Millifærslusamfélagið

Á Íslandi er hægt að fara í niðurgreitt nám og þiggja á meðan niðurgreidd lán. Séu vextir LÍN bornir saman við markaðsvexti blasir við að lántakar eru nú þegar að hljóta umtalsverða styrki og nú skal enn bætt í. Eftir útskrift blasa svo við himinháir skattar til að fjármagna námið og niðurgreiddu lánin. Það þýðir að minna verður aflögu til að borga niður lánin og þau fylgja fólki oft í marga áratugi, og jafnvel í gröfina og á borð ættingja.

Þetta er millifærslusamfélagið í hnotskurn: Þú getur fengið hitt og þetta en bara í skiptum fyrir háa skatta sem um leið gera þig háðari hinum opinberu gjöfum. 

Ertu í leiguhúsnæði og þiggur vaxtabætur? Ekki hækka í launum! Þá missir þú bæturnar en skattarnir halda áfram að vera háir! 

Ertu eldri borgari eða í hjólastól en stendur til boða að vinna aðeins? Slepptu því! Þú gætir misst bæturnar og jafnvel endað á verri stað en ef þú hefðir legið heima allan daginn!

Og alltaf skal bætt í bæturnar og laun opinberra starfsmanna og gæluverkefnalistann og skattar þurfa alltaf að vera í svimandi hæðum til að halda uppi vinnufæru fólki eða ungu fólki sem þolir ekki svolitla námsmannafátækt.

Má ekki skera á þennan stóra vítahring - þessa hringavitleysu skatta og bóta - og einblína á að hjálpa þeim sem þurfa virkilega á hjálp að halda og gera það vel, á meðan vinnufært fólk fær að vinna án þess að vera refsað fyrir það?


mbl.is 30% námslána breytt í styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Best væri auðvitað að vera laus við þetta námsmannapakk - það skilar hvort eð er engu til samfélagsins en sýgur til sín ómælda fjármuni úr hirslum ríksins og makar krókinn - lúxuslíf stúdenta!

Jón (IP-tala skráð) 10.7.2019 kl. 14:15

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég get tekið undir þetta - að hluta!

Í Danmörku eru einhver samtök sem gefa árlega út lista yfir væntanlegar tekjur hinna og þessara stétta í þeim tilgangi að hafa áhrif á námsval ungmenna. Ég hef meira að segja séð fyrirsagnir eins og "Svona getur þú menntað þig til atvinnuleysis".

Fjölmiðlar hafa líka lagt sitt af mörkum til að vara við atvinnuleysi í kjölfar náms:

http://nyheder.tv2.dk/samfund/2017-01-30-arbejdsloeshed-rammer-nyuddannede-disse-faggrupper-har-flest-ledige

Ég hef meira að segja rekist á opinbera tölfræði sem á að upplýsa fólk í námsleit um framtíðarhorfur þeirra.

Á Íslandi væri þetta talið mismunun eða til fordóma, því miður.

Geir Ágústsson, 10.7.2019 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband