Bönnum nagladekk vegna ryks frá Sahara

Stundum kemur náttúran okkur á óvart þrátt fyrir öll mælitækin, módelin og metnaðarfullu vísindamennina. Stundum reynist fyrirsögnin ekki vera rétt jafnvel þótt enginn hafi vísvitandi reynt að ljúga og hafi haft aðgang að fullkomnustu tækni til að leggja mat á tiltekið ástand. 

Við erum minnt á það aftur og aftur að oft er betra að staldra við og hugsa en grípa til róttækra aðgerða sem geta haft neikvæðar afleiðingar.

Umræðan um nagladekk í Reykjavík er gott dæmi. Menn sjá svifryk og nagladekk og álykta að nagladekkin valdi svifryki. Svifryk er slæmt og nagladekkin hljóta því að vera það líka, hvað sem líður ástandi vega og umferðaröryggi utan við miðbæ Reykjavíkur.

Síðan koma í ljós vísbendingar um að rykið eigi kannski uppruna sinn á hálendi Íslands og tengist miklu frekar vindátt en notkun nagladekkja. Kannski léleg þrif á götum séu því vandamálið en ekki nagladekkin?

Eða kemur rykið frá Sahara-eyðimörkinni? Þá eru nagladekkin kannski ekki svo slæm.

Það er í tísku núna að hrópa sem hæst að húsið sé að brenna og að við eigum að yfirgefa eigur okkar, lífsstíl og velmegun í hvínandi hvelli.

Hvað með að staldra við? Ísbjörnum fjölgar, eyjar eru ekki að sökkva og sólvirkni að minnka. Kannski höfum við ekki náð að grípa allt með módelunum fínu.


mbl.is Rykmökkur frá Sahara á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Sannarlega er þetta rétt hjá þér, Geir. Kostulegt hvernig Stöð 2 fjallaði um (í sterkum suðaustan vindi) að spáð sé svifryki og því sé "frítt" í strætó. Nagladekkin komu því nákvæmlega ekkert við, enda er ryk ekki kyrrt yfir götum nema í blæjalogni. Spáin kom vegna sandanna sém blés á, alveg eins og Sahara núna.

Eftir næsta eldgos má ekki hreyfa vind að austan án þess að ryk fari yfir hættumörk hér, alveg eins og öskugosárin 2010 og 2011 og þar á eftir. En alltaf skal rætt um nagladekk!

Ívar Pálsson, 23.4.2019 kl. 12:34

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Auðvita væri heppilegt að þurfa ekki að nota nagladekk, en ég læt konuna mína ekki aka án nagladekkja á vetrum. En áræði eða kannski var það mont sem tafði mig og olli mér vandræðum varðandi þetta atriði. 

Nú fer ég aldrei langleiðir á vetrum héðan frá Neskaupstað án þess að vara á konudekkjum. Frá miðjum Janúar og þrjár vikur af febrúar var mikið mistur yfir Kanarí, en þar nota þeir ekki nagla dekk.  En við eigum nóg af uppsprettum fyrir svifryk og foksand og dreifararnir fara í gang af og til.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 23.4.2019 kl. 14:23

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sjálfsagt er dýrt fyrir skuldsetta Reykjavíkur borg að hreinsa götur, en þar sem ryk sest að, hvernig sem það er tilkomið, þá er það einskonar lögmál að það leggur af stað ef hreift er við því, hvort sem það eru hjól eða vindur og snillingar Reykjavíkurborgar geta auðvita ekkert ráðið við lögmálin.            

Hrólfur Þ Hraundal, 23.4.2019 kl. 14:42

4 Smámynd: Egill Þorfinnsson

Hrólfur hér í Las Palmas hefur verið töluvert svifryk og mistur yfir borginni síðustu 4 daga. Og aðeins má sjá aldrað fólk með rykgrímur.

Hér er notkun nagladeggja frekar takmörkuð en talið er að núna megi rekja stóran hluta ryksins vegna ríkjandi vindátta til eldfjallaeyjunnar Lanzarote sem er hér rétt hjá.

P.S Annars hvað er að frétta ? Er Gísli Marteinn kominn á stofnun ?

Egill Þorfinnsson, 23.4.2019 kl. 15:24

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Bravó fyrir ykkur Ívari og Hrólfi

"Hvað með að staldra við? Ísbjörnum fjölgar, eyjar eru ekki að sökkva og sólvirkni að minnka. Kannski höfum við ekki náð að grípa allt með módelunum fínu."

Fjörtíu þúsund fíflin frá París og ríkisstjórn Íslands  sem dýrka AlGore olíumilljónera slá taktinn fyrir okkar skattfé.

Heimsklan lifir  ÞVÍ MIÐUR GEIR ÁGÚSTSSON OG TAKK FYRIR ÞARFAN PISTIL!

Halldór Jónsson, 23.4.2019 kl. 16:34

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Við getum bara setið róleg heima hjá okkur.  Ef við ferðumst ekki til Sahara kemur Sahara til okkar, ef við ferðumst ekki austur á sanda eða inná hálendið kemur hvoru tveggja líka til okkar, fyrr eða síðar.  Var annars einhver að tala um svifryk...

Kolbrún Hilmars, 23.4.2019 kl. 17:02

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þarf kannski bara að banna innflutning á sandi?

Guðmundur Ásgeirsson, 23.4.2019 kl. 17:52

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Kannski væri best fyrir alla að splundra Reykjavík upp í mörg minni sveitarfélög og skilja miðbæinn eftir fyrir Dag og Gísla Martein. Þeir geta þá byggt alla þá hjólastíga sem þeir vilja, bannað nagladekk og meinað stöðum um vínveitingaleyfi (nema þeirra eigin). Miðbærinn er líka eina svæðið sem hentar þeirra viðhorfum: Allt í göngufæri, ófært fyrir fatlaða og gamalmenni og allir stóru vinnustaðirnir innihalda ríkisstarfsmenn sem kjósa heppilega. 

Úthverfin geta um leið látið miðbæjarrotturnar afskiptalausar og þurfa um leið ekki að óttast ákvarðanirnar sem teknar eru í 101 fyrir þá í 110.

Geir Ágústsson, 23.4.2019 kl. 19:16

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka síðuhafa fyrir gefa færi á að láta álit í ljós, en þjónusturnar á Kanari og fararstjórar sögðu að þetta mistur kæmi frá Sahara og sólin var eins og rautt glóðarauga í mistrinu snemma morguns.  En Vel getur verið að að norðvestan stífir vindar beri með sér mistur frá Lanzarote.

En til athugunnar Hr. Egill Þorfinnsson eldfjalla aska er svört og verður rauð með tímanum sé í henni járn. En Sahara sandur er ljós og virka grár er hann fellur á, ég hélt að þessar eyjar tvær austur af GranCanaria væru að megin efni sandrif úr ljósum sandi sem hefur borist frá Sahara í aldir.

 Vestan við GranCanaria og Tenerife eru hinsvegar eyjar og sker sem eru líklega frá svipuðu skeið og Tenerífe og GranCanaria.  En takk fyrir umfjöllunar möguleikann Egill og athugaðu ekki er vís að alt sé rétt sem ég segi.       

Hrólfur Þ Hraundal, 23.4.2019 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband