Gamalt vín í nýjum belgjum: Vilja allir vera eins og Pamela Anderson?

Á öllum tímum hafa foreldrar miklar áhyggjur af fyrirmyndum krakka sinna.

Meðal stórhættulegra fyrirmynda má nefna Elvis, Rolling Stones, Def Leopard, Metallica, Bítlana og Pamelu Anderson.

Hefur eitthvað breyst? Það held ég ekki. Hafa ekki allir séð myndbandið þar sem Christinu Aguilera segist vilja vera skítug

Hvað hefur orðið um alla drengina og stúlkurnar sem sáu þetta myndband í óharðnaðri barnæsku? Fóru þeir krakkar allir til fjandans?

Ef eitthvað hefur breyst þá hugsa ég að það hafi frekar breyst til batnaðar. Ariana Grande er t.d. róleg og skapstillt stúlka sem kýs frekar að vera einhleyp en með einhverju bjána. Það er hægt að hugsa sér margt verra. Sonur minn lítur upp til hraustra og duglegra atvinnumanna í fótbolta. Það gæti varla verið betra. 

Öndum með nefinu, reynum að tala við börnin okkar um lífið og tilveruna og hættum að mála skrattann á vegginn. Vinsamlegast.


mbl.is „Vill dóttir mín vera eins og hún?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta var undarleg grein. Höfundur ekki nefndur og frásögnin af afspurn. Hún/hann heyrði semsagt "foreldri" hneykslast á þessu og það er tilefni fyrir siðgæðisfyrirlestri viðkomandi.

Blaðamennska eða er mogginn að breytast í sama klikkbeituskeiniblað og DV?

Jón Steinar Ragnarsson, 10.2.2019 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband