Íslendingar selji eigur sínar erlendis

Íslendingar geta auðvitað takmarkað og jafnvel bannað kaup útlendinga á eignum á Íslandi, hvort sem það eru jarðir, fyrirtæki, fasteignir, sumarbústaðir og ruslahaugar. 

Um leið þurfa Íslendingar að sætta sig við að þeir gætu mætt sömu takmörkunum erlendis. 

Þeir gætu þurft að sætta sig við að geta ekki keypt sumarhús á Spáni, íbúðir í Kaupmannahöfn, jarðnæði í Svíþjóð, fyrirtæki í Þýskalandi og veiðirétt í Ástralíu.

Íslenskir fjárfestar, eins og lífeyrissjóðirnir, gætu lent í því að fjárfestingar þeirra erlendis mættu takmörkunum. Áhættudreifing þeirra yrði því bundin við að kaupa skuldir hins opinbera og hlutabréfakaup í íslenskum fyrirtækjum sem sveiflast upp og niður með aðstæðum á hinum litla íslenska markaði. 

Menn þurfa bara að gera upp við sig hvað þeir vilja og sætta sig við að það sem Íslendingar gera að reglu á Íslandi gæti orðið að reglu á Íslendinga erlendis.


mbl.is „Ísland á að vera eign þjóðarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er vandséð hvernig það skaðar Íslendinga þó svo að erlend ríki bindi í lög að þeir geti ekki keypt upp jarðir og landsvæði.

Danir hafa um afar langt skeið bannað útlendingum að kaupa sumahús og jarðir, og Ný Sjálendingar bönnuðu nýverið kaup útlendinga á fasteignum. Hvoru tveggja stafaði af þörf, en ekki illgirni í garð útlendinga.
Mér vitanlega hefur enginn Íslendingur þjáðst af þessum orsökum.
Það er jafn líklegt að útlendingar komi til með að þjást, þó svo að erlendum aðilum verði bönnuð jarðarkaup.

Sennilega hefur aldrei verið jafn lítil ástæða til dramakasta.

Hilmar (IP-tala skráð) 20.11.2018 kl. 19:20

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ég get ekki séð, hvernig það skaði Ísland að geta ekki keypt eyðimerkursvæði í mið-austurlöndum. Eða, einverju öðru "skítasvæði" erlendis. Ef við göngum út frá því sem gefnu, að "global warming", sé staðreynd er Ísland framtíðin og hin löndin ... gamalt, rusl.

Örn Einar Hansen, 20.11.2018 kl. 20:26

3 identicon

Óttaleg er þessi athugarsemd Bjarne undarleg og kjánaleg.

Hilmar Bjarnason (IP-tala skráð) 20.11.2018 kl. 22:35

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er ekki rétt að Danir banni útlendingum að kaupa sumarhús, en þó eru ýmsar reglur um það:

https://www.eu.dk/da/spoergsmaal-og-svar-folder/kan-tyskere-og-andre-eu-borgere-koebe-sommerhus-i-danmark

Orðalagið "kaupa upp jarðir" (frekar en að segja bara "kaupa jarðir") er sennilega valið til að vekja upp tilfinningar. Er landi betur borgið að vera í eigu ríkisins, rekið af opinberum starfsmönnum sem hafa nákvæmlega enga hvata til að bæta landið, gera aðlaðandi, opna fyrir gestum og bjóða upp á salernisaðstöðu?

Það má kannski nefna að áður en Landsvirkjun "lagði undir sig" stór flæmi á hálendinu, virkjaði, opnaði með vegum og mannaði með fólki þá voru þessi svæði óvistvæn, óvinsælir áfangastaðir og jafnvel litnir hornauga sem uppspretta sandfoks. Það var ekki fyrr en aðili tók að sér að nýta svæðið, með blöndu af framkvæmdum og vernd, að einhver fór að nenna spá í þeim.

En hérna eru miklar tilfinningar í spilinu. Það er á hreinu. 

Geir Ágústsson, 21.11.2018 kl. 08:06

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Varðandi athugasemd Bjarne þá þurfa menn að sætta sig við hans val á notkun kaldhæðni og neikvæðni til að koma boðskap áleiðis. Persónulega hef ég gaman að því og hýsi gjarnan slík skrif hérna.

Geir Ágústsson, 21.11.2018 kl. 08:07

6 Smámynd: Landfari

Geir Ágústsson, ég geri ráð fyrir að þú gerir þér grein fyrir muninum á að kaupa fasteignir, fyrirtæki og ruslahauga annars vegar og landi og náttúrurauðlindum hinsvegar.

Íslendingar hafa ekki það ég best veit verið að kaupa mikið af jörðum erlendis eða náttúruauðlindum enda sennilega lítið af slíku til sölu.

Landfari, 23.11.2018 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband