Föstudagur, 8. febrúar 2019
Grafið undan velferðarkerfinu
Guðmundur og kona hans, Ólöf Guðfinnsdóttir, gáfu öll rúmin til Seltjarnar, hins nýja hjúkrunarheimilis sem vígt var á Seltjarnarnesi í byrjun mánaðarins.
Hvað vakir fyrir þeim? Að grafa undan velferðarkerfinu? Að gera opinberan rekstur háðan duttlungum einstaklinga? Að kaupa sér greiða? Að ná stjórn á rekstrarákvörðunum opinberra yfirmanna?
Svona lagað á ekki að viðgangast. Hér ber að leita fordæma til Reykjavíkurborgar. Þar má ekki gefa skólakrökkum reiðhjólahjálma. Það er til fyrirmyndar. Þar forðast menn spillinguna eins og dæmin sanna.
Opinber einokunarrekstur sem er ekki plagaður af samkeppni og hagræðingarkröfum neytenda er hin eina rétta leið til að tryggja lífsgæði fólks og stuðla að áhyggjulausum ævikvöldum aldraðra. Slíkur rekstur á ekki að þola að einstaklingar kaupi sér inn vinagreiða og sérmeðferð með rausnarlegum gjöfum. Er þá betra að aldraðir sofi á teppum á gólfinu en rúmum sem eru fjármögnuð með gróðarekstri og efnahagslegum yfirburðum fárra útvaldra.
Seltjarnarnes - skilið þessum rúmum! Þau eru smánarblettur á starfsemi bæjarins!
![]() |
Lögðu til öll rúmin á nýju hjúkrunarheimili |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bara frábært hjá þessum hjónum að gefa rúmin. Hvers vegna má fólk, sem hefur gengið vel í lífinu, ekki gefa slíkar gjafir í stað þess að erfingjar fái allan peninginn? Best væri að allt ríkt fólk gefi sem mest á efri árum. Margt af þessu ríka fólki hefur borgað litla skatta í gegnum tíðina og verið á ofurlaunum. Gott hjá þessum hjónum að gefa þessi rúm og náttborð.
Margret S (IP-tala skráð) 8.2.2019 kl. 10:13
Margrét, færsla Geirs var ádeila á Dag Eggerts & Co.
Aztec, 8.2.2019 kl. 10:45
"Margt af þessu ríka fólki hefur borgað litla skatta gegnum tíðina og verið á ofurlaunum". Þvílíkt bull og kjaftæði. Fólkið sem talar svona eru gegnumgangandi þeir sem ekkert leggja til samfélagsins en eru hins vegar með legusár og för á hálsinum eftir að hafa japlað af jötunni alla sína tíð. Þeir sem hér eiga í hlut hafa örugglega skilað sínu og langt umfram það. Það á hins vegar ekki við um alla að vilja leggja eitthvað af mörkum til að hægt sé að reka hér samfélag. Þeir sem mest kvarta eru þeir sem mest mest þiggja og leggja ekkert af mörkum sjálfir. Þessir sömu aðilar geta bara alls ekki sætt sig við velgengni annarra.
Örn Gunnlaugsson, 8.2.2019 kl. 11:47
Heill og sæll Geir Ágústsson. Þú kallar þig Sjálfskrýndan sérfræðing um samfélagsmál. Ég sé ekki nein rök um sérfræðingatal þitt. Enn þér væri nær og öðrum að hrósa því sem vel er gert af þessum hjónum. Enn það má ekki gefa gjafir og sjálfsagt þurfa þau að spyrja þig um leyfi. Eitt er víst að þau munu ekki gera það. þessi skrif þín og annarra eru ykkur til vansa, það er mitt mat. Því rök ykkar standast ekki. Það er miður ef fólk má ekki gefa hluti til góðra verka án þess að viðkomandi sé tekinn niður.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 8.2.2019 kl. 13:54
Jóhann,
Ég er hjartanlega sammála hverju orði þínu. Fastir lesendur þessarar síðu vita að ég skrifaði hér af mikilli kaldhæðni. Ég lít á velferðarkerfið sem eina stóra mafíu sem þvingar fólk til að þurfa á því að halda, ella synda með fiskunum.
Geir Ágústsson, 8.2.2019 kl. 14:16
Í Reykjavík má gefa skólakrökkum reiðhjólahjálma, séu þeir ekki merktir Framsóknarflokknum, Eimskip eða einhverjum öðrum sem ekki framleiða reiðhjólahjálma. Sama gildir á Seltjarnarnesi um rúmin til Seltjarnar, væru þau merkt Vinstri Grænum eða Lyfju hefðu þau ekki fengið að koma þar inn fyrir dyr.
Þú getur farið til Afríku ef þig þyrstir svona mikið í að sjá lögregluþjóna í búningum merktum Exxon Mobil eða þingmenn aka um á bílum merktum Coca Cola. Þar er einnig velferðarkerfið að mestu rekið af einkaaðilum og aldraðir sofa á teppum í boði Hertz.....ég sé að þú slefar!
Vagn (IP-tala skráð) 9.2.2019 kl. 04:58
Látum okkur sjá:
- Ríkisvaldið sogar stóran hluta verðmætasköpunar í hirslur sínar, og drepur um leið eðlislæga þörf mannsins til að bæta kjör sín
- Ríkisvaldið setur upp lagakerfi sem verndar ríkiseinokun
- Ríkisvaldi svíkur skyldur sínar
- Einkaaðilar koma inn hér og þar og aðstoða á einn eða annan hátt - og þú kennir þeim um slæmt ástand meðal almennings?
Þetta er kunnuglegur söngur.
Stjúpsonur minn var nemandi í Melaskóla í einn vetur áður en Reykjavíkurborg sá svart vegna agnarsmás lítils merkis sem stendur fyrir Eimskip (án þess að orðið "Eimskip" væri sjáanlegt). Hann notaði þann hjálm mikið og var mjög ánægður með hann. Það væri öllum hollast að yfirvöld kæmu sér hérna einfaldlega úr veginum í stað þess að kæfa gott starf.
Geir Ágústsson, 9.2.2019 kl. 07:23
Það er gott að það að fá að hjóla um bæinn með hjálm merktan Eimskip hafi bjargað menntun stjúpsonar þíns. Að hann hafi upplifað þá blómatíð í Íslenskri menntasögu þegar fyrirtæki fengu að nota kennslustundir til að auglýsa innan skólanna. Og það er skiljanlegt að þú sért sár með að sem læknir fái hann ekki að nota slopp merktan Dominos eða sem prestur hempu merkta Bónus. En þú getur e.t.v. bætt úr ónotatilfinningunni með því að setja myndir, sem fyrirtæki birta fyrir þig ókeypis í fjölmiðlum, í ramma á stofuveggina hjá þér. Málað slagorð eins og "Íslandsbanki - Við erum þar sem þú ert." á bílinn. Og fengið þér Hagkaups tattoo.
Vagn (IP-tala skráð) 9.2.2019 kl. 15:22
Þú málar þetta svart-hvítt, kannski til áherslu.
Að einhver vilji gefa eitthvað og einhver vilji taka við því á einfaldlega ekki að koma yfirvöldum neitt við. Af hverju á einhver pólitíkus að taka fyrir hendurnar á foreldrum, skólastjórum eða yfirmönnum leikskóla? "Nei, hér fá krakkarnir ekki hjálma að gjöf því litla ógreinilega Eimskips-merkið getur heilaþvegið krakkana og sveigt foreldrum þeirra frá viðskiptum við Samskip!"
Þetta er svipuð hræsni og felst í því að mega ekki auglýsa áfengi á Íslandi nema þær auglýsingar séu prentaðar í erlend tímarit.
En kannski líður sumum vel að láta stjórnmálamenn hugsa fyrir sig. Það er óöryggistilfinning sem ég bý ekki yfir.
Geir Ágústsson, 10.2.2019 kl. 11:49
Það bannaði enginn Eimskip að gefa krökkunum hjálma. Þeim var jafnvel boðið að koma einhvern laugardag og dreifa þeim á skólalóðinni. En þeir vildu fá kennslustund til að stunda þessa auglýsingastarfsemi og hættu því við þegar bann var lagt við því. "Gjöfin" var því greinilega ekki hugsuð útfrá umhyggju fyrir velferð barnanna.
Kannski líður sumum vel að láta stjórnmálamenn hugsa fyrir sig. Mér líður vel að láta stjórnmálamenn hugsa fyrir þig. Það veitir ekki af og fyllir mig öryggistilfinningu.
Vagn (IP-tala skráð) 11.2.2019 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.