Stóri traðkar á litla

Í Hong Kong finna menn nú fyrir auknum þrýstingi frá Kína um að dansa í takt við fiðluna í Peking. Þetta eru slæmar fréttir. Hong Kong, Singapore og fleiri slík svæði eru svæði þar sem fólk fær að þrífast og dafna, a.m.k. miðað við flest önnur svæði í þessum heimshluta.

Leiðtogar ríkja eru samt feimnir við að mótmæla og það vita Kínverjarnir alveg sjálfir og nýta sér það.

Það er því undir íbúum Hong Kong að standa á sínum, með eða án aðstoðar annarra.

Eða hvar eru "frelsum Tíbet" raddirnar núna?

Það er í eðli ríkisvaldsins að vilja breiða úr sér og sópa til sín stærri og stærri hlutum samfélagsins. Ef enginn mótmælir er ekki von á góðu.


mbl.is Námsmenn í Hong Kong boða verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef til vill liggur skýringin í að fólk hefur oft séð "Made in Hong Kong" en aldrei "Made in Tibet"

Grímur (IP-tala skráð) 22.8.2019 kl. 20:19

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég skil ekki þá skýringu. Hong Kong er vin í eyðimörk. Þangað flýja einstaklingar undan kúgun. Þar fær fólk að stunda viðskipti. Fátækasti íbúi Hong Kong er ríkari en 70% mannkyns. Hong Kong var lofað sjálfræði til margra áratuga í viðbót. 

Ef Kína kemst upp með þetta - fyrir utan Tíbet-málið allt saman og Taiwan og útþenslu þeirra í álfunni almennt - þá geta menn alveg eins gefið Austur-Asíu upp á bátinn: Hún verður Kína. Og "Made in China" leysir af "Made in Taiwan", "Made in South-Korea", "Made in Vietnam" og jafnvel(!) "Made in Japan".

Geir Ágústsson, 24.8.2019 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband