Samviskubitmenningin

Samviskubit hrjáir marga að því er virðist. Samviskubitið virðist heldur ekki hafa nein landamæri.

Sá sem heimsækir vini og ættingja í útlöndum eða langar í smávegis sól á fölan kroppinn á að hafa samviskubit yfir flugferðinni.

Sá sem á fjarlæga ættingja sem gerðu eitthvað á að hafa samviskubit.

Sá sem tjáir skoðanir sínar á að hafa samviskubit yfir áhrifum orða sinna á aðra.

Karlmaður sem fær starf sem kona sótti líka um á að hafa samviskubit.

Hvítur einstaklingur sem fær starf sem ekki-hvítur einstaklingur sótti líka um á að hafa samviskubit.

Sá sem dregur í efa að það eigi að grýta lauslátar konur til dauða eða höggva hendurnar af vasaþjófum á að hafa samviskubit yfir því að menningarheimar sem stunda slíkar athafnir eru fátækir og úr fjarlægri fornöld.

Sá sem þénar vel á að hafa samviskubit yfir því að aðrir þéna minna.

Listinn er miklu lengri og nær til nær allra afkima samfélagsins. Er ekki kominn tími til að spyrna aðeins við fótum?

Nú er ég hvítur, gagnkynhneigður karlmaður sem vinn við hönnun á rörum sem flytja olíu og gas. Samviskubit mitt ætti að vera gríðarlegt! En ég þjáist ekki af samviskubiti yfir fjölskyldu minni, atvinnu eða lífsstíl. Ég er heiðarlegur maður sem kem vel fram við fólk og ber ábyrgð á mínu lífi. Bless, samviskubit!


mbl.is O'Rourke játar að hafa hagnast á þrælahaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er mjög óheilbrigt að hafa samvizkubit vegna einhvers svona sem kemur manni ekkert við.

Það er reyndar til marks um andleg veikindi að vera með samvizkubit alltaf.  Það er á spurningalistanum, sjáðu til.  "Hve geðveikur ert þú?" listanum sem sálfræðingar nota til að prufa fólk.  Þú getur sjálfur tekkað. 

Ég sé enga ástæðu fyrir fólk að vera eitthvað andlega veikt.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.7.2019 kl. 13:01

2 identicon

Það er lúmskt þetta samviskubit sem þú sýnir með þessum skrifum. Segist ekki þjást af því en vilt samt spyrna við fótum gegn. Þessi viðurkenning á því að þú getir ekki annað en dreymt um tíma þegar þú gast hagað þér eins og þú værir einn í heiminum. Þessi söknuður sem þú finnur fyrir þegar þú heldur aftur af þér og reykspólar ekki út í umferðina. Og gremjan sem bærist í brjósti þér þegar þú hugsar óvart um afleiðingar þess sem þú gerir.

Vagn (IP-tala skráð) 15.7.2019 kl. 13:19

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég er ekki með samviskubit og vil einfaldlega biðja aðra um að hætta því líka. Ég er einfaldlega mjög stoltur af því hvað ég stend fyrir, hvort sem það er vinna eða einkalíf, og líður mjög vel í eigin skinni. Svo tel ég mig ekki vera eitthvað heftan af tíðarandanum; þegar ég sé tré þá segi ég "tré", og þegar ég kveð Þjóðverja þá segi ég "auf Wiedersehen". Hef fyrir vikið verið kallaður risaeðla, dýr í útrýmingarhættu og afneitunarsinna, svo fátt eitt sé nefnt. Og verði þeim að góðu sem stimpla þá sem hlaupa ekki í felur með skoðanir sínar.

Geir Ágústsson, 15.7.2019 kl. 14:10

4 identicon

Bogi Ágústson horfir alvarlegur í augun á þér gegnum sjónvarpsskjáinn, lagar aðeins gleraugun og dembir svo á þig fréttum af hörmungum heimsins. Auðvitað er stöðugt verið að minna þig á hvað allir aðrir hafi það skítt og hvað ÞÚ sért að valda mikilli hnattrænni hlýnun.

Í raun á maður að vera þakklátur RUV að koma alltaf með kjafasögur um Trump, tístið í honum er þó varla mér að kenna en þá kemur krafan um meðvirknina og rétttrúnaðinn. ÞÚ veður að vera hneykslaður annars ertu ekki með okkur í liði

Grímur (IP-tala skráð) 15.7.2019 kl. 18:58

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Alveg sérstaklega óþolandi dæmi um það hvernig fólk og fyrirtæki eru að lúffa fyrir samviskubitmenningunni eru stóru olíufélögin á LinkedIn og netinu almennt. Þar flagga þau ekki kjarnastarfsemi sinni sem aflar þeim nálægt því 100% tekna þeirra (a.m.k. tekna án ríkisstuðnings). Nei, fréttir af einhverjum gæluverkefnum hér og þar - sólarpanell hér og krakkar að keyra batterísbílar þar - og tala um "low carbon future" eins og það sé verðugt markmið í sjálfu sér.

Þarna hafa menn beygt sig alveg í duftið í von um náð og miskunn frá samviskubithernum. 

Geir Ágústsson, 16.7.2019 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband