Hefur Trump alltaf rangt fyrir sér?

Svo virðist sem sumir telji að allt sem Trump segi eða geri sé rangt.

Ef honum finnst epli góð blasir við að þau eru það ekki. 

Ef hann vill lækka skatta blasir við að það sé slæm hugmynd. Ef það á að lækka skatta þá á að lækka einhverja allt aðra skatta. 

Ef hann vill auka ríkisútgjöld snúast jafnvel hörðustu vinstrimenn gegn honum. Þetta eru jú röng útgjöld sem aukast. 

Ef hann sendir sprengjur á einhverja er það árás á friðsama borgara.

Ef hann vill draga hermenn úr átökum breytast hvítustu friðardúfur í herskáa hauka sem vilja hafa hermenn sem víðast.

Að mínu mati er heppilegast að líkja Donald Trump við bilaða klukku. Slíkar klukkur hafa rétt fyrir sér tvisvar á sólarhring. 

Það er gott mál að Bandaríkin dragi hermenn út úr Miðausturlöndum.


mbl.is Vara við hernaðarlegu tómarúmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Trump forseti er einn af fáum stjórnmálamönnum, sem kunna að "stjórna"!

Það er alveg rétt af honum, að draga herliðið í burtu frá Sýrlandi. Og þetta er örugglega ekki það eina, hann á eftir að kalla herliðið heim frá fleiri stöðum, enda eru margir af hans samlöndum mjög andsnúnir því, að bandarískt herlið dvelji á um hundrað stöðum í heiminum.

Margir eru ekki samþykkir því, að bandarískt lið eigi að vera eins og lögregla í öllum heimshornum.

Tryggvi Helgason, 20.12.2018 kl. 22:38

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er einhver múgæsing hjá fólki.  Fólk vill passa í einhvern hóp, og hópurinn biðu bara um að það álíti allt sem Trump gerir sé rangt.

Ég hef hinsvegar ekki séð Trump gera allt rangt.  Hann hefur gert fullt af alveg réttum hlutum.  Sé reyndar ekki betur en flest sem hann egrir sé að ganga upp.

En ég tek ekki þátt í einhverjum múgæsingum.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.12.2018 kl. 08:36

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er náttúrulega alveg galið að stjórnmálamaður ætli að standa við gefin loforð, slíkt á ekki að geta gerst og má ekki gerast! Hvað þá með alla hina, sem hafa lifað á lygum allan sinn stjórnmálaferil? Hvers eiga þeir að gjalda?

Hvort Trump er að gera rangt eða rétt, svona yfirleitt, ætla ég ekki að vera dómari um, en hann er þó einungis að gera það sem hann sagðist ætla að gera.

Það ætti hins vegar ekki að þurfa að deila um að afturköllun herliðs frá Sýrlandi er af hinu góða, sama hvar menn standa í pólitík og sama hvort menn líti þá tík vera vettvang lyga eða sannleiks.

Gunnar Heiðarsson, 21.12.2018 kl. 15:20

4 identicon

Hjarðhegðun sem RUV reynir að leiða.

Mér hryllir við öllum þeim manslífum sem nú þegar væri búið að fórna í tilgangslausum átökum ef Hillary hefði náð því að verða sjálfskipuð lögregla, dómari og böðull okkar jarðbúa. 

Grímur (IP-tala skráð) 21.12.2018 kl. 18:22

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Verð samt að viðurkenna, að ég hef áhyggjur af Kúrdum

þegar USA hverfur þaðan. Erdagon er þegar farinn að undirbúa

það, að þegar kanarnir eru farnir, að ráðast þangað inn

og útrýma þeim. Ekki glæsileg endalok þeirra sem studdu

USA gegn ISIS, og verða svo útrýmt af Tyrklandi..!!

Alþjóða-aumingja samfélagið horfir svo á, kemur svo með

tillögur og nefndir um það að eitthvað verði að gera.!!

Þá er það bar of seint, og Erdagon búin að stúta þeim

Kúrdum, sem voru n.b. USA meginn.

Talandi um að stinga menn í bakið.

Þá er DT af því.

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.12.2018 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband