Fimmtudagur, 30. maí 2019
Þjófur aflar tekna
Ríkisútgjöld eru fjármögnuð með ofbeldi. Sá sem borgar ekki skatta er handtekinn og líkamlega varpað í steininn.
Þegar stjórnmálamaður talar um að afla hinu opinbera tekna er hann að setja lögregluna í stellingar svo hún geti hlaupið af stað ef einhver er ósammála sama stjórnmálamanni um notkun á fé þeirra sem þess afla.
Einkavæðum allt.
Spennutreyjan skorin af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sá sem borgar ekki skatta sína er ekki handtekinn og varpað í steininn. Þannig að rök þín standast ekki. Það mætti eins segja að þín útgjöld séu fjármögnuð með ofbeldi og nota sömu rök og þú notar. Einkavæðing minnkar ekki ofbeldið sem þér finnst vera til staðar, einkavæðing gerir það bara frjálst og hömlulaust.
Vagn (IP-tala skráð) 30.5.2019 kl. 19:15
262. grein hegningarlaga segir nokkuð annað.
Geir Ágústsson, 30.5.2019 kl. 20:36
Árin 1974-1978: Fjármálaráðherra var Matthías Á. Mathiesen í Sjálfstæðisflokknum, faðir Árna Mathiesen, fjármálaráðherra í Sjálfstæðisflokknum í Hruninu hér á Íslandi haustið 2008.
Árið 1978: Verðbólgan hér á Íslandi var 44%.
Árin 1980-1983: Fjármálaráðherra var Ragnar Arnalds í Alþýðubandalaginu.
Árið 1983: Verðbólgan 84% og verðbólgan í ágúst 1983 var 103%.
Árin 1976-1980: Álkrónur notaðar hér á Íslandi, þvermál 17 millimetrar, þyngd 0,61 gramm. Flutu á vatni.
Árið 1981: Tvö núll tekin af íslensku krónunni. Þótti sniðugt. Ragnar Arnalds fær stórriddarakrossinn.
En um ríkisstjórnina og fjármálaráðherrann Matthías Á. Mathiesen 1974-1978 var ort þessi vísa:
Stjórnin leggur skatt á skatt,
skattalögin setur,
alltaf fitnar Matti Matt,
meir en nokkur annar getur.
Þorsteinn Briem, 30.5.2019 kl. 22:59
Það mætti gjarnan skrifa fleiri svona vísur.
Eins man ég vel eftir atriði í skaupinu um Skattmann. Það þarf að minna stjórnmálamenn á að þeir eru að féfletta fólk.
Geir Ágústsson, 31.5.2019 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.