk stjórnvöld ekki nú þegar búin að gera samning við Breta?

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/05/10/Utanrikisvidskiptaradherra-Bretlands-fundadi-med-Gudlaugi-Thor/

Auðvitað hótar ESB tollamúrum. Það er skiljanlegt. Í ESB vonast menn til að óttinn við tollamúrana haldi Bretum innan sambandsins. Ef og þegar Bretar ganga út munu þýskir bílaframleiðendur og franskir vínframleiðendur ekki sætta sig við að komast ekki á einn stærsta markað sinn. Vittu til - ESB er ekki ónæmt fyrir röddum borgara sinna þótt það virki oft þannig.

Utanríkisráðuneytið hefur tekið Brexit föstum tökum, og Íslendingar í Bretlandi verða ekki verr staddir í Bretlandi en Sviss, Noregi og Lichenstein.

Geir Ágústsson, 17.9.2019 kl. 10:22

3 identicon

Raddir borgaranna heimta einnig að þeirra framleiðsla njóti tollaverndar. Franskir bílaframleiðendur sætta sig ekki við að Breskir bílar komi á markað án tolla. Breskar landbúnaðarvörur fá ekki að keppa við landbúnað ESB eins og þeir væru meðlimir. Og Breskir kjötframleiðendur vilja tolla á Dönsku skinkuna. Breskir skattgreiðendur margfalda ekki ríkisstuðning við sinn landbúnað til þess að hann geti keppt við tollalaus ESB ríki.

Ísalendingar þurfa að sækja um leyfi til að dvelja í Bretlandi eftir Brexit. Og ýmis réttindi skerðast þó sum haldist og Íslenskur fiskur komist inn tollalaust.

Vagn (IP-tala skráð) 17.9.2019 kl. 12:17

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það getur vel verið að ESB reisi tollamúra. Bretar munu þá bara kaupa bílana frá Japan og vínið frá Suður-Ameríku. Ég held að þeir hafi lengi viljað stækka sjónardeildarhring sinn í milliríkjaverslun en verið fastir á bak við ESB-múrinn.

Geir Ágústsson, 17.9.2019 kl. 17:00

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ekki veit ég hvernig hlutirnir þróast í UK og í ESB við Brexit, hitt veit ég að það eru nú þegar tollar til staðar á milli landa þó svo að þau séu í EES/ESB, þó lágir séu.

Sé að höfundur vill skrifa þetta út frá því að UK bíði eftir því að komast í frelsið, að helsið sé ESB megin.

Ég sé þetta ekki endilega þannig. Því til stuðnings má minnast á vont dæmi þegar Boris Johnsson [BJ] dróg upp reikta síld og tók þann pól í hæðina allar hindrarni væru ESB mál, þegar svo annað kom í ljós. Sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=pR5OyGXVb-A

ESB mun vilja eiga viðskipti við UK áfram og öfugt. Hitt er svo annað, ef UK gerir sinn "besta fríverslunarsamning" við D.J Trump og co í USA, þá munu varnir ESB gilda um áframfluting og framleiðslu á aðföngum sem eiga að fara áfram inn á ESB markað. 

BJ og skoðunasystkin hans átta sig ekki á því að Brexit er ekki hlaðborð, þú velur ekki það besta og skilur eftir það versta.

Pakkinn í heild sinni eður ei.

UK valdi Brexit, ekki ESB.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.9.2019 kl. 17:22

6 identicon

Bretar eru með góðar viðskiptatengingar út um allan heim og drottningin þeirra er virtasti þjóðarleiðtogi í heiminum í dag.

ESB setti viðskiptabann á Rússa en samt er Þýzkaland í miklum viðskiptum við þá vegna alskyns undantekinga varðandi gas frá Rússlandi og stríðstól frá Þýzkalandi. Fjármagnið mun alltaf finna leið til að ávaxta sig

Það eru bara aumingjarnir á Íslandi sem láta snuða sig um 20 miljarða árleg viðskipti við Rússa. Til að standa með einhverju sem enginn skilur síst af öllum Gulli utanríkis

Grímur (IP-tala skráð) 17.9.2019 kl. 18:00

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er það sem ESB óttast mest og veit reyndar að fátt mun breytast nema kannski til batnaðar fyrir breta. Það eru slæm skilaboð og styrkur þeim öflum í öðrum ESB löndum sem vilja slíta samstarfi. Það skal ekki gera mönnum létt að fara. Eiginlega ómögulegt nema að semja um skilyrði sem gera það að verkum að engin útganga verður nema að nafninu til.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.9.2019 kl. 05:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband