Drengir af öllum gerðum, litum og stærðum

Er loksins byrjað að ræða þá grafalvarlegu stöðu sem blasir við ungum karlmönnum? Frábært!

Þeir fremja næstum því öll sjálfsmorðin og glæpina, eru miklu líklegri til að skolast út úr skólakerfinu en stúlkur og eru skammaðir frá morgni til kvölds fyrir að vera þeir sjálfir. Fremji þeir glæpi fá þeir harðari refsingu en kvenmaður sem fremur sama glæp. Fari svo að þeir eignist börn og skilji svo við barnsmóðurina bíður þeirra alltof oft aðskilnaður frá börnum sínum og himinháar meðlagsgreiðslur. Þeim er ýtt til hliðar í vinnunni til að rýma fyrir einhverjum óhæfari einstaklingi til að fylla upp í hina og þessa kvóta. Og svona má lengi telja. Og til að kóróna allt er þeim kennt um öll vandamál heimsins. 

Þetta réttlætir alls ekki skotárásir en gæti kannski útskýrt tilurð slíkra árása og fært okkur nær því að koma í veg fyrir slíkar hörmungar.

Þegar menn eins og kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson segir við unga karlmenn að það sé pláss fyrir þá í heiminum þá sperra þeir eyrun. Hann er að segja - að mínu mati - sjálfsögðustu hluti í heimi, en er um leið eins og einmanna rödd í eyðimörk femínista. 

Það er kominn tími til að ræða hvað við og hin pólitíska rétttrúnaðarkirkja er að gera við unga karlmenn. Það græðir enginn á því að missa þá úr leik. Enginn.


mbl.is Áhyggjur af hvítum ungum drengjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband