Fréttir úr raunveruleikanum

Vestrænir fréttamiðlar eru fullir af allskonar þvaðri um batterí, rafmagnsbíla, vindmyllur, loftslagsbreytingar og plastnotkun.

Í raunverul2019-08-16_10-17-21eikanum ræða menn aðra hluti og hrinda af stað risavöxnum framkvæmdum sem byggjast á raunverulegri þörf og raunverulegum útreikningum.

Sem dæmi má nefna verkefni sem ég tilheyri í minni vinnu: Tenging á gasframleiðslu úr norskri landhelgi við gasdreifikerfi Póllands! Og hvernig gera menn það? Jú, með því að grafa stálrör í jörðina þvert yfir Danmörk.

Heimasíða verkefnisins.

Þetta er tröllaukið verkefni sem ég hafði ekki hugmynd um fyrr en ég byrjaði í nýrri vinnu í byrjun júní. Og þótt nú styttist í að menn grafi skurði yfir Danmörku alla hef ég ekki séð svo mikið sem eina frétt eða eina umfjöllun um verkefnið í fjölmiðlum. En kannski kemur að því bráðum.

(Auðvitað er þetta verkefni ekki bara knúið áfram af orkuþörf. Menn eru líka að reyna minnka þörf sína á rússnesku gasi ef svo fer að Rússar fara í fýlu og loka krönunum. Hið fréttnæma hér er þá kannski að menn eru að eyða fúlgum í kerfi sem er hannað til a.m.k. 30 ára en tala um leið um að vilja hætta notkun jarðefnaeldsneytis löngu fyrir þann tíma.)

Í gær var mér svo sagt aðeins frá öðru verkefni, enn tröllauknara: Byggingu gasleiðslu meðfram endilangri strandlengju Norð-vestur Afríku, sem tengir saman gasframleiðslu Nígeríu við Spán!x2019-08-16_10-22-10

Já, að hugsa sér að það væri einn daginn hægt að elda á eldavél í Danmörku með gasi frá Nígeriu!

Menn virðast telja þetta mögulegt og eru að fá sérfræðinga til að reikna og hanna en sjáum hvað setur. 

Þetta er a.m.k. það sem er að gerast í raunveruleikanum: Menn eru að reyna minnka þörfina á kolum en þurfa engu að síður eitthvað sem kemur í staðinn. Kjarnorkan er óvinsæl og vindmyllurnar óáreiðanlegar og dreifikerfi rafmagns ræður ekki við sveiflurnar frá þeim. Það þarf því að ná í meiri olíu og gas og ýmislegt lagt á sig í þeim efnum.

Með kveðju frá raunveruleikanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað með Nigeríu og Afríku - hafa þeir engan áhuga á að nýta þessa orku sjálfir?

Fyrst alþjóða fjármagnið telur hagkvæmt að leggja leiðslu alla þessa leið þá er augljóslega hagkvæmt að leggja raforkusæstreng til Íslands og eyða smápening í að kaupa upp stuðning ríkisstjórnarinnar ef múturnar til embættismannanna í Brussel duga ekki til að skapa alþjóða regluverk sem þrælbindur íslendinga til að gefa frá sér "hreinu" orkuna á verði sem ESB ákveður

Grímur (IP-tala skráð) 17.8.2019 kl. 15:05

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Nígería er risavaxinn framleiðandi á gasi en nei, þeir virðast ekki hafa not fyrir það sjálfir né nágrannar þeirra nema að hluta til. Góð spurning samt. Kannski það sé búið að plata þá til að þekja tún sín og eyðimerkur með viðkvæmum og rándýrum sólarpanelum?

Ég hef ekki sett mig inn í orkupakkamálið satt að segja en hef á tilfinninguna að það sé jafnvel stormur í vatnsglasi. Það blasir við að menn eru að tengja saman stærri og stærri svæði, bæði til að dreifa orku og auðlindum. Hvort litla Ísland eigi að spila þann leik veit ég ekki. Tæknin er alltaf að batna og langar tengingar að verða hagkvæmari. Þó finnst mér Evrópubúar eigi kannski frekar að hætta þessu vindmyllukjaftæði og byrja á ný að finna hagkvæmar leiðir til að framleiða orku, svo sem með þóríum (sem krefst þó meiri rannsókna) eða kjarnorku (tæknin er til) en einnig bara með því að brenna meira af gasi og olíu.

Geir Ágústsson, 18.8.2019 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband