Þriðjudagur, 2. apríl 2019
Ekkert að óttast
Okkur er sagt að svokallað "no-deal Brexit" sé alveg svakalega slæmt mál og muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér.
En hvers vegna?
Ætlar Evrópusambandið í alvöru að reisa tollamúra í kringum Bretland? Af hverju? Fyrir hvern? Bretar kaupa miklu meira frá sambandinu en sambandið kaupir frá Bretum. Bretar geta hæglega fært viðskipti sín annað.
Verður alveg ómögulegt að reka fyrirtæki í Bretlandi? Flest ríki heims standa utan við Evrópusambandið. Er ekki hægt að reka fyrirtæki þar?
Einu sinni voru stór ríki eins og Svíþjóð og Pólland utan Evrópusambandsins. Er hægt að segja að aðildin hafi haft nákvæmlega sömu - og eingöngu jákvæð - áhrif á þau ríki?
Nei, aðild að Evrópusambandinu er ekki eintómt partý. Hún hefur kosti fyrir sum ríki en önnur ekki. Hún getur aukið viðskipti en líka dregið úr þeim (í kringum sambandið eru viðskiptahindranir við afgang heimsins).
Auðvitað mun aðlögun þurfa að eiga sér stað en ég held að Bretar þurfi ekki að óttast neitt. Það er fyrst og fremst Evrópusambandið sem hefur eitthvað að óttast. Það verður veikara án Breta og vill heldur ekki að útgangan verði of auðveld og freisti þar með ríkja eins og Hollands og Danmörku.
Þann 12. apríl endar vonandi þessi sirkus og lífið heldur áfram.
Greiddu atkvæði gegn Brexit-tillögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tollamúrar er lítið orð og nær engan veginn utanum alla þá múra, veggi, skrifræði og takmarkanir sem Bretland verður fyrir eftir útgöngu. En Norður Írland sýnir að tollar eru ekki stærsta málið. Þrátt fyrir mikla tryggð við heimsveldið gæti sameining við suðrið verið næsta eðlilega skref og sjálfstætt Skotland verður líklegra. Einhverjir tollar mundu ekki kalla á þau viðbrögð.
Vagn (IP-tala skráð) 2.4.2019 kl. 09:30
Nú þegar hafa Bretar samið um óbreytt samskipti og viðskipti við Ísland og Noreg. Ástralir hafa boðist til að hefja um leið fríverslunarviðræður. Ég held að heimurinn sé að opnast fyrir Bretum, ekki lokast. Brestir diplómatar eru sennilega í startholunum að láta fljúga með sig um allan heim og krækja í hagstæða viðskiptasamninga.
Geir Ágústsson, 2.4.2019 kl. 10:06
Ég er þér hjartanlega sammála Geir, Bretar eru ekki að tapa á útgöngu og ESB ríkin eru háð viðskiptum við Breta, hjá því geta búrokratar í Brussel ekki litið framhjá. ESB-elítan reynir allt sem hún getur til að þvinga Breta og May lætur þá spila með sig. Bretar munu spara stórfé sem mun nýtast þeim heimafyrir og hvert ESB-ríkið á fætur öðru mun óska eftir viðskiptasamningum við Breta á jafnræðisgrunni en ekki einhliðagrunni eins og nú er. Mun ESB þurfa að leita samninga við Breta en ekki bara á eigin forsendum eins og nú er reynt að þvinga fram.
Tómas Ibsen Halldórsson, 2.4.2019 kl. 11:09
Ef maður skoðar Merkel og Macron, sér maður að EU er lítið annað en "tyranni". Og ef menn, voru nokkurn tíma í efa um ... hversu mikið "tyranni" eru í huga Merkel, þessa "fyrrverandi" STAZI kerlingar, og Macron .. sem dreymir um að verða Lúðvík 14 ... þá skulu menn líta á mál þeirra um Brexit. EU, átti að vera samstarf "viljugra" ríkja ... þetta mál, sýnir að ENGINN ríki innan EU eru þar sjálfviljug.
Eitthvað, sem haf ber bakvið eyrun.
Örn Einar Hansen, 2.4.2019 kl. 18:51
No deal er ljóslega besta niðurstaða sem hinn almenni breti getur fengið.
Og þeir fá þaðp fyrir hálfgerða slysni. Heppnir andskotar. Hvenær verðum við svona heppnir?
Ásgrímur Hartmannsson, 2.4.2019 kl. 20:12
Enn er spilað upp í hendurnar á Brussel-valdinu:
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/04/02/may_saekir_um_frest/
Þetta fer að minna á Y2K krísuna svokölluðu þegar allar tölvur heims áttu að hrynja og valda heimsendi. Hvað gerðist? Ekkert!
Geir Ágústsson, 3.4.2019 kl. 07:56
No-deal Brexit mun valda margháttuðum vandræðum til skemmri tíma. Það snýr ekki bara að viðskiptum heldur einnig breskum ríkisborgurum sem starfa eða eru við nám í öðrum Evrópulöndum, og auðvitað evrópskum borgurum sem búa í Bretlandi. Það eru því margar ástæður fyrir því að breskir stjórnmálamenn eru lítið hrifnir af þeirri niðurstöðu. En til lengri tíma munu þessir hlutir vitanlega jafna sig.
Þorsteinn Siglaugsson, 5.4.2019 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.