Sunnudagur, 20. janúar 2019
Hvað er karlmennska?
Við lifum á tímum þar sem strákum er skolað ómenntuðum út úr skólakerfinu, menn reknir úr vinnu fyrir að tjá sínar persónulega skoðanir, sjálfsmorð karlmanna eru raunverulegt vandamál og ásökunin ein nóg til að sverta mannorð karlmanns til lífstíðar.
Það þarf að spyrna við þessari þróun.
Heimur án karlmanna er dapur. Það eru yfirleitt karlmenn sem hlaupa inn í brennandi byggingar og bjarga þar fólki, og yfirleitt karlmenn sem skemma á sér hné og bak í líkamlegra erfiðri vinnu. Karlmenn eru vinnuhestarnir sem draga hið þunga og skítuga og við það eru allir sáttir (femínistar vilja flestir bara þægilegu innivinnurnar, þó án löngu yfirvinnustundanna, en þiggja gjarnan yfirvinnukaupið).
Karlmenn eru yfir það heila ekkert betri eða verri en kvenfólk. Kvenfólk ræðir sín á milli um karlmenn, og oft á óvæginn hátt: Gerir grín að launum þeirra, typpastærð, úthaldi í rúminu, ástandi húðar og klæðaburði. Skólastrákar slást aðeins á skólalóðinni og vissulega leggja þeir í einelti en kvenfólk ræðst á sálina og brýtur niður sjálfstraust og jafnvel sjálfsmynd kynsystra sinna ef þannig liggur á því.
Eitruð karlmennska er ekki til frekar en eitruð kvenmennska. Það eru alltaf til þeir sem tala niður til annarra, hafa fordóma, fordæma og rægja. Bæði kyn eru hér alveg jafnvirk.
Kannski karlmenn liggi betur við höggi í opinberri fordæmingu því þeir verja sig ekki. Kona sem lemur karlmann veit yfirleitt að hún fær ekki einn á snúðinn. Karlmaður sem lemur konu veit að hann er að gera eitthvað rangt. Það er kannski þessi innræting sem gerir það að verkum að karlmenn leggjast flatir og afsakandi á jörðina þegar þeir eru ásakaðir um að vera eitraðir.
Að því sögðu er umræðan samt ágæt. Það er ýmislegt sem má betur fara í samskiptum fólks og í opinberri umræðu.
Ég bíð spenntur eftir því að eitthvert snyrtivörufyrirtækið hvetji konur til að verða besta útgáfan af sjálfum sér á meðan myndskeið eru sýnd af illkvittnum stelpum að hlægja að klæðaburði bekkjarsystur sinnar.
Gillette á hvers manns vörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:13 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er enn ein af mörgum hundleiðinlegum auglýsingum sem koma oft frá stórfyrirtækjum, það er ekkert merkilegt við hana og fær hún mig ekki á neinn hátt til þess að vilja kaupa vörurnar hjá þeim meira, ef eitthvað, þá er hún fráhrindandi. Ekki er ég móðgaður á neinn hátt, mér er í raun bara alveg sama.
Fyrir mér eiga fyrirtæki ekki að vera standa í því að segja fólki hvernig það á að haga sér.
Mesti hrokinn var í kauða frá fyrirtækinu sem sagði að það væri þörf á svona auglýsingu út af bakslaginu sem kom, það segir mér bara eitt, það má búast við mörgum leiðinlegum auglýsingum á næstunni og eflaust sérstaklega frá þessu fyrirtæki.
Ég bíð spenntur eftir auglýsingunni frá þeim um "Toxic femininity", hún hlýtur að vera bara á næsta horni.
Halldór (IP-tala skráð) 20.1.2019 kl. 14:18
Gillette er hérna á höttunum eftir viðskiptavinum. Það er eins og það er. Vonandi halda þeir samt áfram að framleiða góðar græjur til raksturs. Annars koma aðrir, eins og Harry's, og sópa til sín viðskipti (án þess að segja karlmönnum að vera svona eða hinseginn).
Geir Ágústsson, 20.1.2019 kl. 19:52
Maður veit ekki hvort þeir eru orðnir svona uppfullir af pólitískum réttrúnaði eða hvort að þetta er liður í "any publishity is good publishity".
Þetta fyrirtæki er alla vega ekki að standa rétt að því að selja vörur, ég tel það ekki góða viðskiptahætti að smána viðskiptavininn til að selja honum vöruna.
Halldór (IP-tala skráð) 21.1.2019 kl. 00:22
Það getur varla talist til karlmennsku að blása til sóknar með gaypridefólki
eða að haga sér eins og kvenmaður í trúðafötum í gaypridedögum:
https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2228176/
Fyrir hvað stendur appelsínuguli liturinn hjá þér; Geir?
Jón Þórhallsson, 21.1.2019 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.