Mánudagur, 1. júlí 2019
Er hægt að bjarga strætó?
Það gengur illa að smala fólki inn í strætó af mörgum ástæðum og göturnar virðast alltaf vera troðfullar af bílum. Þetta er vítahringur því mikil umferð þýðir að strætó festist líka. Það á því að reyna að koma fólki í strætó með því að kalla hann borgarlínu og gefa honum sérakreinar. Samkvæmt glærunum mun það duga til að koma fólki í strætó, létta á umferðinni og allskonar annað gott.
En hvað ætli það kosti að gefa öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins, eða Íslands ef út í það er farið, strætókort? Mun það kosta tugmilljarða eins og hinn nýi strætó á sérakreinunum? Ég efast um það. Væri ekki skynsamlegra að hleypa öllum í strætó alltaf og sjá hvort það létti ekki aðeins á umferðinni?
Annars eru til margar leiðir til að laga strætó án þess að það kosti tugmilljarða eins og hið nýja strætókerfi. Það má t.d. lengja strætóana og skilgreina stutta kafla þar sem þeir komast fram úr bílunum.
Á Íslandi er ákveðin hefð fyrir því að apa eftir lélegustu hugmyndunum frá hinun Norðurlöndunum og selja svo sem "sænsku leiðina" eða álíka. Hvernig væri að apa eftir góðri hugmynd í staðinn, til tilbreytingar?
Grunnskólanemar fá strætókort | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það hefur einfaldlega verið ákveðið að ráðast í gerð Borgarlínunnar á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi til að fjölga þeim sem nota almenningssamgöngur og vagnarnir munu ekki nota jarðefnaeldsneyti.
Hávaða-og loftmengun frá umferðinni verður því minni en ella, auk þess sem hlutfall einkarafbíla mun stöðugt aukast hér, eins og í Noregi.
Byggðin verður einnig þétt við Borgarlínuna. Tugþúsundir munu því búa við línuna og þurfa ekki að ganga langar leiðir að henni.
Þeir sem ekki vilja búa nálægt Borgarlínunni eða í þéttri byggð geta það hins vegar að sjálfsögðu.
Flestir Reykvíkinga vilja samkvæmt skoðanakönnunum búa vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, þar sem byggðin er mun þéttari en til dæmis austan Elliðaáa og þriðjungur Reykvíkinga býr vestan Kringlumýrarbrautar.
Þar eru þó og verða áfram stór opin svæði, Klambratún (Miklatún), Öskjuhlíð, Nauthólsvík, Ægisíða og Hljómskálagarðurinn.
Þrátt fyrir nafnið verður Borgarlínan ekki eingöngu í Reykjavík og mun liggja til að mynda á nýrri brú yfir Fossvoginn á milli Kópavogs og Reykjavíkur, frá Hafnarfirði og í Mosfellsbæ.
Sífellt fleiri hjóla á höfuðborgarsvæðinu og auðvelt verður að hjóla frá Kársnesi í Kópavogi að háskólunum á Vatnsmýrarsvæðinu, þar sem nú er verið að byggja bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði, til dæmis fyrir nemendur háskólanna.
Hjóla- og göngustígar hafa verið lengdir verulega á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár, enda nota þá sífellt fleiri.
Flestir Reykvíkinga starfa vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík og þar eru þrír háskólar með um 20 þúsund nemendur og kennara.
Við Landspítalann, stærsta vinnustað landsins, starfa um fimm þúsund manns, og stórar byggingar verða reistar þar á næstu árum.
Því er mikilvægt að byggja íbúðarhúsnæði á Vatnsmýrarsvæðinu nálægt háskólunum og Landspítalanum, enda er verið að byggja á Hlíðarendasvæðinu og íbúðarhúsnæði verður einnig byggt við Háskólann í Reykjavík og Skerjafjörðinn á næstu árum.
Þorsteinn Briem, 1.7.2019 kl. 09:30
Auðvitað "mun" hitt og þetta gerast. Annars væri erfitt að réttlæta 100+ milljarða fjárfestingu. En mun það gerast sem mun gerast? Það veit enginn, en reynslan er slæmur forboði.
Geir Ágústsson, 1.7.2019 kl. 10:29
Ég er ansi hræddur um að þessi Borgarlína verði nýr Braggi nema núna fyrir ÖLL bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu ekki bara Reykjavík.
Fólk kýs aðra ferðamáta en strætó.
Væri nær að hugsa einhverja lausn sem er ekki svona fáránlega dýr og er nútímaleg, t.d. sjálfkeyrandi bíla eða uber
Emil Emilsson (IP-tala skráð) 1.7.2019 kl. 15:50
Það myndi eflaust sparast ansi margir milljarðar ef fólki væri bara borgað fyrir að vera heima hjá sér frekar en að bruðla þessum hundruðum milljarða í eitthvað sem ekki verður notað.
Halldór (IP-tala skráð) 1.7.2019 kl. 18:48
En kannski má taka þetta skrefinu lengra og sópa upp hugmyndum Kínverja fyrir milljónaborgir:
https://www.youtube.com/watch?v=vaUTIIggEis
Nú eða bara hleypa Uber og Lyft á göturnar og halla sér aftur og slappa af. En það kemur aldrei til greina.
Geir Ágústsson, 1.7.2019 kl. 19:08
Það er yfirleitt nóg af fólki í stræró. Það eiga ekki allir bíl. Tekur þú einhvern tíma strætó? Það þarf ekki að smala fólki inn í strætó. Þeir hafa marga fasta viðskiptavini. Flestir eru vissulega á ferðinni á mestu álagstímunum fyrir vinnu á morgnana og eftir vinnu síðdegis, á sama tíma og bílafólkiö er í um ferðinni.
Kerfið hér er nokkuð gott, kannski fyrir alveg alla, sérstaklega ekki þá sem búa í úthverfum og 'afkimum' en mikil nýting er á vögnunum bæði um helgar og í miðri viku.
En svo er auðvitað spurning um þessa Borgarlínu, hvort hún skili einhverju betra kerfi fyrir viðskiptavinina.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 2.7.2019 kl. 02:16
Svarið er nei Ingibjörg, þessi borgarlína mun ekki gera neitt annað en að kosta okkur formúgu af fjár og auka umferðarteppur gríðarlega..
Halldór (IP-tala skráð) 2.7.2019 kl. 08:43
Hér má finna yfirveguð og skynsamleg skrif um Borgarlínuna sem enginn ætti að geta smeygt sér frá að taka afstöðu til:
https://www.vb.is/skodun/borgarlina-gisli-marteinn-og-gotuvitarnir/155357/
Geir Ágústsson, 2.7.2019 kl. 13:10
Borgar-sig-ekki-línan er auðvitað eins og flest annað sem kemur frá vinstri flokkunum, della og óráðsía.
Annars hefur mér borist teikning af Borgarlínunni, hún er hér.
Theódór Norðkvist, 4.7.2019 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.