Hvernig féfletta skal almenning

Sumir stjórnmálamenn tala um kjósendur sína og almenning allan sem „skattstofn“. Séu skattar ekki í löglegu hámarki eđa svíđandi og svimandi hćđum er talađ um „ónýttan skattstofn“ sem má vitaskuld nýta, sé áhugi á ţví.

Svona tungutak kemur ekki á óvart ţví stjórnmálamenn hafa um annađ og betra ađ hugsa en matarútgjöld ţín og önnur forgangsatriđi ţegar kemur ađ eyđslu launatekna ţinna.

Leiđirnar sem stjórnmálamenn nota til ađ féfletta almenning eru margar og blasa ekki allar viđ. Sjálfir skattarnir eru auđvitađ augljósir. Ţú vinnur ţér inn 1000 krónur og hiđ opinbera - ríkiđ og sveitarfélagiđ - hirđir stóran bita í tekjuskatt og útsvar. Ţú kaupir ţér vöru eđa ţjónustu og ríkiđ fćr hluta af kaupverđinu í gegnum virđisaukaskattinn og ţú fćrđ minna fyrir vikiđ. Ţú stofnar fyrirtćki og ríkiđ hirđir hluta veltunnar í gegnum tryggingagjaldiđ og vćna sneiđ af hagnađinum í gegnum fjármagnstekjuskatt. Allir ţessir skattar og fleiri blasa viđ og ţá skilja flestir.

Ţađ eru hins vegar hinar óbeinu leiđir til ađ mjólka almenning sem gagnast oft betur. Hinar óbeinu leiđir eru minna í umrćđunni og sleppa jafnvel viđ allt umtal. Sem dćmi má nefna rekstur fyrirtćkis í eigu hins opinbera. Hérna er Orkuveita Reykjavíkur gott dćmi. Ţetta fyrirtćki er svo gott sem í einokunarađstöđu og getur ţví hćkkađ gjaldskrár sínar ítrekađ án ţess ađ nokkur geti ađ ţví gert. Hagnađinn má svo hirđa í formi arđgreiđslna í borgarsjóđ. Ţannig borga viđskiptavinir Orkuveitu Reykjavíkur bćđi hćstu mögulegu skatta og svimandi afnotagjöld og láta ţannig mjólka sig tvisvar í borgarsjóđ en telja sig bara hafa veriđ mjólkađa einu sinni.

Önnur óbein leiđ er ađ skattleggja eitthvađ sem hlutfall af verđmati og knýja svo verđmatiđ í hćstu hćđir. Hér ţekkja flestir til fasteignaskattanna. Međ ţví ađ takmarka ađgengi ađ lóđum og nýbyggingum má ţrýsta upp fasteignaverđi en halda innheimtuhlutfalli fasteignaskatts óbreyttu. Međ ţessari ađferđ má skófla inn meira og meira fé í gegnum fasteignaskattinn um leiđ og hćgt er ađ segja ađ skattar hafi ekki veriđ hćkkađir, enda hlutfall ţeirra óbreytt.

Enn ein vinsćl en óbein leiđ er ađ leggja gjaldskrár á opinbera ţjónustu sem ćtti í raun ađ vera margborguđ í gegnum skattkerfiđ. Ţannig má rukka sjúklinginn á sjúkrahúsinu um brauđsneiđina sína, í fyrstu međ vćgu gjaldi sem síđar er hćkkađ og hćkkađ. Sjúklinga má krefja um komugjöld ţótt ţeir geti ekki valiđ um ađ koma ekki, og byrja á lágri fjárhćđ sem síđan má hćkka um leiđ og heimsóknartíminn hjá lćkninum er styttur. Hvernig ćtli fćri fyrir hárgreiđslustofu sem hegđađi sér á sama hátt? 

Ríkiseinokun á rekstri er óendanleg uppspretta af fé almennings. Sumir muna hvernig farsímagjöld hrundu ţegar fyrirtćkjum var leyft ađ keppa viđ Símann á fjarskiptamarkađi. Ađrir muna hvađ var erfitt ađ fá heyrnatćki áđur en einkaađilum var leyft ađ koma inn á ţann markađ, í samkeppni viđ ríkisvaldiđ. Ţar sem hiđ opinbera hefur sleppt takinu hefur orđiđ til val, samkeppni og markađsađhald. Ţar sem hiđ opinbera rígheldur í eitthvađ, t.d. sorphirđu á höfuđborgarsvćđinu, ţar rýrnar ţjónustan um leiđ og hún hćkkar í verđi, og ţađ er tekjulind fyrir hiđ opinbera sem fer fram hjá flestum í dćgurţrasinu. 

Ţú hugsar kannski ekki „ónýttur skattstofn“ ţegar ţú lítur á ţig í spegli, en ţađ gera flestir stjórnmálamenn. Ţađ er ţví ráđ ađ koma ţeim út úr sem flestu svo ţeir geti féflett ţig sem minnst.

Ţessi grein birtist fyrst í Morgunblađinu 24. nóv. 2018 og er ađgengileg áskrifendum blađsins hér.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viđ skattstofnarnir erum líka kallađir borgarar af ţví ađ viđ borgum allt sem af okkur er heimtađ. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2018 kl. 20:36

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Góđur!

Geir Ágústsson, 27.11.2018 kl. 05:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband