Þriðjudagur, 2. júlí 2019
Undir eilífum grun
Bankahrunið 2008 hafði djúpstæð áhrif á sálarlíf Íslendinga og sérstaklega íslenskra embættismanna, svo sem dómara og hinna ýmsu eftirlitsstofnana.
Til dæmis er ekki talið við hæfi að maður sé talinn saklaus uns sekt sé sönnuð. Nei, miklu frekar á að rannsaka menn og lögaðila svo árum skiptir - til öryggis! Því hvað ef rannsókn er hætt og upp kemst um sekt á einhvern annan hátt? Hefur regluverkið þá ekki brugðist og opinberir embættismenn hætta á að verða gagnrýndir? Ekki reknir auðvitað (við erum að tala um hið opinbera), en gagnrýndir!
Réttarríkið byggir á ákveðinni hugsjón en sú hugsjón hefur nú vikið fyrir annarri: Þú ert undir grun þar til sakleysi þitt hefur verið sannað eða viðkomandi eftirlitsstofnun gerð afturreka af dómstólunum, sem um leið eru gegnsýrðir af sama hugarfari.
Því miður.
Eimskip svarað fyrir héraðsdómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.