Norræna leiðin er blönduð leið

Á Íslandi tala menn oft um að vilja gera hitt eða þetta eins og frændur okkar á Norðurlöndunum. Það er samt ekki rétt. Miklu frekar vilja Íslendingar sækja fyrirmyndir til Austur-Evrópu, og jafnvel Sovétríkjanna sálugu.

Á Norðurlöndunum starfar mikill fjöldi einkaaðila í heilbrigðiskerfinu til hliðar við hið opinbera. Það er hin norræna leið. Vilja Íslendingar þá leið eða ekki?


mbl.is „Okkur er ekki svarað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er fullt af fólki á Íslandi sem álítur Norður-Kóreu og Venezúela betri samfélög en það íslenska.

Ég átti einu sinni tal við konu sem var þeirrar skoðunar að betra væri að barn dæi úr hættulegum sjúkdómi en að það fengi meðferð, ef meðferðin væri greidd af foreldrunum og annað barn, fátækara, fengi ekki meðferð.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.5.2019 kl. 11:19

2 identicon

er það ekki bara heilbrigð skynsemi að láta einkaþjónustu dafna við hlið ríkisþjónustu? Það styttir biðlista og læknar fólk hraðar og kemur í veg fyrir dauðsföll á biðlista. Er það ekki bara einhver sjúkleg þráhyggja að vilja steypa alla í sama mótið, allir skulu vera á ríkisbiðlista. En ágætt að vita þetta Geir, ég vissi ekki hvernig þetta er í hinum Norðurlöndunum. 

Einar (IP-tala skráð) 4.5.2019 kl. 16:32

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Í Danmörku er vissulega risavaxið opinbert heilbrigðiskerfi. Það er hins vegar plagað af sömu vandamálum og öll ríkismiðstýring. Einkaaðilar hafa því brugðið á það ráð að stofna sín eigin fyrirtæki og tryggingafélög bjóða upp á sjúkratryggingar sem margir atvinnurekendur niðurgreiða fyrir launþega sína. Þar með er hægt að meðhöndla fólk hraðar og án biðlista, sem um leið minnkar álagið á hið opinbera kerfi.

Þetta er svo sjálfsagt mál í hugum Dana að það kemur ekki einu sinni upp í kosningatali hörðustu vinstriflokkanna. Auðvitað tala margir um að það þurfi að styrkja hið opinbera kerfi en enginn hefur fengið það hamarshögg í hausinn að telja að það gerist með því að bola út einkaaðilunum.

Geir Ágústsson, 4.5.2019 kl. 17:52

4 identicon

Þú varst óheppinn með tengingu við frétt. Hjá þessu fyrirtæki, sem kvartar undan því að ríkið vilji ekki semja og stytta biðlista, er rúmlega sjöfalt lengri bið eftir þessum aðgerðum en hjá ríkinu og verðið þriðjungi hærra.

Þegar heilbrigðisstofnanir ríkisins hafa fengið fjármagn til að gera aðgerðir hafa þær gert fleiri aðgerðir fyrir minna en kostar hjá einkastofum. Vandinn er ekki sá að opinbera kerfið ráði ekki við fjöldann. Vandinn er að í fjárlögum er ekki settur peningur í aðgerðirnar. Þetta er meðvituð ákvörðun um að draga úr þjónustu opinberra heilbrigðiskerfisins svo hið einkarekna fái blómstrað.

Ríkið á ekki að kaupa dýrari og lakari þjónustu en opinberar stofnanir geta veitt. Jafnvel þó ýmsir hægrisinnaðir pólitíkusar vilji setja allt í einkarekstur og berjast þess vegna gegn opinberum rekstri og reyna að svelta hann til dauða.

Vagn (IP-tala skráð) 4.5.2019 kl. 20:15

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef sambærileg þjónusta er í boði hjá spítölunum og biðlistarnir miklu styttri, væri þá ekki rökrétt að fólk færi fremur þangað? Vitanlega væri það svo.

Ástæðan fyrir því að biðlistar eru lengri hjá einkastofunum, svo munar meira en heilu ári, (ef það er sannleikanum samkvæmt að svo sé) hlýtur þá að vera sú að fólk kjósi fremur að fara þangað. Hver er þá ástæðan fyrir því? Hún hlýtur að liggja í því að fólk vilji í lengstu lög forðast að fara í þessar aðgerðir á spítölunum. Og hvers vegna er það? Nú, orsökin hlýtur þá að vera sú að fólk treysti ekki spítölunum.

Þessi yfirlýsing frá forstjóra Sjúkratrygginga er mjög einkennileg. Og örugglega ekki öll kurl komin til grafar í þessu máli. Það væri fáránlegt að fólk kysi fremur að bíða í 15 mánuði eftir þjónustu hjá aðila A en að fara til aðila B væri sambærileg þjónusta til staðar.

Ég get mér þess til að forstjóri Sjúkratrygginga fari með rangt mál, örugglega vísvitandi, og það eigi eftir að koma á daginn á morgun eða hinn. Að öðrum kosti lifum við í heimi fáránleikans.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.5.2019 kl. 20:39

6 Smámynd: Örn Einar Hansen

Enginn hlustar á Íslendinga eða önnur norðurlönd, því þessi lönd hafa engar raddir. Þeir eru sauðir, sem fylgja öðrum en eru engir leiðtogar. Öll þessi lönd, eru löns föðurlandssvikara, sem fylkja liði undir "kynþáttahatur" og "ofsóknir" gegn norrænum mönnum, undir þvi yfirskini að þessir norrænu menn séu "þjóðverjar". Skoða engar staðreyndir, og eru ekki færir um að standa undir eigin skinni ...

Örn Einar Hansen, 4.5.2019 kl. 21:01

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Það þarf að snúa hugarfarinu á Íslandi á haus. Ríkið ætti að reyna bjóða ALLT sem það getur út til einkaaðila, bæði í heilbrigðisþjónustu og öðru. Þetta hefur mjög marga kosti í för með sér:

- Ríkið safnar hægar í skuld í lífeyrissjóðskerfi opinberra starfsmanna

- Það er hægt að "skala" upp og niður eftir þörf með einföldum útboðum og þjónustusamningum

- Það er hægt að koma á samkeppni með tilheyrandi rekstraraðhaldi, nýsköpun og daðri við þarfir skjólstæðinganna

- Það er hægt að minnka hið mikla álag sem sýnilega er á íslenskum yfirvöldum vegna heilbrigðisþjónustu

Engum dettur í hug að ríkið þjóðnýti dekkjaverkstæði. Það að eitthvað sé eins og það er í dag eru veik rök fyrir því að svo eigi að vera áfram.

Geir Ágústsson, 5.5.2019 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband