Markmiðið er óróleiki

Hvernig fær sósíalískur byltingasinni útrás fyrir hugsjónir sínar?

Jú, með því að gerast formaður verkalýðsfélags og espa upp endalaus átök.

Nú er ég stundum spurður að því af hverju ég vel að búa í Danmörku en ekki á Íslandi. Fyrir utan aðgengi að áfengi og mildara veðurfari nefni ég stundum stöðugleika (sem er nokkuð sem Danir taka alvarlega og kemur því ekkert við að danska krónan er laustengd evrunni eða að Danmörk er í Evrópusambandinu). Vissulega fara kennarar, hjúkkur og starfsmenn SAS í verkfall í Danmörku en þá er yfirleitt slegist um hóflegar launahækkanir eða bara eitthvað allt annað eins og vinnutíma. Það er almennur skilningur á því að sá sem ruggar bátnum of mikið hættir á að falla í sjóinn og draga alla með sér, og hverjum er þá greiði gerður?

En sósíalískur byltingasinni hugsar ekki um heildina eða til lengri tíma eða til þess að til að þiggja laun þarf einhver að geta borgað þau.

Karl Marx tókst ekki að sannfæra aðra um ágæti sinna skoðana en ríka fólkið í London. Það tók langan tíma að koma verkalýðnum af þeirri skoðun að verðmætasköpun væri besta leiðin til launahækkana. Eftir að það tókst hefur hins vegar ríkt eilíf togstreita á atvinnumarkaðinum. Því miður.


mbl.is Riftun á kjarasamningi komi til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Atvinnurekendur sem ekki fara eftir lögum og reglum skapa "óróleikann". cool

Að samningi standa að minnsta kosti tveir aðilar og þeir þurfa að sjálfsögðu báðir eða allir að standa við samninginn.

Og sé ekki staðið við samning er hægt að rifta honum.

Ekkert ókapítalískt við það. cool

Þorsteinn Briem, 22.5.2019 kl. 11:17

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er ekki hægt að kveða á um að einhver hafi svikið samning með því að einhliða lýsa því yfir.

En jú, undir venjulegum kringumstæðum þá ráða menn og reka eða hefja störf og segja upp. Hér er samt um eitthvað annað að ræða. Hérna ætlar verkalýðsfélag að segja upp fyrir hönd þúsunda meðlima og hleypa öllu í bál og brand. Aðili A segir upp aðila B, og verkaðlýðsfélag gerir um leið aðila C samningslausan. Ýmislegt að því.

Geir Ágústsson, 22.5.2019 kl. 11:57

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Efling.is 21.5.2019 (í gær):

"Bréf var sent á Árna Val, sem stýrir CityPark, CityCenter og CapitalInn hótelunum, til að fá skýringar á þessu. Rekstrarfélög Árna Vals tilheyra Samtökum atvinnulífsins, svo þau voru líka beðin um viðbrögð.

Miðstjórn ASÍ lýsti því yfir í kjölfarið að stéttarfélögum væri áskilinn réttur til að rifta kjarasamningum gagnvart þeim atvinnurekendum sem ekki virtu þá sem samið hefur verið um. Þar með væru lögmætar þvingunaraðgerðir á borð við verkföll í spilinu."

"Þau eru einfaldlega að kóa með verstu sort af kapítalista," segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

"Þeirri sort sem er til í að setja fólk á strípaðan taxta þegar þau semja um launahækkun, þeirri sort sem reynir að stækka hótelið sitt í leyfisleysi síðasta haust, sem bjó svo illa um byggingarverkamennina að það þurfti að loka framkvæmdunum því þeir voru taldir í lífshættu.


Manni sem reyndi að koma í veg fyrir að starfsfólkið hans fengi að kjósa um verkfallið sitt. Manni sem hefur oft stært sig af að borga starfsfólkinu sínu meira en aðrir hótelstjórar, sem er einfaldlega ósatt."

