Miðvikudagur, 27. mars 2019
Jöklar koma og fara
Jöklar koma og fara, þynnast og þykkjast, stækka og minnka, myndast og hverfa. Um Vatnajökul segir t.d. á einum stað:
Jaðar Vatnajökuls gæti fram á 13. öld hafa legið 1015 km innar en nú er.
Síðan skall á svokölluð litla-ísöld: Byggð hvítra manna lagðist af á Grænlandi, lífskjör allra í Evrópu versnuðu, kornrækt var hætt á Íslandi og miðaldirnar urðu myrkari.
Með öðrum orðum: Þegar Vatnajökull var minni, í hlýrra loftslagi, þá leið öllum betur en þegar hann stækkaði vegna kulda.
En samt halda menn ráðstefnur, spá heimsendi og því að jöklar hverfi (núna á það að vísu að taka heil 200 ár að losna við jöklana, þ.e. miklu fleiri ár en spámennirnir geta vonast til að lifa).
Menn eru að gera til að athlægi. Nú þegar eru fyrstu spádómar Al Gore byrjaðir að ekki-rætast. Hvað eiga að líða mörg ár af spádómum sem rætast ekki áður en menn hætta að taka þá alvarlega?
Það er kannski hægt að stofna nýjan dálk í einhverju dagblaðinu við hliðina á stjörnuspánni og gefa honum heitið: Loftslagsspá dagsins. Þar geta menn lesið einhverja vitleysu eins og hverja aðra afþreyingu yfir morgunkaffinu áður en brunað er af stað í bensínbílnum með bros á vör.
Jöklarnir munu hverfa innan 200 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Demókratar í bandaríkjunum básúna nú að heimsendir verði eftir tólf ár ef allri olíunotkun verði ekki hætt strax og fretandi kýr aflífaðar. New green deal kalla þeir þetta. Tillaga um að leggja bandaríkin í auðn raunar.
Þetta var raunar drepið í þinginu í gær enda svo brjálað að þetta er farið að hljóma eins og farsi í augum hugsandi fólks.
Hér eru menn farnir út í að draga börn út úr skólum til að beita þeim fyrir sig í áróðrinum í von um meiri sympatíu og heimta aðgerðir strax án þess að útlista hverskonar aðgerðir það ættu að vera. Það hefur reyndar enginn hugmynd um það annað en að skattleggja allt og alla til ólífis.
Þetta ber að taka jafn alvarlega og sértrúarsöfnuð Jim Jones og segja nei takk við cool-aid-inu.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2019 kl. 11:41
Það kom líka NASA á óvart að Jakobshavn jökullinn á Grænlandi sé nú að stækka. Eflaust tekst þeim að spinna e-a neikvæða frétt um málið en í augnablikinu eru þeir bara gapandi undrandi.
Ragnhildur Kolka, 28.3.2019 kl. 13:36
Þegar menn hafa ákveðið niðurstöðuna kemur raunveruleikinn mönnum alltaf á óvart.
Geir Ágústsson, 31.3.2019 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.