Báknið þarf meira pláss

Á meðan landsmönnum fjölgar hægt og rólega er hið opinbera af hverju tagi að sprengja utan af sér allt húsnæði. Það má gæla við þá hugsun að hið opinbera, t.d. borgarstjórn Reykjavíkur eða landsstjórnin, sé orðið það stórt að það þurfi ekki lengur nein verkefni utan frá til að halda sér uppteknu: Öll skjalavinnan innanhúss (skýrslur framleiddar og sendar í umferð, fundir, nefndir, ráð og svona mætti lengi telja) dugir til að halda hinu opinbera uppteknu.

Í stað þess að reisa í sífellu nýjar skrifstofur utan um alla opinberu starfsmennina ætti að staldra við og hugleiða hvort það sé þörf á allri þessari stjórnsýslu.

En það er víst lítil sem engin von til þess. 


mbl.is Gæti verið tilbúin árið 2023
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er ekki almenna reglan sú, að til að viljinn til breytinga verði nægur til að eitthvað gerist þarf yfirleitt einhvers konar krísu?

Þorsteinn Siglaugsson, 25.4.2019 kl. 10:49

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Kannski, en flestar krísur virðast samt enda í því að báknið stækkar, einmitt af því það er krísa. 

Það sem gæti dugað væri að einkavæða til andskotans því einkafyrirtæki rembast við að ná öllum markmiðum sínum OG skila hagnaði. Um leið léttist á söfnun lífeyrisskuldbindinga á herðum skattgreiðenda og rekstrarlegur sveigjanleiki eykst (að ráða og reka, prófa nýjar aðferðir, fjárfesta í nýrri tækni, endurhugsa vinnuferla osfrv.).

Geir Ágústsson, 25.4.2019 kl. 14:57

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er rétt, að báknið stækkar þegar verða krísur. 

We are fucked!

Þorsteinn Siglaugsson, 25.4.2019 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband