Föstudagur, 23. nóvember 2018
Já og nei og hvað með það?
Það er rétt að við erum fljót að henda nothæfum hlutum og kaupa nýja.
Það er rétt að kostnaður við ýmsa framleiðslu er orðinn svo lágur að það borgar sig oft frekar að kaupa nýtt en láta gera við.
Það er rétt að mikið af góðum hráefnum endar í ruslinu vegna óþreyju neytenda að kaupa sér nýtt.
Það er hins vegar ekki rétt að kenna Amazon um.
Brjótum þetta aðeins upp.
Vesturlönd eru að flæma mikið af framleiðslufyrirtækjum sínum í burtu með allskyns kvöðum á losun koltvísýrings, auk himinhárra skatta. Fyrirtækin flýja ríki þar sem almenningur gerir kröfur um hreint loft og hreint vatn og hefur fengið yfirvöld til að setja lög sem tryggja loft- og vatnsgæði.
Fyrirtækin flýja til ríkja þar sem kostnaður við að eitra loft og land er svo gott sem enginn. Mengun er einfaldlega talin vera forsenda iðnvæðingar og dómstólarnir geta lítið gert. Svona nálgun var einnig beitt á upphafsárum iðnvæðingar Vesturlanda: Eignarétturinn var tekinn úr sambandi og svörtum reyk leyft að leggjast yfir menn og búfénað. Fyrirtækin höfðu enga hvata til að finna upp hreinni tækni. Því fór sem fór.
Þegar það kostar ekkert fyrir fyrirtækin að losa sig við úrgang og eiturefni lækkar það auðvitað framleiðslukostnaðinn sem vestrænir neytendur njóta svo í lægra vöruverði.
Það má því segja að Vesturlönd hafi gert neyslu sína ódýrari með því að ýta framleiðslunni í önnur heimshorn.
Neytendur gera líka annað: Þeir vilja að snjallsíminn verði snjallari, tölvan verði öflugri, bíllinn þægilegri, húsið betur einangrað og maturinn sé ferskur en ekki niðursoðinn. Við þessu kalli neytenda bregðast fyrirtæki. Það er ekki svo að fyrirtæki ráða því hvað er keypt. Ef svo væri þá gengi öllum fyrirtækjum vel því það væri nóg fyrir þau að framleiða til að einhver kaupi. Svo er ekki.
Það má finna jafnvægi sem heitir að það kosti að menga og þar með að versla framleiðslu sem mengar.
Ég er ekki að tala um koltvísýring. Hann er ekki mengun. Eftir örfá ár munu kynslóðir framtíðar hlægja sig máttlausa af ótta okkar við koltvísýring sem flæmir fyrirtæki til ríkja sem leyfa raunverulega mengun og geta þar með lækkað vöruverð til þeirra sem óttast koltvísýring.
Ofneysla á kostnað endurvinnslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Facebook
Athugasemdir
Í rauninni ætti umræðan hvorki að snúast um mengun né endurvinnslu, hvað þá einhverja huglæga "kolefnisjöfnun", umræðan ætti að snúast um sóun.
Magnús Sigurðsson, 23.11.2018 kl. 17:46
Sóun já, það er gott orð.
Ég hef samúð með þeim sem finnst við endurnýja of ört, en um leið skil ég þörfina til að endurnýja.
Nú er ég t.d. með 10 ára gamla ferðatölvu sem ég held lipri og nothæfri með áunninni þekkingu á tölvum og forritum. Mér finnst vera algjör peningasóun að kaupa nýja tölvu sem getur litlu meira en kostar margfalt á við notaða, vel með farna tölvu.
En þetta segi ég því ég á tölvur. Ég kann ekki að gera við þvottavélar. Ef sú sem við eigum núna bilar mun ég sennilega endurnýja hana einn-tveir-og-þrír. Þeir sem kunna grunnatriði rafeindavirkjunar, eins og bróðir minn, myndu gera við sína í eitt eða tvö skipti áður en þeir endurnýja.
Geir Ágústsson, 25.11.2018 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.