Efling - Óskað eftir fundi með SA hjá ríkissáttasemjara vegna vanefnda

Þorsteinn Briem, 22.5.2019 kl. 12:47

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er einfaldlega með bein í nefinu en ekki "konukind", eins og sumir hér á Moggablogginu halda fram. cool

Og í hvaða stjórnmálaflokki hún er skiptir mig engu máli. cool

Þorsteinn Briem, 22.5.2019 kl. 13:03

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Er Efling hér komin í hlutverk lögreglu og dómstóla? Er ekki venjan að kæra afbrot til lögreglu eða þar til gerða yfirvalda?

 Auðvitað má tjá sig og ásaka og hvaðeina en ég vona að Efling sé ekki orðin ríki í ríkinu, eins og mafían. Eða er það kannski bara ágætur samanburður?

Geir Ágústsson, 22.5.2019 kl. 16:18

6 identicon

Ég veit ekki alveg hvernig Steini eða Sólveig myndi standa að því ef rekstur fyrirtækis sem þau myndu stjórna ef kostnaður er orðinn hærri en tekjur? 

Við slíkar aðstæður hafa rekstraraðilar aðeins tvo valkosti þ.e. að draga saman reksturinn eða hætta honum alveg með tilheyrandi uppsögnum eða að hækka verð þ.e. ef markaðsaðstæður og samkeppni leyfa slíkt.

En Steini og Sólveig hafa þetta auðvitað alveg á hreinu þ.e. að ríkisvæða allan atvinnurekstur.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 22.5.2019 kl. 16:27

7 identicon

Fyrir utan fyrrum austantjaldslönd og Miðjarðarhafslöndin Portúgal, Spán, Ítalíu, Grikkland og Kýpur er Ísland spilltasta land Evrópu skv World Happiness Report. Reyndar eru flest þeirra með tvisvar til þrisvar sinnum hærri einkunn en Ísland.

https://en.wikipedia.org/wiki/World_Happiness_Report#2019_World_Happiness_Report

Danmörk trónir á toppnum með þrisvar sinnum hærri einkunn en Ísland. Þar er komin ein helsta skýringin á því að átökin verða að vera miklu meiri hér til að fá fram kjarabætur. Krónan er einnig sökudólgur. Með gengislækkun hennar rýrna kjörin. Krónan á einnig sinn þátt í mikilli spillingu á Íslandi. Auðvelt er að spila á gengissveiflur fyrir þá sem eiga fé. Almenningur blæðir.

Það er því ólíku saman að jafna að varðveita kaupmátt launa hér eða í Danmörku.    

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.5.2019 kl. 00:07

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er enginn vandi að búa til stöðugan gjaldmiðil. Fyrir því er samt ekki pólitískur áhugi af mörgum ástæðum:

- Með mikilli gengisfellingu má skerða laun og styrkja útflutningsgreinar

- Með lítilli gengisfellingu má uppfylla óskir hagfræðinga sem aðhyllast kenningar John Meynard Keynes og Milton Friedman um "hógværa verðbólgu"

- Með því að hafa peningaprentunarvaldið í höndum seðlabanka (sem er svo í raun framkvæmt af viðskiptabönkunum) má tryggja stjórn hins opinbera á því hvaða peningar eru notaðir, hver kaupmáttur þeirra er og hverjir geta fengið ferska peninga í vasann þegar þörf er á

- Gengisfelling er leið framhjá ofurvaldi verkalýðsfélaga sem neita að samþykkja launalækkanir jafnvel þótt kaupmáttur gjaldmiðilsins sé á mikilli uppleið og við það að lama útflutningsgreinar og fyrirtæki með hlutfallslega háan launakostnað

Traustir gjaldmiðlar (evran og dollarinn eru það ekki en virðast vera það því þeir rýrna svipað hratt í kaupmætti) valda stjórnmálamönnum miklum heilabrotum. Þeir þyrftu þá að ráðast á verkalýðsfélögin og taka af þeim valdið til að halda uppi launum þvert á allan raunveruleika. Víða er peningaprentun líka notuð til að fjármagna laumulega hallarekstur hins opinbera í stað þess að fara í óvinsælar skattahækkanir. 

