Þriðjudagur, 26. mars 2019
Eðlisfræðilegt sjálfræði innleitt í lögin
Í tugþúsundir ára hefur mannkynið reynt að komast að niðurstöðu um hvaða orð þýða hvað og hvernig á að lýsa heiminum á sem skýrastan hátt.
Þó hefur okkur ekki alltaf tekist vel upp.
Af hverju tölum við til dæmis um að grjót sé hart en að eitthvað hafi mjúkt bragð? Silki hefur mjúka áferð án þess að það tengist þykkt þess nokkuð á meðan sófapúðinn mjúkur þótt hann sé klæddur í grófa bómull.
Af hverju eru hægrimenn bæði þeir sem vilja lítið og grannt ríkisvald sem lætur eigur okkur og einkalíf í friði, en líka öflugt fasistaríki sem vill að réttindi ríkisvaldsins trompi réttindi einstaklinga?
Stundum tölum við um að eitthvað hafi þyngd þótt við séum að meina massann.
Það sem bjargar þessu öllu er yfirleitt gagnkvæmum skilningur á því hvað átt er við. Við vitum alveg að þegar við segjum að silki sé mjúkt þá er verið að tala um áferð þess en ekki hvernig er að liggja á því með höfðinu. Við vitum alveg að þegar frjálshyggjumenn eru kallaðir öfgahægrimenn á sama hátt og fasistar þá er verið að villa um fyrir ungu fólki sem hefur ekki náð að kynna sér hina pólitísku orðræðu.
En núna hefur ný kynslóð tekið við hinni hugmyndafræðilegu forystu og sú kynslóð hefur afneitað raunveruleikanum. Hún segir að engin skoðun sé réttari en önnur, að það séu ekki til nein algild sannindi og að hugtök eins og kyn og menning megi einfaldlega skilgreina að vild.
Niðurstaðan er hugmyndafræðileg ringulreið í versta falli en bjánaskapur í besta falli. Appelsína er ekki lengur appelsína. Nei hún er það sem þú vilt að hún sé! Það er ekkert rétt eða rangt, bara það sem stjórnendur almenningsálitsins ákveða að gildi þá og þá stundina.
Ætla Íslendingar virkilega að hefja þess vegferð? Ég hélt að svona tískubylgjur úr háskólum ríkra unglinga í Norður-Ameríku væru ekki svona auðseldar á norðurhjara?
Kynrænt sjálfræði fyrir Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vel skrifað og rökstutt, Geir.
Nær væri að tala hér um súbjektíft sjálfræði 15-17 ára ósjálfráða krakka, á einu sviði lífsins, því sem þröngsýnir halda að sé ær og kýr tilverunnar: þ.e. á kynjasviðinu.
Alþingi setur ofan að taka svona frumvarp til afgreiðslu, sem gengur gegn sjálfu sköpunarverkinu. Og hinu má ekki gleyma, að sumt af þessu fólki hefur síðar óskað eftir aðgerð á sér til að komast í upprunalegt horf (m.a. kom það fram um tvo einstaklinga norræna, í þætti um þessi mál í Sjónvarpinu fyrir ca. 2-3 árum).
Jón Valur Jensson, 26.3.2019 kl. 15:04
Sæll Geir, þakka þér fyrir þessa góðu grein þína.
Pólitískur rétttrúnaður snýst um að þvinga fram öfgar og snúa öllu á hvolf. JÁ skal vera NEI og NEI skal vera JÁ, svart skal vera hvítt og myrku skal vera ljós. Biblían segir okkur þetta fyrir, þetta er það sem mun gerast á þeim tímum sem við lifum þegar við förum að nálgast lok þessa heims eins og við þekkjum hann.
Öfgarnar munu halda áfram að aukast og verða enn öfgafyllri. Það mun reynast auðvelt fyrir þá sem fara fyrir öfgunum því stjórnvöld hafa gefið eftir. Pólitíski rétttrúnaðurinn ætlar allt að gleypa og stjórnmálamenn eru skíthræddir við þetta lið, þeir þora ekki að spyrna við fótum.
Tómas Ibsen Halldórsson, 26.3.2019 kl. 15:45
Vel mælt, Tómas!
Jón Valur Jensson, 26.3.2019 kl. 16:19
Snilldarpistill og grátlega sannur.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 27.3.2019 kl. 03:57
Það má í þessu samhengi nefna að þessir póst-módernistar afneita hérna rótgrónum vísindagreinum sem fullyrða að kyn eru til, að þau eru ólík og að kynjamunur sé til staðar frá fæðingu. Sálfræðin er hér óumdeild.
En eru vísindin þá bara eitthvað prump?
Svo virðist vera, með einni veigamikilli undantekningu: Langtíma-veðurspánni! Já, svokölluðu loftslagsvísindi eru þau einu sem menn trúa á þrátt fyrir að vera meðal nýrri vísindagreina, meðal þeirra óvissustu og meðal þeirra sem hafa spáð hvað minnst rétt fyrir.
Magnað.
Geir Ágústsson, 27.3.2019 kl. 07:59
Einnig:
Vissulega eru til grá svæði. Það fæðast börn með bæði typpi og píku og foreldrar taka oft ákvörðun um hvoru eigi að halda sem reynist seinna vera röng.
Það þýðir samt ekki að fullorðnir karlmenn eigi að geta skilgreint sig sem sex ára stelpur og fengið opinbera pappíra upp á þá vitleysu.
Geir Ágústsson, 27.3.2019 kl. 08:01
Hefur einhver velt því fyrir sér hvers vegna þessi skráningarskylda er yfirleitt til staðar. Hvers vegna er nauðsynlegt að skrá kyn fólks í þjóðskrá? Eða er það yfirleitt nauðsynlegt? Ef það er ekki nauðsynlegt, er þá ekki bara einfaldast að hætta að skrá það?
Þorsteinn Siglaugsson, 27.3.2019 kl. 09:09
"Statistics are the eyes and ears of the bureaucrat, the politician, the socialistic reformer. Only by statistics can they know, or at least have any idea about, what is going on in the economy."
https://mises.org/library/statistics-achilles-heel-government
Geir Ágústsson, 27.3.2019 kl. 11:07
Er að hugsa um að reyna að fá mig skráðan sem "relaxed" eða "lazy" "gender". Er kannski ekki búið að gera ráð fyrir því í allri "kynjaflórunni" sem telur nú á fjórða tug "gendera".
Að vera í "röngum líkama" get ég aldrei skilið. Maður fær aðeins eitt líkamshulstur. Allar þessar spekúlasjónir um "kynrænt sjálfstæði" eru í hausnum á fólki. Vilji fólk skipta um kyn, er ekkert að því, líði því betur á eftir. Ekki nokkur skapaður hlutur að því. Náttúran hefur sinnn gang og hefur fram að þessu í flestum tilfellum aðeins boðið upp á tvö kyn hjá flestöllum dýrategundum. Maskepnunni þar á meðal.
Reglugerðir eða lög munu þar engu um breyta.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 27.3.2019 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.