Þriðjudagur, 9. júlí 2019
Þegar stofnkostnaður er enginn
Gamalt bragð í pólitískri umræðu er að gera áætlanir sem miða við að það kosti ekkert að byggja, setja saman eða framleiða. Þannig má til dæmis láta rafbíla líta vel út á mælikvarða losunar koltvísýrings. Menn gefa sér bara að það hafi ekki kostað nein aðföng að framleiða hann og viti menn, útreikningurinn kemur vel út!
Á sama hátt hafa menn þurft að afskrifa eða færa töluvert niður stofnkostnað vegna t.d. Kárahnjúkavirkjunar (landverð hirt á verði undir markaðsverði og ávöxtunarkrafan lækkuð í botn) og Borgarlínu (þar koma engir útreikningar vel út nema falsa kostnaðaráætlanir vegna uppbyggingar).
Rafbílar eru alveg ágætt áhugamál fyrir stórborgara ríkra landa eins og rafmagnshlaupahjól eru ágæt leið til að fá húðlata unglinga til að drullast út úr húsi. Lengra nær það hins vegar ekki. Batterí rafbíla sjúga til sín sjaldgæf hráefni sem börn eru pínd til að grafa úr námum í Afríku og raunar þyrfti að tæma margar námur Jarðar bara til að rafbílavæða eins og eitt lítið Bretland.
Það er ekkert sérstaklega umhverfisvænt við rafbíla en þeir eru flott tæki sem svala kannski tækjaþörf okkar Vesturlandabúanna í smástund, þar til við gefumst upp á að halda þessu í gangi í norðlægu loftslagi og snúum okkur að einhverju með viti.
Rafbílar losa 75-80% minna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.