En það er enginn vandi að halda úti traustum gjaldmiðli eða gefa notkun gjaldmiðla alveg frjálsa og afnema einokunarvald ríkisins á peningaútgáfu og leggja niður Seðlabanka Íslands og leyfa markaðnum að finna trausta gjaldmiðla sjálfur. Á því er bara ekki raunverulegur áhugi.

Geir Ágústsson, 23.5.2019 kl. 08:59

9 identicon

Orðið gengisfelling gefur það til kynna að gengið sé fellt á handvirkan hátt en það hefur ekki verið gert um áraraðir. Hinsvegar ef samið er um kauphækkanir umfram raunverulega framleiðniaukningu hagkerfisins þá lætur gengið undan og lækkar sjálft.

Þannig að raunveruleg lífskjaraaukning ræðst fyrst og fremst á hagvexti á hverjum tíma en alls ekki af stórkarlalegum/stórkerlingalegum kröfum verkalýðsfélaga.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.5.2019 kl. 11:45

10 identicon

"Kauphækkanir umfram raunverulega framleiðsluaukningu hagkerfisins" geta verið mjög æskilegar til að auka hagræðingu og tekjujöfnun. Menn taka ekki til né láta af eigin græðgi nema tilneyddir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.5.2019 kl. 12:19

11 identicon

Það er nú ýmislegt að hægt að segja um þessa kreddu framsetningu Ásmundar. 

1. Ef þeir sem taka áhættu með fé sitt eða leggja mikið á sig mega ekki hagnast ef vel gengur og eiga að deila öllum ávinningnum með restinni þá hlýtur það sama að eiga við þegar illa gengur og rekstur t.d. skilar tapi. Þá hlýtur samfélagið að taka þátt í því tapi.

2. Forsendan fyrir þeim hugmyndum sem koma fram hér að ofan hjá Ásmundi byggir á því að það sé engin munur á afkomu atvinnugreina eða einstakra fyrirtæka stórra og smárra.  Launahækkanir langt umfram framleiðniaukningu gengur nærri fyrirtækjum sem hafa lága framleiðni eða berjast í bökkum.  Fyrirtæki verða gjaldþrota, leggja niður starfsemi eða draga saman seglin sem þýðir uppsagnir og atvinnuleysi.  En í seinni tíma virðast vinstri menn eins og Ásmundur ekki hafa neina áhyggjur af atvinnuleysi enda hafa þeir góða lausn við því þ.e. að hækka atvinnuleysisbætur.

3. Þegar þróunin verður eins lýst er í lið 2 og búið er búa til samfélag þar sem fjárfestar, atvinnurekundir og í raun allir sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur fá ekki njóta vel heppnaðs reksturs þá verður engin framleiðniaukning til skiptanna og að öllum líkindum verður samdráttur með tilheyrandi lífskjaraskerðingu. En það skiptir auðvitað engu máli ef það er hugsanlega hægt að auka jöfnuð sem  er reyndar einn sá mesti á Íslandi samkvæmt öllum mælingum.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.5.2019 kl. 19:21

12 identicon

Það er enginn að tala um að menn eigi ekki að fá að njóta vel heppnaðs reksturs.

Það er hins vegar af hinu góða og til þess fallið að bæta hagvöxt að ofurhagnaður verði eftir í landinu hjá launþegum frekar en að hann rati til aflandseyja landsmönnum til einskis gagns.

Illa rekin fyrirtæki, sem geta ekki greitt sómasamleg laun, mega vel missa sig. Þá myndi fjármagn leita annað þar sem það gefur meira af sér og opnar möguleika á hærri launum.

Þannig fengjum við betra þjóðfélag og meiri jöfnuð.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.5.2019 kl. 11:47

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Er ekki fullreynt að reyna skattleggja sig til jöfnuðar og hagsældar? Er þetta ekki annaðhvort eitthvað eða hitt?

Geir Ágústsson, 25.5.2019 kl. 03:35

14 identicon

Geir, það hefur einmitt tekist mjög vel í því landi sem þú býrð í að skattleggja til meiri jafnaðar og minni spillingar.

Það tókst einnig vel hér á landi á árunum eftir hrun þegar ójöfnuður minnkaði meðan hann óx i öðrum löndum. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.5.2019 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband